Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 11

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 11
KRISTlN STEINSDÓTTIR: Það var orðið aldimmt, og stjörnurnar komnar fram í þúsunda tali á heiðum himninum, þegar máni gamli skauzt upp fyrir Múlann í Höfðabæ. Hann var ekki laus við yfirlætissvip þar sem hann sat nærri fullur á fjallsbrúninni, fannst litlu stjörn- unni norðan Múlans. Það var eins og hann segði stríðnislega: ,,Hér er ég,“ svo að hún leit ergilega undan, og gaf sig á tal við ná- grannakonu sína, aðra stjörnu. Og víst var máni ánægður með sig, þar sem hann vissi, að á slíku kvöldi og þessu mundi hann koma mörgum til að líta upp til sín í hrifn- ingu. Og ástfangin hjörtu mundu leiðast sæl undir skini hans út með firðinum og byggja skýjaborgir um framtíðina, sem aldrei gætu rætzt. Það var snjór í hlíðum Fellsins, og áin í kaupstaðnum var ísi lögð. Strákahópur var að leik á ísnum. Gerðu þeir aðsúg að nokkrum stelpum, sem vildu fá að vera með, og hröktu þær út af ísnum. Þær gerðu hraustlega tilraun til að verja sig, en urðu að láta í minni pokann. Fullir sigurgleði brunuðu Jreir um ísinn, rauðir af kuldanum nteð trefla og topphúfur. Máni gamli brosti breitt. „Sjáðu pabbi tunglið er að hlægja,“ sagði lítill drengur, sem sat á herðum pabba síns og var að horfa á stjörnurnar. Hann veifaði litln liendinni sinni, til þess að máninn skyldi taka eftir honum. „Tunglið má ekki taka Óla,“ söngl- aði hann þangað til hann var farinn að skjálfa úr kulda og vildi fara inn. Máninn var nú kominn hátt yfir Múlann og skildi litlu stjörnurnar að baki sér, sem voru alvar- lega hneykslaðar af drembsemi hans. Á heimili fógetans ríkti „ást og eindrægni," þar sem hann, vörður réttlætisins, einn réð öllu. Hans orð voru lög hér sem annarsstað- ar, og heimili hans var til fyrirmyndar. Frú- in skammtaði súpuna, föl og óróleg, og börn in sátu þvinguð og biðu eftir sínu, meðan húsbóndinn las blaðið í dag við borðsend- ann. Hann var olaður og sterkur. Einn réði O o hann öllu, og allir litu upp til hans, lang- þráður draumur fátæks, í meðallaki gefins skólapilts. Hann vissi ekki, að dóttir hans hitti ungan fiskimann á tunglsinsbjörtum kvöldum úti í nausti, eða að synir hans stálust til að reykja ofan í beituskúr, jiegar Jieir sögðust ætla í skólasafnið. Hans kristi- lega heimili var fullkomið. Máni gamli gretti sig og hleypti brúnum. Hann rabbaði um stund við nokkrar smá- stjörnur, og hélt síðan áfram. Kofar fiski- mannanna voru ekki háreistir á að líta í tunglskininu. Litlir hálf Jraktir snjó og kaldir kúrðu Jreir fram með firðinum. Bát- arnir voru dregnir upp í fjörurnar, og fjörðurinn, sem var ísi lagður, gaf til kynna, að ekki höfðu verið mikil aflabrögð undanfarið. Yfir himininn dönsuðu þunnar norður- ljósaslæður, og J:>au tvö sem komin voru lengst út á ísinn, námu staðar og horfðu til lofts. Ekkert jafnast á við stjörnubjartan himin, þögla nótt og tunglskin. Þá verða hjörtu mannanna mild og blíð, og vonir kvikna í brjósti þess, sem átti sér enga von. Þau sneru hamingjusöm til lands, gleymdu gráu vonleysi morgundagsins, og ætluðu að sigra allt, hvað sem Jrað kostaði. Máni gamli sendi mildan geisla, sem smaug inn á milli grænna gluggatjaldanna, og færðist yfir á rúm litla drengsins undir súðinni. Hann svaf vært, dreymdi tungl og stjörnur, sem brostu og veifuðu. Geislinn lék sér við vanga hans, eins og hann vildi kyssa dreng- inn góða nótt, en færðist svo yfir herbergið. Máni gamli seig niður fyrir brúnir Fells- ins,ogþaðdagaðií austri. Stjörnurnar blikn- uðu ein og ein, og að lokum varð hann að láta undan birtu hins komandi dags. muninn llú

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.