Muninn

Årgang

Muninn - 01.05.1997, Side 24

Muninn - 01.05.1997, Side 24
Grenjandi brim og glottandi björg bjóða góðan dag. Undan járnuðum hæl villtra náttúruafla brjótast lítils megnugar mannskepnur og horfa til hafs. Aldagamall andi eyjarinnar hefur kennt stríðandi aðilum gagnkvæma virðingu í jafn þröngu sambýli og náttúran skóp þeim. Á útskeri eilífðarinnar er tíminn ekki til og hér hafa menn lært að treysta á sjálfa sig. Frá öndverðu hafa Grímseyingar sótt á gjöful mið sem ásamt bjargtekjum og áræðni eyjarskeggja gera veruna við heimskautsbaug nyrðri bærilega. Þetta rúmlega hundrað manna þorp hefur séð tímana tvenna og kynnst harðindum lífsins. Eftir seinna stríð fækkaði íbúum niður fyrir sextíu manns og vegna umdeildra stjórnvaldsaðgerða sjá innfæddir svartnætti framundan. Með djörfung og dug gátu menn hér áður fyrr fest kaup á trillu og framfleytt sér og sínum en vegna breyttra krafna nútíma þensluhátta þar sem auðlegð hafsins skiptist á sífærri lúkur þá er það ungum mönnum gjörsamlega ómögulegt að kaupa bát til smáútgerðar og þá kvótabýsn sem honum fylgir. Erfingjar eyjunnar þrífast ekki á flausturslegum pennastrikum stjórnvalda og flýja því sitt land. Afkomendur hinna öldnu hetja hafsins njóta engra forréttinda á heimamiðum og þeir sem hafa lifibrauð sitt af sjósókn fengu ekki meiri kvótaúthlutun en lífsþreyttar skrifstofublækur í leit að kryddi í innantóma lífssýn sína. Þéttgróin slikja samkenndar og trausts liggur yfir þorpinu og hér eru menn saman um gleði og sorg. Það glittir þó í varnarsvip í fasi innfæddra þegar ókunnuga ber að garði enda hafa Grímseyingar takmarkað traust þegar bindisskreyttir vágestir reka vofur sínar að fjörum hins fyrirheitna lands. Það er erfitt hlutskipti aö þurfa sífellt að verja tilvistarrétt sinn og sanna það fyrir fólki að hér búa menn við sömu nútíma lifnaðarhætti og aðrir íslendingar. Landfræðileg einangrun er því miður lítið afl í augum samanskrúfaðra risafugla sem lenda hér þrisvar í viku og samanlóðaður járnklumpur leggur jafnoft að bryggju. Grímseyingar hafa því ekki farið varhluta af vestrænum neysluháttum og búa við fegraðan sannleik, eins og við hin. Þegar minnst er á framtíðina er eins og ský dragi fyrir sólu í annars heiðríkum huga Grímseyinga. Það slær á þögn og þeir hugsa sig vandlega um. „Framtíðin er björt ef stjórnvöld láta okkur í friði!" Loforð þingmanna rjúka upp í verði rétt fyrir kosningar og það er þeim leikur einn að stinga litlum kuta í mjúkan svörð heimskautseyjunnar grænu þegar þeim hefur verið ýtt af úrvinda útvegsbændum í hásæti sín. Grímseyski bagginn í hlöðu þjóðarskulda er bæði lítill og visinn því þeir hafa fengið lítið af opinberum styrkjum. Fyrir einungis sex árum fengu þeir almennilega bryggju og stutt er síðan 24 MUNINN 1997
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.