Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1997, Síða 35

Muninn - 01.05.1997, Síða 35
Hæstvirtur skólameistari. Tryggvi Gíslason Það er að morgni sjötta dags nóvembermánaðar á ári trésins, að ég; Sigmundur Ernir Rúnarsson, nemandi í sjötta bekk félagsfræðideildar, hér í skóla, varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu á göngum skóla okkar. Skal hennar getið hér í stuttu máli. Svo vildi til i löngu frímínútum getins dags, að ónefndur maður steig í stokk og tjáði mönnum löngun sina til söngva. Gerðust menn honum sama sinnis og tóku að fylkjast niður í gamla skóla og námu eigi staðar fyrr en við þröskuld skólans. Hófu menn brátt að syngja hið fegursta, í þeirri von að skólameistari þeirra gæfi þeim mánaðarfrí næstkomandi mánudag. Var söngurinn eigi búinn að dynja lengi, er skólameistarinn, Tryggvi Gíslason, birtist og setti menn þá hljóða. Spurði hann lýðinn ýmissa spurninga um gildi og ástæður þessa mánaðarfrís og tónaði lýðurinn svörin um hæl, líkt og gert er við messuhald. Er honum þraut síðan spurningar, tók hann að ryðja sér braut í gegniim lýðinn, eins og Móse í gegnum Dauðahaf forðum, þannig að autt svæði myndaðist á miðju gangarins. Víkur þá sögunni að mér, hvar ég stóð meðal fjöldans, umkomulaus og saklaus og átti mér einskis ills von. Veit ég ekki fyrr en um háls mér nema tvær krumlur og tóku þær óðum að þrengja hálstaui mínu jöfnum en föstum tökum að grönnum svíra mínum. Sem og eðlileg taugaviðbrögð gera ráð fyrir, tóku að sendast til heila míns hinar einkennilegustu skipanir um hverskonar sársauka er völ væri á þar innra. Brutust þessar skipanir síðar út sem alskyns grettur og hrukkur í andliti mínu sem og hinn mesti roði, auk þess sem ég tók að finna fyrir einhverjum tappa eða álíka óskapnaði, er virtist loka fyrir frekari öndun. Varð mér því af þessu hin mesta vanlíðan, enda var ég á tímabili orðinn fullkomlega sáttur við 11fsskilnaðinn sem ég hugði af þessu leiða. Þegar svo á elleftu stundu, að takinu var sleppt, þótti mér sem ég væri úr tölu lifenda. En er ég lauk upp augum sá ég hvar andlit eitt brosti mót mér og þó ég í fyrstu hugði þar guð vera, taldi ég mig kannast við andlitið af öðru en guðsverkum, (sem slíkum). Var þar fyrir kominn Tryggvi Gíslason og þar sem ég taldi að hann væri enn meðal lifenda, ályktaði ég sem svo að slíkt hlyti einnig að gilda um mig. Því næst hvarf hann mér sýnum aftur eftir skólaganginum og þá er hann skundaði til baka, sá ég mitt óvænna og faldi mig bak við næsta mann - og tel ég það hafa bjargað mér frá frekari hálspyntingum að hans hálfu í þetta sinnið. Likur svo þessari frásögn. Að téðri meðferð, er Tryggvi Gíslason veitti mér, verð ég að álykta eftirfarandi. Annað hvort er honum meira en lítið illa við mig, eður hann hefur gripið óbælanleg löngun til hálstogunar. Hvort tveggja er svo háttsettum manni óviðeigandi á slíkum stundum né stöðum, sem þeirri, er hér um ræðir. Er ég því tilneyddur til þess að æskja hæstvirtan skólameistara Tryggva Gíslason, um eftirfarandi atriði: 1. Þar sem hálstau mitt rifnaði sem svaraði einum og hálfum sentimetra við átökin, tel ég Tryggva Gíslason bótaskyldan. Annað hvort taki hann til hendinni við að staga klút minn, eða honum skuli skylt að borga mér nýtt hálstau. Enda skal þess getið að hálstau þetta er mér hin dýrmætasta eign, því mörg eru þau skiptin sem það hefur beinllnis bjargað mér frá lungnabólgu eða öðrum þeim skaða, er af vill hljótast við hin ýmsu veður sem hér á landi ríkja. Auk þess tel ég mig vita, að Tryggva sé illt að vita til þess að nemendur hans gangi um skólann með rifnar eða hálfrifnar flíkur á líkömum sínum. 2. Ég æski þess að Tryggvi geri mér þann grikk eigi aftur, því álíka hálstogun og um getur, er mér á allan hátt misboðin. Ef svo mun fara að hæstvirtur skólameistari Tryggvi Gíslason, gangist ekki að þessum tilmælum mínum, mun ég vísa tilmælum mínum til Hagsmunaráðs nemenda hér i skóla og leita þar úrbóta í málum mlnum. Akureyri 6/11 - 1980.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.