Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 22

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 22
Spor æskunnar Hann var að austan. Kominn til náms. Hún úr bænum. Þau höfðu orðið á vegi hvors annars eins og gengur um unglinga í sama skóla. Og, það var svo skrítið, veitt hvort öðru athygli án sýnilegrar ástæðu. An þess í upphafi að vera sér þess fullkomlega með- vitandi. Seinna dönsuðu þau saman á skóla- böllum. Fyrst feimin og fátöluð, síðar djarf- ari. Allt í einu voru þau farin að þekkja hvort annað. Það var meira að segja eins og þau hefðu þekkzt lengi, óafvitandi. Þetta var eitthvað svo einkennilegt, eða öllu heldur yndislegt. Það var ekki hægt að lýsa því. Það var ástin. Stúlkan varð honum allt. Nærvera hennar unaður hvers dags, fjar- vera hennar djúpur söknuður. Hún var heilög vera, sem hann þráði að snerta, taka í faðm sér, kyssa, en þorði varla af ótta við að spilla helgi hennar. Átti hann heldur nokkurn rétt til þess? í raun og veru hafði han aldrei sagt, að hann elskaði hana, þótt það brynni stöðugt á vörum hans. Stundum var líka sem þögnin segði miklu meira en honum fannst hann gæti nokkru sinni tjáð í orðum. 1 kvöld ætluðu þau í bíó. Hann stóð á horninu og beið. Það byrjaði að snjóa. Stórar flyksur svifu hægt til jarðar, og brátt var komið föl. Pilturinn bretti upp frakkakragann, hleypti í herðarnar og stakk höndunum djúpt niður í vasana. Án þess hann vissi af, fór hann að horfa á götuljósið, á snjóflyks- urnar, er honum hafði alltaf þótt dularfull- ar, eins og svo margt, sem á upptök ofar seilingar manns sjálfs. Hann valdi sér eina hátt uppi og reyndi að fylgja henni eftir með augunum á leið til jarðar. Langaði reyndar mest til að freysta þess að láta hana falla í munn sér, í staðinn fyrir að samein- ast hvítri blæju götunnar. Velja síðan aðra og endurtaka leikinn, eins og hann hafði gert þegar hann var lítiil. Skyndilega hætti hann að horfa upp í loftið. Fór hálfvegis hjá sér við þessa barnalegu tilhugsun, leit ósjálfrátt umhverfis sig og gáði, hvort nokk- ur hefði veitt sér athygli. Fáir voru á ferli, og auðsjáanlega hafði enginn gefið gaum að honum. Hann leit á úrið. Hún hlaut að fara að koma. Það var óvanalegt, að hún væri of sein. En, kannski kæmi hún nú ekki, hugsaði hann, og efinn læddist að honum. Sá efi, sem alltaf fylgir hinni brigðulu hamingju. Þá sá han hana. Hún kom út úr myrku vetrarkvöldinu inn í bjarma götuljóssins til hans. Skóhljóð hennar lieyrðist ekki í snjón- um. Annars hefði hann öruglega vitað, að hún var að koma. Hann var alveg viss um að þekkja fótatak hennar frá öllum öðrum. „Fyrirgefðu, livað ég kem seint,“ sagði lnin. Röddin var heit. Hann svaraði ekki, brosti aðeins, greip um hendur hennar og þrýsti þær. Hún brosti h'ka og hallaði sér að honum. Það var sem þau bærust með þögninni út í nóttina, nokkur andartök. Bíll, er þaut framhjá, vakti þau aftur til raunveruleikans. „Þurfurn við ekki að flýta okkur, ef við eigum að ná nógu snemma?" spurði hún. „Jú,“ svaraði hann hægt. „Við skulum koma.“ Og þau leiddust af stað, áleiðis. ká há 130 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.