Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 3
29. árg. Júlí—sept. 1940 7.—9. blað í eftirfarandi grein, eftir Frantz Wi 1- helm Wendt, er rakin saga styrjald- anna gíðan um akla- mót, og sýnt fram á hvernig ein styrj- öldin siglir í kjöl- far annarar. STRÍÐ í FJÖRUTÍFÁR Á torginu í Róm var til forna nokkurs- konar portbygging, sem stóð við hið helga musteri Vestu og var vígð guðinum Janus, en hann hafði tvó andlit. Samkvæmt ævafornum sið voru hlið þessarar byg'gingar opin, þegár Rómverj- ar voru í hernaði, en lokuð einungis, þeg- ar friður ríkti. En svo sjaldgæfur var friðurinn í þessu stóra ríki, að jafnframt voru slegnir minn- ispeningar, þegar svo bar við, að þessu Janus-musteri var lokað. Ef slíkt musteri væri til nú á dögum —- það mætti hugsa sér það eins og sviss- neskan veðurvita, þar sem brynjaður her- maður kemur í ljós. á óveðursdögum, en bóndi með orfið sitt í góðviðri, látum óveðr- ið tákna ófrið, en góðviðrið frið, þá myndi sú sorglega staðreynd gera vart við sig, að hermaðurinn hefði oftast sýnt sig þenn- an röska þriðja hluta 20. aldarinnar, sem nú er liðinn. Næstum allt af hefir einhversstaðar ver- ið stríð þessa fjóra áratugi, sem liðnir eru af öldinni. ★ Dynjandi fallbyssuskot og brestandi sprengjur í fjarlægum heimshlutum buðu öldina velkomna. Frá því í október 1899 höfðu Englend- ingar háð ægilegar orrustur við hina sjálf- stæðu bændur Búanna í Suður-Afríku, til þess að ná frá þeim hinum auðugu gull- og demantanámum í ríkjunum Oranje og Transwaal. Ensku hershöfðingjarnir væntu fljót- fengins sigurs yfir andstæðingunum, sem aðeins voru fjórði hluti úr milljón að tölu. En þeir vanmátu. staðarþekkingu, harð- leikni, hugrekki, þjóðrækni og næstum meðfædda hæfileika óvinanna, til þess að nota skotvopn og snúast á hestbaki. Undir stjórn djarfra foringja veittu Bú-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.