Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.05.1997, Qupperneq 92

Muninn - 01.05.1997, Qupperneq 92
TÁR AF HIMNUM Regnið fellur jafnt og þétt og myndar litla læki á götunum eins og guð hafi allt í einu tekið eftir því að það er ótalmargt grátlegt til í hinni hverfulu veröld nútímans og fellt ótalmörg kristaltær tár fyrir mannkynið. Fólk er á hlaupum undan úrhellinu, vopnað regnhlífum og umferðaröngþveyti hefur myndast á götunum. Út um allt er fólk sem stendur á sama um allt annað en að komast leiðar sinnar, það lítur oft á klukkuna og horfir tortryggnum, tómum augum út í regnið. Mitt í öllu þessu mannhafi stend ég og hugsa um hvar ég geti leitað skjóls undan regninu, skerandi bílflautunum og öllu fólkinu sem stígur ofan á fætur mínar og rekur á eftir mér því ég er ekki að flýta mér eins og allir hinir. Ég reyni að senda öllu þessu ókunnuga fólki örlítið bros til að lífga upp á tilveru þeirra sem virðist aðeins snúast um að útvega meiri tíma til að komast hærra upp metorðastigann. En bros mitt er ekki virt viðlits. Ég hleyp um göturnar uns ég sé lítið, gamalt skilti sem á stendur Café. Þetta er lítið, rautt hús eins og ég hafði alltaf ímyndað mér að kofarnir í ævintýrunum væru, ævintýrunum sem að amma heima á Islandi hafði sagt mér. Ég opna dyrnar og fer inn, við mér blasir lítill salur með mörgum litlum. kringlóttum borðum. Loftið er mettað af reyk sem blandaðist saman við ilm af sætabrauði og kaffi. Ég kasta mæðinni, strýk yfir blautt, dökkt hárið og sest við borð næst glugganum. Ég sé engan, nema gamlan mann sem situr, drekkur kaffi og tautar við sjálfan sig. Það er hlýtt þarna inni og andrúmsloftið laust við streitu og amstur hversdagsins. Úr gömlu útvarpstæki á veggnum hljómar frönsk tónlist frá fjórða áratugnum. Ég heyri einhvern raula fyrir innan afgreiðsluborðið og ég heyri kallað á fallegri frönsku: „Hvað má bjóða þér?" Ég lít við og sé brosmilda konu um sextugt standa fyrir framan mig. Grásprengt hárið er bundið í hnút í hnakkanum, brúnu augun hennar geisla af góðsemi og þessari eilífu æsku sem við öll leitum að. Ég sendi henni bros til baka og gleðst að hafa fundið einhvern sem endurgeldur bros mitt. Ég býð góðan dag og bið um kaffibolla: Hún spyr mig hvort ég sé ekki svöng en ég neita því. Hún brosir og fer og sækir kaffið mitt. Ég er eiginlega nýbyrjuð að drekka kaffi, heima gerði ég það aldrei, það er fyrst núna eftir að ég kom hingað sem ég byrjaði að drekka kaffi að einhverju ráði. Mér finnst það rammt og vont. En hér drekka allir kaffi og fyrst ég er nú komin hingað á annað borð fylgi ég straumnum og panta kaffi. Ég kom hingað til að mennta mig. Amma kom til Parísar þegar hún var ung og sagði að hér hefði hún upplifað allar bestu stundir lífs síns. Þegar ég var lítil sagði hún mér sögur af fólki sem hún kynntist, dansleikjum sem hún hafði sótt og ástinni sem hún hafði fundið. Ég hafði alltaf séð þessa miklu borg í rósrauðum bjarma fávísinnar. 92 M U N I N N 19 9 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.