Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 12
Fáein oro um
félagslífih
Það er gamall og góður siður að staldra
við á tímamótum, líta yfir farinn veg og
reyna að gera sér grein fyrir, hvað betur
mátti fara og hvað vel tókst, því að spak-
mælið segir: Reynslan er bezti kennarinn.
Ég vil því að loknu starfsári fara nokkrum
orðum um starfsemi Hugins.
Auðvitað er ég ekki að öllu leyti ánægð-
ur með félagslífið. Það hefur löngum verið
eðli mannsins að vera sífellt að leita að ein-
hverju nýju og betra, enda að öðrum kosti
engra framfara að vænta. Það, sem mér
finnst helzt á skorta í félagslífinu, er al-
menn þátttaka. Það eru margir, sem alls
ekki gera sér grein fyrir gildi og tilgangi
félagslífs í skólum. Tilgangurinn er ekki
eingöngu sá að skemmta fólki og fræða það,
heldur á virk þátttaka í félagslífinu að
þroska menn og veita þeim reynslu, sem
þeir geta búið að alla ævi. A máffundum
og málfundanámskeiðum verða menn að
vera óhræddir við að stíga í pontuna og
taka til máls, því að það er ómetanlegur
styrkur að hafa öðlazt einhverja æfingu í
að setja fram skoðanir sínar skipulega
frammi fyrir hópi áheyrenda. Okkar mál-
fundum er að jafnaði ekki ætlað að gera
ályktanir um ákveðin mál, nema þau varði
skóla okkar sérstaklega. Hlutverk þeirra er
fyrst og fremst að þjálfa þátttakendur og
veita þeim nokkra reynslu í skipulegum
málflutningi og fundarstörfum. Menn
skyldu því alls ekki hika við að taka til
máls á slíkum fundum, enda þótt þeir hafi
ekki sérstakan boðskap að flytja. Allir
menntaskólanemar verða að geta komið
skammlaust fyrir sig orði á opinberum
vettvangi eða í margmenni, og auðveldast
er að öðlast æfinguna og reynsluna á mál-
fundum skólafélagsins.
Nokkur vandi er að velja umræðuefni
fyrir slíka málfundi. Efnið verður að vera
svo viðráðanlegt, að meginþorri nemenda
beri eitthvert skynbragð á það, en það verð-
ur líka að geta vakið menn til umhugsun-
ar, því að ef til vill vantar okkur framar
öllu fleiri hugsandi menn, sem „láta sér
ekkert mannlegt óviðkomandi“ og fylgjast
með almennum málefnum, en fljóta ekki
sofandi að feigðarósi, án þess að hafa hug-
mynd um, hvað er að gerast í kringum okk-
ur eða hafa ekki kynnt sér hið minnsta
menningarverðmæti, svo sem bókmenntir
o. fl.
Námskeið það, sem Huginn gekkst fyrir
í vetur, gaf að ýmsu leyti góða raun. Þó var
leitt til þess að vita, að sjaldnast mætti
nema um þriðjungur skráðra þátttakenda
á fundi námskeiðsins. Tvímælalaust ber að
halda slíkum námskeiðum áfram, sé þess
nokkur kostur. Þetta er að vísu enn þá á til-
raunastigi, og má sjálfsagt bæta fyrirkomu-
lagið að mun. Til dæmis mætti hugsa sér
að auka á fjölbreytni í kennslu- og þjálfun-
araðferðum með því að nota bókina Félags-
störf og mcelska sem kennslubók á þessum
námskeiðum og þá e. t. v. skylda þátttak-
endur til að afla sér hennar, enda þyrftu
þeir ekki að sjá eftir því, þar sem þetta er
hin ágætasta bók. Leiðbeinendur gætu þá
farið í gegnum helztu kafla bókarinnar
O o
með fyrirlestrasniði.
Það hefur vakið undrun margra, livað
kvenfólkið tekur lítinn þátt í félagslífinu,
nema þá helzt dansleikjum og starfi Leik-
félagsins. Á áðurnefndu námskeiði Hugins
120 MUNINN