Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 31
Aldrei hefur merki frjálsíþróttanna borið jafn
hátt og nú. Innan vébanda ÍMA eru mjög góð-
ir afreksmenn, en fjöldi þeirra, er æfa reglulega
er ekki nógu mikill. í marzmánuði keppti sjö
manna flokkur í frjálsíþróttamóti skólanna og
stóðu sig sem vænzt var með prýði. Sigruðu
þeir í unglingaflokki og hlutu að launum dálag-
legan bikar. í Innanhúsmeistaramóti Akureyrar
átti MA alla fremstu menn í karlaflokki. Skóla-
mótið féll niður í haust og er það hálf sviplegt,
að svo gott mót, sem það hefur oft verið, skuli
hafa farizt fyrir tvö ár í röð.
Innanhússmót MA í frjálsum íþróttum.
9. apríl fór fram skólamót MA í frjálsum
íþróttum innanhúss. Árangur var frábær og
þátttaka mjög mikil í öllum greinum. Helztu úr-
slit urðu sem hér segir:
Hástökk með atrennu.
1. Kjartan Guðjónsson V. b......... 1,87 m
2. Jóhannes Gunnarsson V. b.........1,74 m
3. Þormóður Svavarsson VI. b........1,70 m
4. Guðmundur Pétursson IV. b.......1,70 m
5. Kristján Eiríksson V. b..........1,70 m
6. Guðmundur Hafliðason V. b.......1,67 m
Keppendur voru 13.
Hástökk án atrennu.
1. Ellert Ólafsson VI. b........... 1,55 m
2. Jóhannes Gunnarsson V. b.........1,46 m
3. Kristján Eiríksson V. b..........1,46 m
4. Gestur Þorsteinsson VI. b........1,46 m
5. Kjartan Guðjónsson V. b......... 1,40 m
6. Guðmundur Pétursson IV. b.......1,40 m
Keppendur voru 11.
Langstökk án atrennu.
1. Guðmundur Pétursson IV. b......3,13 m
2. Ellert Ólafsson VI. b..........3,13 m
3. Ríkharður Kristjánsson V. b.......3,04 m
4. Stefán Eggertsson V. b........... 3,04 m
5. Jóakim Ottósson IV. b.............3,00 m
6. Valtýr Sigurðsson VI. b...........2,96 m
Keppendur voru 14.
Þrístökk án atrennu.
1. Ellert Ólafsson VI. b............ 9,49 m
2. Ríkharður Kristjánsson V. b.......9,11 m
3. Þormóður Svavarsson VI. b.........8,89 m
4. Guðmundur Pétursson IV. b.......8,87 m
5. Kristján Eiríksson V. b...........8,82 m
6. Stefán Eggertsson V. b........... 8,81 m
Keppendur 18 talsins.
í stigakeppni bekkjanna sigraði V. bekkur,
40 stig, VI. bekkur 29 og IV. 15 stig.
Að lokum vil ég koma þeirri ósk minni á
framfæri, að fjöldi virkra meðlima í félaginu
eigi eftir að aukast að mun þegar á næsta ári,
einkum meðal okkar veikara kyns. Takmark
íþróttanna er ekki fyrst og fremst að framleiða
afreksmenn, heldur að fá sem flesta til að taka
þátt í einhverri íþróttagrein við hæfi hvers og
eins, mönnum til heilsubótar og tómstundagam-
ans.
Jóh. G.
Bridge
Starfsemi BMA hófst í haust með tvímennings-
keppni. Tólf pör tóku þátt í keppninni. Barátt-
an um efsta sætið var hörð og spennandi, en
henni lauk með sigri þeirra Bjarna G. Sveins-
sonar og Sigurðar Hafliðasonar. Nokkuð þótti
kenna æfingaleysis hjá keppendum.
muninn 139