Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 8

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 8
Annalis Scho Fyrsta dag febrúarmánaðar kom á Sal í til- efni bindindisdagsins ágætnr gestur, Björn Jónsson læknir sem er gamall nemandi skól- ans. Ræddi hann áfengisvandamálin af hóg- værð, og stakk ræða hans nokkuð í stúf við venjulegar bindindispredikanir. Um miðja vikuna tóku menn að syngja mánaðarfrí og sannaðist þar hið forn- kveðna, að ekki sé ráð, nema í tíma sé tekið. Hringt var því á Sal 4. febrúar og mánaðar- frá ákveðið daginn eftir, nemendum og flestum kennurum til mikillar ánægju. Sunnudagskvöldið 7. febrúar var mál- fundur haldinn í setustofunni. Að þessu sinni voru umræðuefnin tvö; tónlist, sem Jósep Blöndal hafði framsögu um, og fjölg- un menntaskólanna, frummælandi Svanur Kristjánsson. Var fundur þessi hinn fjörug- asti. Leikfélaginu heppnaðist ekki að þessu sinni að fá aðstöðu til að sviðsetja neitt leikrit. Þess í stað var Haraldur Björnsson fenginn hingað norður til framsagnar- kennslu. Avöxtur starfs hans sýndi sig f 1 jót- lega, því að nemendur hófu að undirbúa samfellda skemmtidagskrá. Frumsýning var svo 8. febrúar. Var leikhúsgestum þar boðið upp á margvíslegt skemmtiefni, upplestur, söng, hljóðfæraslátt og stutta leikjxetti. Þessi skemmtidagskrá, er nefnd var Gaude- amus, var sýnd 8 sinnum hér í bænum, og loks voru tvær sýningar á Siglufirði í lok mánaðarins. Þann 15. febrúar hélt 5. bekkur dansleik á Sal. Aðsókn var ágæt, sérstaklega fylktu meyjar liði J:>angað, því að Jiá var staddur hér í heimsókn flokkur íjrróttabolta- og Irridgespilara úr MR. Kepptu þeir við okk- ar menn, sem biðu að sjálfsögðu hinn hraklegasta ósigur. Sá stórmerki atburður gerðist 17. febrú- ar, að lífsmark sást með raunvísindadeild- inni. Gekkst stjórn hennar fyrir gagn- merkri efnafræðitilraun í náttúrufræðistof- unni, sem líklega hefur bara tekizt vel, því að enginn meiddist alvarlega. Tónlistarkynning var í setustofunni 23. febrúar. Kynntir voru expressionisminn og impressionisminn. Fyrr í þessum mánuði gekkst stjórn tónlistardeildar fyrir jazz- kynningu. Ekki virðist tónlistaráhugi í skól- anurn almennur, Jró að oft sé vel til kynn- inga vandað. Fimmtudaginn 23. febrúar komu hingað norður Laugvetningar og Reykvíkingar í nemendaskiptum. Hringt var á Sal og þeir kynntir. Síðan var sungið af miklum krafti. Um kvöldið var svo mjög vel heppnuð bók- menntakynning. Flutti Friðrik Þorvaldsson kennari bráðsnjallt erindi um Stefán Zweig, en síðan lásu nemendur valda kafla úr verk- um skáldsins. A föstudagskvöld var kvöldvaka haldin í setustofunni, sunnanmönnum til yndis- auka. Fluttu nemendur Jrar ýmiss konar skemmtiefni, og að lokum var skugga- myndasýning. Daginn eftir, á laugardag, voru sunnanmenn kvaddir á Sal. Mæltu for- kólfar þeirra nokkur orð að lokum. Um kvöldið héldu fjórðubekkingar dansleik, og á sunnudag héldu svo gestir okkar aftur til síns heima. 1. marz hófst hér á Akureyri bindindis- vika. Var nemendum MA boðið að hlýða á samfellda bindindisdagskrá í Borgarbíói þann dag. Voru sumir fremur latrækir og fýsti heldur að dvelja á kaffihúsum eða búllum, en um síðir tókst þó að smala öll- um á bindindishátíðina. Voru Jjarna sýnd- ar bráðskennntilegar bíómyndir auk 116 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.