Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 13

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 13
voru alls skráðir 78 þátttakendur, þar af engin stúlka, þótt kvenfólk sé um það bil 1/3 nemenda. Ekki veit ég hvort hér er um að kenna tízku eða úrkynjun, en hér þyrfti að grípa til einhverra úrræða. Til dæmis gæti Huginn reynt að fá kvenmann til að taka að sér framsögu á málfundi eða tekið til umræðu mál, er kvenþjóðinni eru sér- lega hugstæð. Eg trúi því ekki að óreyndu, að kvenfólkið sé í afturför, en staðreynd er, að þátttaka þess í félagsmálum skólans hef- ur oftast verið rneiri en nú í vetur. Eru engar Bríetar Bjarnhéðinsdætur lengur til? Mjög er ánægjulegt, hvað kennarar skól- ans hafa stutt félagsstarfið vel í vetur. Má þar til dæmis taka, að Bókmenntakynning- ardeild hefur fengið fjóra kennara til fyrir- lestrahalds á kynningum sínum, og ber að þakka deildinni það framtak og kennurun- um velviljann. Auk þess studdu Gísli Jóns- son og Þórir Sigurðsson starf Hugins af ráðum og dáð, einkum í sambandi við nám- skeiðið. Steindór Steindórsson hafði einnig framsögu á málfundi um skólamál, og fleiri hafa lagt hönd á plóginn. Kann ég þeim öllum beztu þakkir fyrir, og er slíkt sam- starf nemenda og kennara ákaflega æski- legt. Erfiður fjárhagur Hugins sníður starf- seminni oft á tíðum þröngan stakk. Á þetta ekki sízt við um þá hlið starfseminn- ar að fá fróða menn til lyrirlestrahalds um ýmis efni. I vetur hafa kennararnir hlaup- ið undir bagga í þessu efni, sem fyrr getur, en slíkt er þó ekki fullnægjandi. Ég tel því, að skólinn sjálfur ætti að styrkja félagsstarf- ið meira á þessu sviði, því að það er eitt af hlutverkum skólans að fá sérfróða menn til að fræða nemendur með fyrirlestrum um gagnleg og fróðleg mál. Hugsanlegt væri því einhverskonar samstarf milli Hugins og skólastjórnarinnar á þessu sviði, til dæmis að skólinn bæri hluta þess kostnaðar, sem slík starfsemi hefur í för með sér og hefði þá samráð við stjórn Hugins um val fyrir- lesara. Þannig mætti t. d. hugsa sér að fá menn til að kynna háskóladeildir og há- skólanám, en þar gætu auðvitað margir kennaranna lagt orð í belg. o O Ég ætla ekki að fjölyrða hér um starfsemi einstakra deilda Hugins í vetur. Þær hafa yfirleitt skilað hlutverki sínu með prýði. Raunvísindadeildin er mjög vaxandi, og kynningar Bókmenntakynningardeildar hafa tekizt vel, enda mjög til þeirra vand- að. Nokkurs ágreinings gætir um tíma þann, sem Tónlistardeild velur oftast til kynninga sinna, og ég tel, að hún ætti að gera meira af því að hafa kynningar sínar á venjulegum kvöldtímum í Setustofunni til að ná til fleiri manna, ef það mætti verða til þess að stækka hóp tónlistarunn- enda í skólanum. Tónlistardeild á alls ekki að vera afmarkaður, lítill hópur, heldur á hlutverk hennar að vera að auka áhuga nem enda á tónlist. Bókasafnsdeildin bíður enn þá svigrúms fyrir starfsemi sína, en vonandi fer að styttast í þeirri bið. Ég get loks ekki látið hjá líða að þakka Páli Skúlasyni hans mikla starf í þágu Mun- ins í vetur. Það er erfitt verk að halda Mun- in á flugi, án þess að láta hann nokkurn tíma lækka flugið, en stefna alltaf npp og fram á við, en það hefur Páli tekizt af frá- bærum dugnaði og ósérhlífni. Það verður ekki auðvelt að taka við af honum. Að síðustu vil ég þakka öllum, sem stutt liafa félagsstarfið í vetur og hvetja menn eindregið til að taka virkari þátt í félagslíf- inu á vetri komanda, því að þannig öðlast þeir þroska, reynslu og ánægju, sem aldrei verður metin til fjár. Höskuldur Þráinsson. MUNINN 121

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.