Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 32
Fyrir jólin tóku tvær sveitir frá BMA þátt í
keppni I. flokks Bridgefélags Akureyrar. Þar
spiluðu alls tíu sveitir og fluttust tvær efstu
upp í meistaraflokk. Sveit Jóns Hilmars Jóns-
sonar háði harða baráttu um annað sætið, en
varð að lúta í lægra haldi vegna óvæntra úr-
slita í síðustu umferð. í sveitinni voru auk Jóns
þeir Jón Arason, Árni Konráðsson, Hjálmar
Freysteinsson, Sigurður Hafliðason og Bjarni G.
Sveinsson. Sveit Sturlu Þórðarsonar hafnaði í
sjöunda sæti.
23. janúar háðu bridgemenn frá MA keppni
við starfsmenn SÍS-verksmiðjanna. Keppt var á
sjö borðum, og sigraði MA með 28 stigum gegn
14.
Bridgefélagið gekkst fyrir einmenningskeppni
30. janúar, og er það í fyrsta sinn, sem slíkt
hefur verið reynt. Þátttakendur voru sextán, og
var keppnin hörð og spennandi. Jón Arason varð
hlutskarpastur, og hlaut hann 116 stig. í öðru
sæti var Hörður Björnsson með 108 stig.
Um miðjan febrúar fengum við ágæta heim-
sókn. Var það sex manna hópur bridgespilara úr
MR. Urslit urðu þau, að Reynir Kristinsson og
Georg Ólafsson, MR, sigruðu, hlutu 62 stig. í
öðru sæti voru Sigurður Hafliðason og Bjarni
G. Sveinsson, og Jón Arason og Jón Hilmar
Jónsson. Daginn eftir var svo háð sveitakeppni
milli MA og MR. Sigruðu sunnanmenn með
nokkrum yfirburðum. Heimsókn þessi var hin
ánægjulegasta, og er það von okkar, að við get-
um endurgoldið hana næsta vetur.
Hin árlega keppni milli KEA og MA fór fram
að Hótel KEA 21. febrúar, og var keppt á sjö
borðum. Ekki sóttu menntlingar gull í greipar
kaupfélagsmanna fremur en áður. Sigruðu hin-
ir síðarnefndu með 27 stigum gegn 14.
Sveitakeppni BMA var háð í febrúar og marz
með þátttöku fjögurra sveita. Urslitaleikurinn
fór fram laugardaginn 20. marz. Áttust þar við
sveit Jóns Hilmars Jónssonar, sigurvegarinn frá
í fyrra, og sveit Harðar Björnssonar. í hálfleik
hafði sveit Harðar 12 stig fram yfir, og óx bilið
enn í síðari hálfleik. Leiknum lauk með sigri
Harðar, 93:64. í sveitinni eru auk Harðar, þeir
Garðar Guðmundsson, Sigurður Hafliðason,
Bjarni G. Sveinsson og Leifur Ragnarsson. Voru
þeir félagar vel að sigrinum komnir.
Kennarar og nemendur leiddu saman hesta
sína í bridgekeppni 28. marz. Tvær sveitir voru
frá hvorum aðila. Á fyrsta borði sigruðu nem-
endur eftir harða keppni með 17 stiga mun
(6:0), en á öðru borði sigruðu kennarar með 80
stiga mun (6:0).
H. J. H.
Skákþáttur
Aðalfundur Skákfélags MA var haldinn 12. okt.
Fundarsókn var afleit, og var meirihluti fund-
armanna kjörinn í stjórn.
Stjórnin er nú þannig skipuð: Formaður Ell-
ert Ólafsson VI. sb. Ritari Gylfi Þórðarson VI.
sb. Gjaldkeri Jón Toi'fason III. b. Áhaldavörður
Skúli Torfason III. e.
Reynt hefur verið að haga starfsemi félagsins
þannig, að sem flestir sæu sér fært að taka þátt
í mótum félagsins. Hafa því alloft verið haldin
hraðskákmót en þátttaka verið misjöfn.
Starfsemi félagsins hófst með hraðskákmóti,
sem haldið var 18. okt. Keppendur voru 12, þar
af 2 gestir. Efstir urðu: Haraldur Ólafsson (gest-
ur) 8V2 vinning, en næstir urðu Júlíus Bogason
(gestur), Kristján Eiríksson og Gunnar Birgis-
son með 7 vinninga.
Hraðskákmót MA 1964 var haldið 13. des.
Sigurvegari í mótinu varð Jón Torfason með 9
vinninga af 10 mögulegum. í 2. til 4. sæti urðu
Ellert Ólafsson, Kristján Eiríksson og Gunnar
Skarphéðinsson með 5 vinninga.
Skákþing MA fór fram í desember og voru
keppendur 7. Þátttaka í þessu móti hefur farið
síversnandi undanfarin ár og er ekki gott að
spá um ástæðuna. Meira má, að þetta stafi af
því, að nú taki menn aðeins þátt í skákmótum
af metnaðarástæðum, en ekki vegna ánægjunn-
ar, er illt ef svo er. Urslit urðu þessi:
Efstir urðu Ellert Ólafsson, Jón Torfason og
140 MUNINN