Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 7

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 7
var gæddur og beztur var drengurinn, skuli fyrstur hverfa af sjónarsviðinu. Þjóðin veit ekki, að hún hefur misst einn sinna efnileg- ustu sona, en okkur er það ljóst, samstú- dentum hans. Það er mikill harmur kveð- inn að foreldrum hans og systkinum svo og öðrum vandamönnum og vinum, þeim sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur og vonum, að það megi verða þeim nokkur huggun í þungum harmi að vita það, að við munum hann sem ágætastan og bezta dreng, sem við nokkru sinni höfum kynnzt. Páll Þórðarson. í MENNTASKÓLANUM á Akureyri sungum við oft hið forna stúdentakvæði Gaudeamus igitur (Gleðjumst allir). í kvæð- inu er þessi hending: „Vita nostra brevis est“, líf vort er stutt. Á hinum glöðu menntaskólaárum skynjuðum við ekki sannleika þessara orða, en nú, þegar þau eru orðin miskunnarlaus veruleikinn, verð- ur okkur ljós merking þeirra. Vinur okkar og skólafélagi Haraldur Jó- hannesson frá Súgandafirði hefur látið lífið í bifreiðaslysi í Þýzkalandi. Foreldrum Har- aldar, frú Svövu Valdimarsdóttur og Jó- hannesi Þ. Jónssyni, kaupfélagsstjóra, svo og systkinum vottum við samstúdentar hans okkar innilegustu samúð. Þeirra harmur er okkur harmur, þeirra missir er okkar missir. Haraldur var afburða námsmaður og dúxinn á stúdentsprófinu í vor er leið. En það eitt, að tala um hans miklu námsafrek nægir ekki til þess að lýsa honum til nokk- urrar hlítar. Honum gafst vegna skerpu sinnar og gáfna nokkur tími frá náminu. Það er sá tími, sem leitar í huga mér, er ég minnist Haraldar. Námsafrekin voru glæsi- leg, en leiftrandi persónuleiki og innri hlýja er það, sem minnisstæðast er. Sá, sem kann þá list, sem er öllum listum æðri, að gefa af sjálfum sér og standa ríkari efíir, vex með hverju drengskaparbragði. Þannig var Haraldur. Stutt en göfug saga góðs drengs. Líf vort er stutt, og þeir sem gera okkur léttara með eðlislægri gleði sinni og hjálp- fýsi móta hluta af því. Síðan, þegar þeir hverfa á brott, er það hugsunin um endur- fundi, er vekur von á myrkum stundum. Haraldur, þó að þú sért horfinn okkur um sinn, þá er minning þín lifandi í liuga okkar og eftir ár og dag mun stúdentahóp- urinn að norðan allur koma saman og þt'i verður aftur meðal okkar, glaður og reifur. Hvenær þessi dagur rennur upp veit eng- inn, en, Haraldur, vertu sæll þangað til. Ásgeir Pétur Ásgeirsson. MUNINN 115

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.