Muninn

Volume

Muninn - 01.05.1997, Page 96

Muninn - 01.05.1997, Page 96
fjórfaldurVOXTUR FELAGSFRÆÐLEGS ÞROSKA Góðan dag. Þær eru margar myndirnar sem hafa verið gerðar í gegnum tíðina er fjalla um fjölföldun, stækkun, minnkun, breikkun og hvers konar breytingar á mannslíkamanum. Flestar þeirra falla í flokk vísindaskáldskapar og ógvuðlegrar fantasiu. En fæstir þeirra er horfa á slíkar myndir láta sér detta í hug að þær verði að veruleika eins og við urðum vitni að um daginn er færustu og bestu vísindamönnum Bretlands tókst að einrækta kind. Sá hissleiki sem sumir jarðarbúar fundu fyrir og það ógeð er aðrir upplifðu þarf því ekki að koma nokkrum á óvart, nema síður sé, annars er ég ekki að segja að allir hafi orðið hissa, ég náttúrulega get það ekki. En ég get þó allaveganna sagt sögu mína og hún er nú aldeilis ekki slétt. Ég varð nefnilega hissa og það ekkert smá mikið. Ég sá það því strax í hendi mér að víðtæk umfjöllun væri nauðsynleg og því tók ég til við að spjalla við spekúlanta úr hverju horni um gagn og skaðsemi einræktunar. Hér á eftir munu einmitt koma svör við spurningum er ég lagði fyrir spekúlant einn hér í bæ. Þorlákur heitir hann og er Jónsson, Axel er hans millinafn. Þorlákur lauk stúdentsprófi frá Schola Akureyrensis árið 1983, til eru löggild skjöl er sanna það. Nokkrum árum siðar eða árið 1987 útskrifaðist Þorlákur úr Háskóla íslands með BA gráðu, til eru löggild skjöl er sanna það. Enn síðar eða árið 1994 krækti Þorlákur sér síðan í Cand. mag. nafnbót í sjálfri kóngsins Köbenhafn, um það eru einnig til löggild skjöl slíku til sönnunar. Nú bárust fregnir þess efnis ekki alls fyrir löngu að mönnum hefði tekist að einrækta kind, hvernig varð þér um er þú heyrðir af því? Mér kom þetta á óvart. Ég vissi ekki að þetta væri mögulegt og raunar finnst mér það mjög merkilegt að þetta skuli vera hægt. Já já, en svo bárust fregnir aðeins nokkrum dögum síðar þess efnis að einrækta mætti menn, hvernig varð þér við er þær fregnir bárust þér, værir þú til að mynda reiðubúinn að láta fjölfalda þig? Nei, ég væri ekki til í það, mér finnst það ekki aðlaðandi hugmynd að láta fjölfalda mig eða yfirleitt að einrækta menn yfir höfuð, mér finnst það reyndar alveg ótækt að láta sér detta það í hug, en það er víst búið að einrækta runna og svoleiðis hluti. Það er ekkert annað en hrein einræktun þegar verið er að taka afleggjara. Það er hægt að einrækta búfé en það má ekki taka afleggjara af mannfólki. Svona umstang hlýtur að vekja margar siðferðilegar spurningar, finnst þér réttast að hunsa þær allar strax eða taka þær til umhugsunar? Mér finnst að við ættum að ræða þetta, við verðum að ræða siðferðilegar hliðar þessara möguleika tækninnar og vísindanna. Ef menn hefðu haft vit á því að ræða siðferðilegar hliðar kjarnorkusprengjunnar á sínum tíma, þá tel ég það ólíklegt að menn hefðu smíðað tæki til gjöreyðingar á mannlegu samfélagi. Það er ólíklegt að fólk hefði hlaðið upp tugum þúsunda kjarnorkuodda um allan heim, sem kostar nú stórvandræði að losna við. Það verður að ræða hvaða möguleika á að nýta og hvort það á að nýta þá. Það virðist vera hægt að gera nánast hvað sem er með vísindum en við verðum einhvers staðar að setja mörkin. Já, já. Hvaða afleiðingar heldurðu að það geti haft ef að vísindamenn fengju frjálsar hendur í þróun og tilraunum á þessu sviði? Það væri alveg hryllilegt. Sá sem lætur einu takmörk sín vera þá möguleika sem vísindin og tæknin setja honum er í rauninni alveg hömlulaus og er alls ekki 96 M U N I N N 19 9 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.