Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1997, Síða 100

Muninn - 01.05.1997, Síða 100
sem leysti Það var vart að puntstráin bærðust í mildri vorgolunni. Mýstrókana bar við rauðgulan kvöldhimininn. Maríurerlan settist á hraunnibbu, tifaði stélinu, velti vöngum og flögraði svo burt í leit að flugum. Haraldur klöngraðist á milli þúfna úti í móa. Hann leitaði hreiðra. Það gerði hann oft á maíkvöldum sem þessu. Það var fátt betra en að rölta um, hiusta á stelkinn og hrossagaukinn og anda að sér ferska loftinu. Skyndilega nemur hann örlitla hreyfingu í sinunni milli þúfnanna. Hann stansar og starir á staðinn. Jú, það grillti í eitthvað grábrúnt milli stráanna. Skyldi þetta vera húsandarhreiður? Eða kannski rjúpuhreiður? Hann hafði aldrei fundið rjúpuhreiður. En þegar hann laut niður og greiddi sinulubbann frá til að sjá betur, brá honum heldur en ekki i brún. Þetta var hvorki önd né rjúpa, heldur lítið búlduleitt dýr, ekki ósvipað naggrís. Dýrið reis upp á afturfæturna og horfði beint á Harald og honum sýndist það glotta. „Vá, hvað það er fallegt", hugsaði Haraldur. „Svona mjúkur, sléttur feldur, svona svört augu. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt áður. Bara að ég gæti náð því og gert það gæft. Ég gæti haft það heima hjá mér, fólk yrði ofsa hrifið af því, það yrði landi og þjóð til sóma. Ó, bara ef það vildi vingast við mig". Haraldur lá á fjórum fótum og teygði höndina varlega í átt að dýrinu, sem teygði sig á móti, en skoppaði svo burt úr seilingar- fjarlægð. „Ég þyrfti að hafa eitthvað til að lokka það með”, hugsaði Haraldur. Hann fór ofan í buxnavasann sinn og fann súkkulaðimola. „Hérna", sagði hann og rétti dýrinu molann. „Ef þú verður vinur minn geturðu fengið fullt, fullt af súkkulaði alveg ókeypis". Dýrið kjagaði til hans, horfði kankvíslega á hann, tók svo súkkulaðibitann og át hann. Því næst hoppaði það upp í fangið á Haraldi og sleikti hann í framan. En allt í einu setti dýrið á sig kryppu og mikið brak barst frá því. Megn brennisteins- fnykur steig upp. Haraldur starði sem steini lostinn á dýrið. Hafði það leyst vind? Gat það verið? Jú, jú, ekki var um að villast, lyktin laug ekki. Þetta setti svo sannarlega strik í reikninginn. Það myndi enginn vilja sjá dýr sem prumpaði. En það var svo fallegt og honum var strax farið að þykja vænt um það, svo hann ákvað að segja engum frá þessu. Tíminn leið. Dýrið dafnaði vel hjá Haraldi og þau voru góðir vinir. Allir voru mjög hrifnir af dýrinu og það lífgaði upp á tilveruna hjá fólki, sérstaklega þar sem einhver einkennileg þoka var búin að liggja yfir öllu svo vart sást til sólar og Haraldur var búinn að vera eitthvað undarlegur í maganum upp á síðkastið. Svo fannst mörgum vera skrýtin lykt í loftinu þegar kyrrt var. En allt þetta gleymdist, því litla dýrið var svo ferlega sætt og skemmtilegt. En einn daginn kom maður í grænum anórakk til þess að skoða dýrið. Haraldi stóð hálfgerður stuggur af manninum og dýrið var feimið við hann. Maðurinn horfði rannsakandi á dýrið og spurði svo: „Rekur það við?". „Eeeh, nei, eiginlega ekkert, kannski bara pínu pons”, svaraði Haraldur vandræðalega. „Ég hef nú séð svona dýr í útlöndum og þau reka sko ekkert pinu pons við, heldur ofsa, ofsa mikið. Það bókstaflega stendur blár strókur aftur úr þeim", sagði maðurinn. „Mitt dýr er ekkert svoleiðis, það get ég fullvissað þig um", sagði Haraldur með talsverðum þjósti. En í því ioo M u N 1 n N 19 9 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.