Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 5

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 5
JÓN BJÖRNSSON: Sag a um IvroliA töfragl er Hann var orðinn gamall, spegillinn, og hékk á norðurvegg stofunnar. Reglulegur skrautgripur, ellilegur harðviðarrammi, með pírumpári og skrautkúlum á hornun- um, auk voldugra ása, sem sátu fyrir hon- um miðjum og náðu langt út fyrir ramm- ann, en það kom ekki að sök, spegillinn var gersemi, en ekki húsgagn. Auk þessa var spegilflöturinn svo óslétt- ur, að hann endurspeglaði undarlegustu myndum, liti maður í hann: álnarlöngu nefi, undirskálaaugum eða jafnvel myllu- hjólaaugum. Það eitt að líta í spegilinn var heilt ævintýri. Ómögulegt var að vita, hver mynd birtist á glerinu. Yrði það ógurlegt tröllsandlit eða kínversk ungmeyjarásjóna? — eða yrði það aðeins eftirvæntingarfullt andlit manns sjálfs? Líkaði honum ekki, hvaðan horft væri í hann, breytti hann sakleysislegum áhorf- endunr sínum í ferlegustu ófreskjur. En lyti maður að vilja hans og horfði skáhallt í annað hornið að neðan, og stæði örlítið til hægri við hann, varð hann ljúfur og dró fram allt hið skásta í útliti manns. Engum flaug í hug að kalla hann spé- spegil. Hann var undantekning frá regl- unni — dauður hlutur sem hugsaði, yfirveg- aði og mat, dró ályktun og framkvæmdi. Duttlungafullur, stundum óþýður og hrjúf- ur, stundunr hégómlegur og jafnvel angur- vær. Einhversstaðar að baki hæðótts glers- ins fólst heili, sem orsakaði þetta allt. Eg fékk hann að gjöf, þegar ég var fimnr ára gamall. Aldurhnigin frænka nrín, senr vænti kallsins á næsta leiti, gaf mér lrann í byrjun finrmta ársins míns. Vafalaust var spegillinn hið dýrasta, sem lífið hafði fært henni, því þetta var danskur spegill úr harðviði og með heila. Hann hefur senni- lega konrið sem fulltrúi framandi og óþekkts heims inn á fátæklegt sveitaheim- ili hennar endur fyrir löngu og gerzt hús- bóndi og drottinn yfir snjáðum fjölskyldu- myndum, hrörlegum stólum og riðandi borði í stássstofunni hennar. Hún liefur sennilega oft lagt leið sína franr fyrir hann á fyrstu dögum hans, litið á sjálfa sig í spegilfletinum, lagað hárið og slétt úr hrukkunum, síðan snert pírumpárið á hornunum, strokið fingri eftir rammanunr, upp og niður — fram og aftur, og orðið hreykin og sæl, því lrann var danskur harð- viðarspegill utan úr lreimi, en lrún var fá- tæk baráttukona í íslenzkri sveit. Ég kunni vel að nreta gjöfina. Tímunum saman sat ég frammi fyrir speglinum. En það var ekki framandleiki rammans og glersins, sem hreif mig mest, enda var við- urinn farinn að upplitast og rýrna. Það var glerið sjálft, þetta óútreiknanlega, dular- fulla, lrugsandi gler, kynjamyndirnar og ævintýrin, sem það skóp. Stundum grét ég af hræðslu við nritt eigið andlit, stundum hló ég. Hann var svo mislyndur. En loks henti ógæfan. Einn dag hugðist ég, kraftlithurr óvitahöndum, taka spegil- inn minn niður og athuga þessa merkilegu miðstöð hugsunar og framkvæmda, senr á bakhliðinni leyndist. En hann var úr dönskum harðviði og því stoltur. Allt eða ekkert, og hann lá í gólfinu. Pírumpárið og ásarnir brotnuðu af og dreifðist um gólfið. Ramminn sjálfur gliðn- aði á hornunum, og raufirnar, máðar af snertingu, urðu að fráhrindandi gljúfrunr í viðnum. Og glerið, þetta undursamlegasta gler allra glerja, lá í salla fyrir fótum mér. Þannig brjótum vér, þessi ungu, stund- unr heilagleik og drottnun hins liðna með einu handtaki í leit þess, sem ekki er til. MUNINN 113

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.