Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 6

Muninn - 01.04.1965, Blaðsíða 6
Haraldur Jóhannesson MINNING ALDREI hefur mér brugðið eins mikið og þegar ég frétti, að einn af samstúdentum okkar frá M. A. frá síðastliðnu vori, Harald- ur Jóhannesson, hefði látizt af völdum um- ferðarslyss úti í Þýzkalandi, þar sem hann stundaði nám í efnaverkfræði. Það fór þá svo, að flest okkar sáu hann ekki eftir að prófum lauk, var hann þó sá, sem l'lest okk- ar stóðu í einhverri þakkarskuld við. Haraldur Jóhannesson var fæddur 16. október 1944, sonur hjónanna frú Svövu Valdemarsdóttur og Jóhannesar Þ. Jónsson- ar, kaupfélagsstjóra á Suðureyri við Súg- andafjörð. Hann tók landspróf frá Núps- skóla vorið 1960 með I. ágætiseinkunn og kom í M. A. það haust. Snemma varð okkur Ijóst, bekkjarsystkinum Haralds, hvílíkum hæfileikum hann var gæddur og þó sérstak- lega, hve vel og kerfisljundið hann vann við allt sitt nám. Stundum þegar komið var inn á herbergi hans í upplestrarfríum, lá hann uppi í rúmi með hálflokuð augu, en á borðinu lá opin bók, þá var gefið, að hann var að læra utanbókar þungan kafla eða miklar formúlur. Þannig lærði hann utan að, það sem erfiðast var. Aldrei stóð hann sig heldur betur á prófum en í slíkum köfl- um, sem flestir óskuðu sér að koma alls ekki upp í. Haraldur gat ákveðið, hvað hann ætlaði að muna hvert atriði lengi, sumu gleymdi hann um leið og prófum var lokið eins og t. d. sögu og náttúrufræði, en stærð- fræðiformúlunum gleymdi hann ekki. — Þannig þurfti hann ekki nerna rétt að rifja upp stærðfræðifögin frá fjórða og fimmta bekk til að kunna þau aftur. — Aldrei held ég, að verði fullmetin sú aðstoð, sem Har- aldur veitti okkur bekkjarsystkinum sínum og öðrum, sem ti! lians leituðu. Alltaf var hann boðinn og búinn til hjálpar, ef ein- hver vildi fá útskýrt dæmi í stærðfræði eða þýdda þunga setningu í málum. Aldrei neit- aði hann um slíka hjálp, voru þó rnargir, er til hans leituðu og mikill tími, sem í þetta fór, einkum á vorin. Oftast voru einhverjar glósubækur, sem hann átti í láni og þurfti hann oft að byrja morgnana á því að hafa upp á þeim, sem með þær var, því ekki voru þær alltaf teknar svo að hann vissi af. Þá voru þær margar ritgerðirnar, sem hann las yfir til að leiðrétta og kommusetja, og sum- ir skiluðu aldrei ritgerð, án J^ess að hann liefði lesið hana áður. Ekki hafði Haraldur hátt um jjessa hjálp sína, og vissu fáir aðrir en bekkjarfélagar hans, hvílíkur ágangur var alltaf til hans til að spyrja um eitt og annað. Slíkt sem þetta mun fágætt meðal dúxa, því að oft vilja Jreir hugsa meir um sínar eigin einkunnir en annarra. Mun ekki of djúpt í árinni tek- ið að segja, að Haraldur hafi átt fleiri og færri kommur í einkunn hvers einasta rnanns, a. m. k. í stærðfræðideildinni. Har- aldur gekk ekki heill til skógar, hann var ákaflega bakveikur og varð að liggja rúm- fastur við og við af þeim sökum, en sarnt tók hann þátt í leikjum okkar í upplestrarfrí- inu. Man ég að eftir einn slíkan boltaleik varð hann að liggja rúmfastur í tvo daga, þannig var ákafinn að hverju sem hann gekk. Slíkir kostir, sem Haraldur var prýdd- ur, eru sjaldgæfir hjá einum og sama manni, því er J>að okkur undrunar- og sorgarefni, að einmitt hann, sem mestum hæfileikum 114 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.