Muninn

Årgang

Muninn - 01.05.1997, Side 37

Muninn - 01.05.1997, Side 37
stend ennþá við mín orð. Þetta var til marks um þá óttablöndnu virðingu sem borin var á þessum tíma fyrir skólameistaranum Tryggva Gíslasyni, sem er ákaflega hæfur maður og var vel metinn á þessum árum. Krakkar voru að brjótast undan þessari óttablöndnu virðingu. Þeir voru að brjótast undan ofríki foreldra sinna, ofríki kennara og ofríki gildandi hugmynda. Ég hef oft sagt að það ungmenni sem er ekki róttækt að einhverju leyti á þessum árum sé ekki með lífsmarki. Þarna vorum við svolítið að takast á við það hvor væri ráðandi, nemandinn eða skólameistarinn, vegna þess að ekki gat maður leyft sér það að vera undiroki fullorðinna. Það varð að standa uppi í hárinu á yfirvaldinu. Þetta var að sjálfsögðu í gamni gert af hálfu Tryggva Gíslasonar en ég túlkaði þetta sem ofríki og launaði honum gamanið með þessum skrifum. Þetta var að ég held í fyrsta og eina skiptið sem hlutast var til um greinarskrif Gambra og sett ofan í við okkur, en ég hafði mitt fram. Eftirmálarnir voru engir og Tryggvi var meiri maður en svo að hann kynni ekki hóf í ofríki sínu. Hverjar voru væntingar þínar til lífsins vorið 1981? Þær voru mjög miklar. Ég var búinn að skrifa mjög mikið á þessum tíma bæði í Gambra og eins af ljóðum, og var búinn að gefa út eina Ijóðabók sem kom út 1980. Einnig skrifaði maður reiðinnar býsnin öll af ritgerðum undir dyggri handleiðslu Gunnars Frímannssonar, þáverandi félagsfræðifrömuðar í Menntaskólanum. Það lá því beint við að ég færi að vinna við skriftir. Ég var að hugsa um að fara í íslensku í Háskólanum en einhverra hluta vegna fékk ég inni á Vísi. Það urðu mín örlög að hvíla mig þar og ég sé ekki eftir því, vegna þess að blaðamennska er eitt besta háskólanám sem nokkur maður getur hugsað sér. Hvað gefúr það þér að yrkja? Ég er mjög ör maður að upplagi en engu að síður dreyminn þess á milli. í seinni tíð hefur ljóðagerð veitt mér ákaflega mikla hugarró í erli dagsins og öllum hamaganginum. Þarna sest maður niður með sjálfum sér og kryfur hvert orð inn að beini og fær mjög mikla innsýn í lífið og tungumálið. Að því leyti er ljóðagerð ákaflega harður skóli og kennir manni mjög mikið í meðferð íslenskunnar. Hún kennir manni mikið í meðferð heimspeki og fleiri greina. En fyrst og síðast er ljóðagerð hugarleikfimi sem gefur manni ákaflega mikla hugarró. Nú er ég að klára að setja saman nýja ljóðabók sem vonandi kemur út í ár, enda tími til kominn því 6 ár eru liðin síðan ég gaf út mína síðustu bók. Hvaða hlutverk og áhrif finnst þér fjölmiðlar hafa? Fjölmiðlar eru fyrst og fremst skrásetjarar samtímans. Fréttamenn og blaðamenn eiga að skrá atburði samtímans með hliðsjón af fortíðinni. Þannig að ef vel tekst til eru fjölmiðlar að skrifa samtímasöguna, mannkynnsöguna og íslandssöguna jafnóðum. Ábyrgðin er ákaflega mikil vegna þess að sagan dæmir fjölmiðlana mjög þungt og hún hefur kennt okkur að fólk vill ekki annað en ábyrga og óhlutdræga fjölmiðla. Aðhaldið sem fjölmiðlum er veitt er ákaflega mikið, þeir verða auðvitað að vita hvað þeir mega og hvað þeir geta. Ég held að á íslandi sé rekin ákaflega viðeigandi fréttamennska ef svo má að orði komast. Hún sýnir stjórnvöldum það aðhald sem henni ber og hún er í takt við kröfur samfélagsins og almennings. Almenningur vill hafa fjölmiðla upplýsandi, sanna og sterka að því leyti að þeir geti sinnt störfum sínum skilmerkilega og vel, fjallað af alvöru um þá atburði sem eru að gerast hverju sinni. Hér á íslandi eru reknir nokkrir mjög sterkir fjölmiðlar og það hefur sýnt sig að þeir komast ekkert upp með það að standa sig ekki. Þeim er refsað fyrir það. Geta fjölmiðlar einhvern tímann orðið óháðir? Það er náttúrulega ekkert til sem heitir að vera óháð. Fjölmiðlar eru fyrst og fremst fólkið sem vinnur á þeim. Ef það fólk hefur til að bera víðsýni, umburðarlyndi og gáfur, þá eru fjölmiðlar í góðu ásigkomulagi. En það er enginn maður óháður. Það eitt að ég er Akureyringur gerir mig háðan mínum uppruna. Það eitt að ég er karlmaður gerir mig M U N I N N 1 9 9 7 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.