Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 25

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 25
- HORFT UM OXL ,,Hvað sem segja má um störf íslenzkra stjórnmálaflokka yfirleitt, þá eru stjórnmál- in þau mál sem mikilvægust eru fyrir vel- ferð þjóðarinnar. Því tel ég enga goðgá, að ungum menntamönnum, sem allir munu í framtíðinni hafa meiri og minni áhrif á stjórn landsins, sé gefinn kostur á því að kynnast helztu stjórnmálastefnum á íslandi í dag.“ „Hefurðu nokkuð sérstakt í huga til þess að gera störf Hugins fjölbreyttari?“ ,,I þessu sambandi dettur mér helzt í hug ágætis hugmynd, sem fram kom á málfundi um félagsmál. Það er að Huginn hafi for- göngu um að fjölgað yrði kvöldvökum, sem nemendur sjá um. Lang eðlilegast teldi ég, að þessar kvöldvökur yrði aðallega miðað- ar við heimavistarbúa, þar sem þeir hafa verri aðstöðu til að sækja skemmtanir en þeir sem búa úti í bæ.“ „Er það nokkuð sem þú vildir taka fram að lokum?“ „Þar sem ég hef ekki fengið tækifæri til þess áður, þá vildi ég þakka nemendum það traust og þá dirfsku, sem þeir hafa sýnt með því að velja mig sem formann Hugins. Eg segi dirfsku vegna þess, að ég hef lítið kom- ið nálægt félagsmálum í skólanum vegna stuttrar veru minnar hér. Fyrir flestum nemendum stend ég því sem óskrifað blað, en ég vona að störf mín verði félaginu að einhverju gagni. Að endingu óska ég eftir góðu samstarfi við meðstjórnarmenn mína, og einnig við alla aðra í skólanum. Ef við sameinum öll krafta okkar, þá er ég sann- færður um, að skólanum og okkur mun vel farnast." Að svo mæltu óskum við Svani alls vel- farnaðar í komandi störfum og þökkum viðtalið. B. Þ. Framh. af bls. 131 Einhverjum finnst sjálfsagt, að ég sé nú kominn út á hálar brautir. En ég ætla ekki að skella skuldinni á versnandi tíðaranda, heldur er það álit mitt, að við í 6. bekk höf- um varðveitt ögn af okkar stráksskap, og séum að mestu laus við prófessorssvipinn. Vel ef svo væri. Það er ekki góðs viti, þegar menn reyna að fela æsku sína og eðlilega framkomu, með yfirborðsgerfi, þvingana o° hamla. Mesri andrúmsloft hér í M. A. o o mótast af frjálslegri og eðlilegri framkomu kennara og nemenda. J. H. Þýzka í III. e.: Björn Magnússon er uppi. Jón Arni: „Segðu nú einhverja setningu á þýzku að lokum.“ Björn: „Ich mag es nicht.“ Þýzka í III. c.: Jón Árni: „Sko, ég elska þig, hvernig er þetta í þolmynd?“ Gunnar: „Þú ert elskaður af mér.“ Jón Árni: „Rétt, og hvað gerist þá?“ Latína í V. ma.: Auður Matt. kemur inn í kennslustund hjá séra Hákoni: „Hvað á ég að gera? Ég er búin að týna 700 kr. penna.“ Hákon: „Biddu guð og seztu.“ Auður: „Ég vil nú heldur leita að hon- um sjálf Þýzka í III. a.: Ich beabsichtige, zu den jungen Damen einzusteigen.... Halldóra þýðir: „Ég hef ákveðið að fara upp í til ungu stúlknanna. ..." muninn 133

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.