Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 29

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 29
nemendur fara ýmis stökk á dýnu eða kenna þeim helztu aðferðir og ýmsa tækni í frjálsum íþróttum, eða jafnvel kenna lífg- un úr dauðadái og fyrstu hjálp á slysstað. Síðustu 15 mínúturnar ætti svo að nota í körfuknattleik, blak eða handknattleik, og þyrfti kennarinn helzt að geta kennt nem- endum Jrýðingarmestu reglur og eitthvað um leik-aðferðir. Leikfimikennslan miðar alloft mikið að æfingum undir próf, og einmitt þess vegna vil ég láta sleppa þeim. Það er líka aðeins til að hlæja að, ef hugsað er um hvaða gagn menntamaður hefur af prófi í búkmennt- um. En það eiga allir að fara í leikfimi og umfram allt að setja þá í sjúkraleikfimi, sem fá vottorð hjá lækni. „Þetta verður aðeins til þess, að meira verður skrópað í leikfimi- tímum en nú er,“ segir af til vill einhver. Getur verið, en það er ekki þar með sagt, að sleppa eigi einkunn fyrir leikfimina, Jrótt prófin verði felld niður. Það má t.d. gefa einkunn fyrir ástundun og tímasókn, og þá ættu jafnvel þeir, sem lítið geta, að gert fengið góða einkunn í leikfimi. íþróttafélagið hefur starfað á sama grund- velli og undanfarin ár. Það hefur reynt að stuðla að aukningu íþróttaáhuga meðal nemenda í skólanum og koma á keppnum innan skólans og utan. En það hefur bagað mjög alla starfsemi íþróttafélagsins, að það hefur ekki haft efni á að fá þjálfara til að æfa skólaliðin fyrir keppni við önnur félög, og árangur hefur að sjálfsögðu verið mikið eftir því. Efniviðurinn er ágætur, það hef ég heyrt frá mönnum, sem vit hafa á Jress- um málum, en öllum ber þeim líka saman um, að við gætum náð miklu lengra, ef fengist góður þjálfari til okkar. Það væri því rnjög æskilegt, ef skólinn réði til sín mann, sem væri fær um þetta. Það þyrfti að sjálfsögðu að vera íþróttakennari, og ég er viss um, að það er nægilegur grundvöll- ur fyrir slíkan mann í skólanum. Það vant- ar t. d. leiðandi mann í félagslíf skólans og einnig er nauðsynlegt, að umsjónarmaður fyrir íþróttahúsið verði fenginn, ef á að nota það í mörg ár enn. Skólinn er alltaf að stækka, og Jrað fer ekki að veita af einum íþróttakennara í viðbót. Og ég er ekki í nokkrum vafa um, að margir yrðu um boð- ið, eftir því sem ég hef heyrt á skotspónum. Það er margt annað, sem gjarnan mætti nefna og betur mætti fara, en allt verður ekki gert í einni svipan, og munu aðrir síð- ar meir, sjálfsagt skrifa um það. Þó get ég ekki annað en minnzt á leikfimiáhöld þau, sem notuð eru við kennsluna. Maður nokk- ur, sem býr hér í bæ og kunnugur er leik- fimikennslu, bæði hjá okkur og annarsstað- ar, sagði mér um daginn, að stórfurðulegt væri, að enginn skyldi enn hafa slasazt á leikfimidýnunum. Þannig er það oftast, að ekki er að gert fyrr en í óefni er komið. Þarf venjulega eitt slys, til þess að menn ranki við sér. Eg er viss um, að hér er ekki um trassaskap að ræða. Ég veit af reynslu, að í stórum bæ er í mörg horn að líta, og finnst þá sumum seint komið að sínu horni. Með þessum línum vildi ég benda á það, sem mér finnst helzt ábótavant í sambandi við leikfimi- og -Jrróttamál skólans. Það er nú svo, að flestir eru gjarnari að nefna það, sem betur mætti fara, en það sem gott er. En Jró er það minnisstæðara en hitt. Hjá okkur, sem erum að kveðja þennan gamla skóla, fellur það í gleymsku, sem miður hef- ur farið, en þess, sem hefur glatt, minnast allir, og frá góðum stað verða ætíð góðar minningar. Birgir Guðmundsson. MUNINN 137

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.