Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 15

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 15
NÓTT ir fortíðarinnar höfðu haldið honum í fjötrum. Kvöldið var liðið, og sólin var komin alveg að jökulbungunni. Skipið ösl- ar gegnum gullið hyldýpið. Það er eins og vanhelgun þarna í lognkyrri nóttleysunni. Hann verður gripinn sorgblandinni, seið- andi þrá eftir snertingu við hafið. Siglu- toppurinn ritar án afláts ósýnilega örlaga- letur í himinblámann. Voru það örlög hans og stúlkunnar, sem hann eitt sinn unni í bjartnætti vorsins meðal norðlenzkra fjalla? Hugsanir hans seytla fram eins og fyrstu vorlækirnir fyrir norðan. Öll vor fyrir norð- an byrjuðu með lækjum, fyrst hægum og seytlandi, síðan hamslausum í þrá sinni til hafsins. — Þeir höfðu sagt, að skipið næði til hafn- ar með morgninum. Bitur veruleiki og ný vonbrigði mundu hefjast með nýjum degi. Þá yrði hann að horfast í augu við ósigur sinn í baráttunni við tilveruna. Örlaganornirnar mundu hrósa sigri yfir honum. Hann var friðlaus útlagi, og það mundi hann alltaf verða. Bernskutrúin á lífið var glötuð að eilífu. Sameining við Iiafið var hin eina fullkomna lausn. Aftar á skipinu skemmtu menn sér við öl og söng. Það er roði á innfjöllunum núna. Valur Þór er gripinn þrá eftir að til- lieyra einhverja máttugu, einhverju sem er meira en hann sjálfur.. Yfirborðið nálgast máttugt og miskunn- samt. Síðan verður allt óskýrt og kalt. Það er undarlegt að liggja á haffletinum og bíða eftir dimmunni. Hann sér ekki jök- ulinn lengur. Allt er hljótt. Síðan lýkst hið vota myrkur um vitund hans. á. s.s. náttmirkrið grúir sig ifir bæinn — bíst tilað gleipa jörðina í einurn bita en hún kemst ekki nema hálf upp í gin þess — og haninn galar stundvíslega klukkan fimm á morgnana — vanalega — en í morgun galaði hann ekki firren klukkan fimmínútur ifir skildi klukkunni hans hafa seinkað b b Enska í III. a.: My eyes were fixed upon the port- hole.... Birna þýðir: „Augun í mér voru föst á glugganum. . . .“ He was a lover of animals. . . . Stefanía S. þýðir: „Hann var elskhugi dýra....“ He polished his glasses. . . . Kristín Ólafsdóttir þýðir: „Hann fægði rúðurnar sínar. . . . “ MUNINN 123-

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.