Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 21

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 21
BLÓMIÐ LJÓÐ Mín spum ert þú, mín þrá, mitt heit. Eitt þögult: Hvar? Tendrað ljós. Tvírætt nei. Tveggja bros. Mitt svar. Úr gljúpri mold draums míns handan dægranna kremjandi gnýs og hverfanda hvels; langt inn í myrkviði ástarinnar grænum myrkviði ástarinnar — óx hlómið. Af lieitri dögg sem hrundi frá hvörmum okkar lauguðust blöð þess rætur þess; fagnandi breiddi úr krónu ungt líf fyllti musterið ungt líf mildri angan. Á friðsælum helgidómi liðins sumars hefur friðlaus stormur gnúð nöturlega haustlangt; en djúpt í sofandi jörð bíða fræ komu þinnar bíða fræ vorsins — þín. G. St. MUNINN 129

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.