Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.05.1997, Qupperneq 34

Muninn - 01.05.1997, Qupperneq 34
W igmundur Ernir Rúnarsson útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri vorið 1981. Hann fyllti hóp róttækra nemenda sem samsömuðu hugmyndir sínar stjórnleysi og mótþróa. Uppreisnir gegn ríkjandi gildum, viðmiðum og stöðnuðu stjórnfyrirkomulagi endurspegluðust í málgagni alþýðunnar í Menntaskólanum, skólablaðinu Gambra. Markmiðið var að ganga sem næst blygðunarkennd nemenda og kennara með opinskáum fréttaflutningi um tíð og tíma, þó án allrar afstöðu til íþróttamála. Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstýrði Gambra um nokkurt skeið og í meðfylgjandi grein gefur að líta dæmi um þá uppreisn sem háð var í nafni blaðsins. Þegar þú hugsar til baka til menntaskólaáranna, hver finnst þér hafa verið andi þíns tíma? Ég held að andi frá einum tíma til annars sé ekkert svo ósvipaður í skólum af þessu tagi. Vera má aö það hafi verið meiri pólítík í gangi á þessum árum og ég held að menn hafi verið aðeins meðvitaðri um heimsmálin. Þá voru til Sovétríki og menn skiptust svolítið í pólítík á milli afstöðu til NATO og annarra heimsmála. Það var ákveðin lausung og lífsgleði sem þá var ofar öðru og fólk var mjög leitandi, sem er vissulega einkenni ungs fólks. Á þessum árum er persónuleiki hvers og eins að skýrast og menn eru að uppgötva sjálfa sig. Gott félagslíf hefur oft fylgt MA og tók ég gríðarlega virkan þátt í því. Ég var formaður Tónlistarfélags Menntaskólans um skeið og ritstjóri Gambra um árabil. Síðan var ég mjög virkur í Leikfélaginu og tók jafnvel þátt í starfi íþróttafélagsins, þótt það hafi ekki þótt fínt á þeim árum. Ég var mikið í Kvikmyndafélaginu og við bjuggum til stuttmyndir sem þóttu stórkostlegar. Ég held ég hafi komið við sögu allra félaga á þessum árum nema ef vera kynni Ljósmyndafélagsins. Þannig að maður hafði um nóg annað að hugsa en námið. Enda á það að vera þannig. Fólk á að taka virkan þátt í félagslífi vegna þess að helsti lærdómurinn sem situr eftir í hugum fólks eftir Menntaskólann eru samskipti við annað fólk og ekki síst samskipti við hitt kynið. Námið síast sjálfkrafa inn, en ég er ekki að segja að menn eigi að slá slöku við í námi. Menn eiga að bera jafnmikla virðingu fyrir félögum sínum og náminu. Hver var ritstjórnarstefna Gambra? Hún var fyrst og síðast mjög frjálsleg. Þarna var birt gríðarlega mikið af frumsömdu efni, bæði ljóðum, smásögum og leikþáttum. Helsta stefna blaðsins var að vera virk í þeim geira. Eins þótti okkur mjög mikilvægt að fylgjast með þjóðfélagsmálum og heimsmálum. Þarna voru skrifaðar lærðar greinar beint upp úr ritgerðum félagsfræðideilda um þjóðfélagsaðstæður og þróun heimsmála hér heima og erlendis. Þetta voru vel litaðar greinar, skrifaðar af mikilli heift og yfirleitt blindni. Eins var kersknin og kímnin mjög fyrirferðamikil, við tókum okkur hæfilega hátíðlega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.