Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 17

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 17
Öllum hlýtur að vera ljós sú staðreynd, að nú, þegar heimurinn er orðinn ein við- skiptaheild, verður smáþjóð eins og íslenzka þjóðin að hafa allar klær úti, til þess að ná sínum bita úr pottinum. Til þess að það sé mögulegt, má hún ekki girða um sig Kínamúr í þeini tilgangi að vernda þjóð- erni sitt og séreinkenni. Slíkt yrði einungis til þess, að hún visn- aði upp og hyrfi fljótlega úr tölu sjálfstæðra þjóða. Þvert á móti verður hún að vaka yf- ir hverri tæknilegri nýjung, og láta ekkert tækifæri ónotað til þess að koma atvinnu- vegum sínum á traustan grundvöll, svo að stoðunum verði ekki svipt undan efnahags- legu sjálfstæði hennar. í því augnamiði skyldi hún ekki óttast að ganga til samstarfs við aðrar þjóðir, ef nauðsynlegt þykir, minnug þess, að sá frjálsi hefur betri aðstöðu til samninga en þrællinn. Að sjálfsögðu verður þó að gæta þess að láta hinn samningsaðilann ekki ná undirtökunum. En til þess að það rnegi tak- ast, verður samstilltur kraftur þjóðarinnar að vera fyrir hendi. Hvar stendur svo íslenzka þjóðin í dag? Er öllum framangreindum skilyrðum full- nægt? Þessu verður því miður að svara neit- andi. Þó að ekki séu liðin nema rúm 20 ár frá stofnun lýðveldisins, virðist sækja í sama horfið og á Sturlungaöld. Flokkarnir stara girndaraugum á stjórnarsætin og svífast einskis til jress að ná þeim. Eina breytingin frá því, sem áður var, virðist vera sú, að í stað þess að fara með herflokka um héruð til vígaferla, er nú barizt á kjörfundum og rifizt í ræðu og riti allan ársins hring. Virð- ast málefnin ekki skipta miklu, en hitt sé aftur á móti grundvallarnauðsyn að vera á öndverðum meið við andstæðinginn. Þetta hlýtur augljóslega að leiða til glöt- unar, enda erfitt fyrir þjóðina að verjast óhollum, utanaðkomandi áhrifum meðan hún er blinduð af þessu moldviðri. Eg efast ekki um, að margir sjá þá hættu, sem er þessu samfara. Hitt er svo öllu erl'ið- ara að stíga fyrsta skrefið til sátta með því að slá ögn af eigin kröfum. Þessi einstaklingshyggja hefur fylgt Is- lendingum frá upphafi, og ef til vill getum við þakkað henni mörg af stærstu nöfnum Islandssögunnar. En það verður engin þjóð voldug né sterk á því að eiga mikla einstak- linga, ef þeir eyða kröftum sínum í það eitt að slást innbyrðis. Það er máttur samtakanna sem hefur úr- slitavaldið, vegna þess að þótt sérhver einn kraftur sé smár, er sameinaður kraftur allra mikill. Ættum við í því sambandi að muna orð jónasar Hallgrímssonar, er hann segir: Bera bý bagga skoplítinn hvert að húsi heirn. En þaðan koma Ijós hin logaskæru á altari hins göfga guðs. Sundurþykkja og valdafýsn höfðingja á Sturlungaöld leiddu til falls þjóðveldisins 1262. Síðan hefur þjóðin orðið að búa við erlenda áþján í margar aldir. Við verðum að vona, að þetta tímabil hafi kennt okkur nóg ti! þess, að við föllum ekki í sömu gröf, og að við berum gæfu til að fylgja orðum skáldsins er mælti: „Sendum út á sextugt djúp sundurlyndisfjandann." Björn Pálsson. MUNINN 125

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.