Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 10

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 10
Á föstudagskvöld komu í setustofuna fjórir verkfræðingar á vegum raunvísinda- deildar og kynntu störf verkfræðinga. Það voru þeir Stefán Stefánsson, Ragnar Ólason, Knútur Otterstedt og Haraldur Svein- björnsson. Laugardaginn 3. apríl gerðist sá merkis- atburður í sögu Menntaskólans á Akureyri, að forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, heimsótti skólann og hélt fyrirlestur á Sal. Skýrði hann viðstöddum stuttlega frá sögu Bessastaða og staðháttum þar. Mun þetta vera í fyrsta skipti, sem forseti Islands heim- sækir skólann á starfstíma hans. 8. apríl var síðasta bókmenntakynning vetrarins. Kynnt var hið sígilda verk Hall- dórs Laxness; Islandsklukkan. Flutti Árni Kristjánsson snjallt erindi um skáldverkið, en síðan fór fram samlestur nemenda. Var kynning þessi ágæta vel heppnuð. Á föstudagskvöld kom Lúðrasveit Akur- eyrar í setustofuna og lék nokkur létt lög. Var hljómsveitarmönnum að vonum ágæt- lega tekið. Dimission var haldin 12. apríl. Var vel til hennar vandað af hálfu 5. bekkjar og fór hátíðin prýðilega fram. Hljómsveit Ingi- mars Eydal lék fyrir dansi, en að öðru leyti var gömlum tradisjónum fylgt af megni. Á Dimission lét Jóhannes Vigfússon af störf- um skólaumsjónarmanns, en við tók Birgir Ásgeirsson, sem fimmtubekkingar höfðu valið úr sínum hópi skömmu áður. Er þetta skemmtilegur siður, þó að hann hafi ekki verið tekinn upp fyrr en síðastliðið ár. Lýkur hér annálum þessum. Segja má, að félagslífið í vetur liafi verið með blóm- legra móti, enda hafa forkólfar þess flestir gegnt störfum sínum af dugnaði og áhuga. Skólabragurinn ltefur einnig verið frernur skemmtilegur, og vonandi verða vorprófin ekki til að spilla minningum nemenda Menntaskólans á Akureyri um þennan vet- ur. JP Lausavísnaþáttur Enn hefur lausavísnaþátt. Margt hefur verið kveðið í skólanum í vetur og virðist auðsætt, að atómbullið er á undanhaldi, og 1 jóðlist mun ryðja sér til rúms á ný. Þátturinn rakst um daginn á nokkra góða hagyrðinga, illyrta að vísu, og verður hér birt eftir þá. (ósep nokkur Blöndal þóttist um daginn þurfa að koma sér í mjúkinn hjá kvenfólk- inu og hóf upp raust sína: Mér er alltaf kært til kvenna, af konum fæ ég aldrei nóg, þær eru blek í bragarpenna og benzín á rnitt sálarliró. Piltur hrifinn hallar sér hári mjúku tíðum að. En hvað þar á eftir fer? Ekki vil ég segja það. Margt er góðra hagyrðinga í 3ja bekk og er þeirra á meðal Ragnar Jón Ragnarsson: Rangrar hillu öslar ál öllu spillir glaður. Hefur illa og aurna sál argur villu maður. Ekki verður meira kveðið að sinni. Enska í III. c.: Hólmfríður talar um Shakespeare: . . . . og þessvegna eru hinir miklu sorg- arleikir hans sýndir enn í dag við mikinn fögnuð. . . . Sumir segja, að Shakespeare hafi ekki skrifað öll þessi leikrit, en það er bölvuð vitleysa, hann skrifaði allt, sem hann skrifaði. 118 MUMNN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.