Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 17
HEIMILISBLAÐIÐ 117 sirin, sem hún elskaði heitar en lífið í brjósti sínu: »svo lengi sem hann lifir, skai hann vera Drottni léður«. Svoi lengi sem hann lifir, skal hann vera Drottni léður, Þetta mælti Hanna fyrir munn allra góða mæðra. Hanna hafði beðið grátandi um þennan dreng, og þegar hann fæddist varð hann henni augasteinn, og fegursti geisli lífsins. Fyrir hann gat hún vaðið eld og vatn, og farið alls á mis. Og var það eiginlega hugs- anlegt, að hún gæti af honum séð? Og þó lét hún hann frá sér af fúsurn vilja og kom honum í fóstur til Elía æðsta prests. Því óhugsanlegast og ómögulegast var að hún vildi ekki og gerði ekki það, sem hún áleit að hún gæti, af því er væri bpnurn fyrir beztu. En betra gat hún ekki kosið honum til handa, en að hann væri sannur guðsmaður. Fyrir því sagði hún: »Svo lengi sem hann lifir, skal hann vera Dmttni léður«. Móðir — hver sein þú ert! Getur þú hugs- að þér nokkuð hærra til handa barni þínu. viltu nokkuð frekar, en að það verði gott Guðs barn. Ég er ekki að segja, að þú lít- ir svo á sem Hanna, að það þjóni Guði bezt með því að vera prestur — langt í frá. — En ég skil ekki annað en að þú þráir, aö líf þess allt verði raunveruleg gtiðsþjómista — að það lifi svo vel, að góðverk þess verði svo augljós, að aðrir vegsami föðurinn á himnum fyrir það. En ef þú þráir þetta — keppir þú þá ekki að því í tíma og ótíma. Kennir þú því ekki bænir er það lærir að tala, leiðir þú því ekki dæmi Krists fyrir sjónir beint og óbeint, dag frá degi? Biður þú það ekki, hvetur þú það ekki, áminnir þú það ekki sýnkt og heilagt um að ganga á guðsvegum. Um fram allt, blæstu því ekki ást til þessa í brjóst? Ðanir hafa hið snjalla orðtak að »frem elske« hitt og þetta — það er að vekja og þróa með ás,túð sinni eitthvað í sál ann- ara, alveg eins og maður getur látið eitt- hvert, blóm þrífast með því að vaka yfir hinum réttu vaxtarskilyrðum, Sæl er sú móðir, sem með eigin skapgerð og daglegri breytni sinni vekur í sál barns síns ást. á Kristsbreytninni, og kemur því til leiðar, að barnið hennar er Drottni léð, svo lengi sem það lifir. En hversu er þetta ekki erfitt! — heyr- ist mér einhver andvarpa! — Og satt er það. Álfhildur í Sambýlum er þar gott dæmi. Seint gekk henni að gera guðsbarn úr Bjarna sínum. Og hefir ekki mörg góð móðir andvarpað og hugsað, að þúsund sinnum heldur hefði hún vilja.ð sjá á oak barni sínu niður í gröfina, en út á hinar og þessar villigötur, sem það stökk hlæj- andi eftir. En áhrifavald móðurinnar er sterkasta vald heimsins. Og ég trúi því að móðirin góða sigri æfinlega að lokum — af því að Guð sé líka í verki með henni. ííún er sam- verkamaður Guðs að hinu ei'ífa takmarki allra mannssálna.. Eg tek eitt dæmi af mörgum um lokasig- ur móðurinnar. Ágústínus er einhver ágæt- asti afburðamaður kristninnar. Faðir hans var heiðinn, en móðir kristin, sjálfur lifði Ágústínus í siðleysi fram um þrítugsaldur. Þá sneri hann við blaðinu og varð krist- inn. — Vegna hvers? — »Vegna fyrirbæna móður minnar«, sagði hann sjálfur. I haust átti ég tal við merkismann, hnig- inn að aldri, og barst talið að lífsgæfu hans og systkina hans. Þá mælti hann á þá leið, að allt væri það að þakka fyrirbænum móð- ur þeirra. Hann væri sjálfur löngu sann- færöur um, að fyrirbænir foreldranna fyr- ir börnunum, væru áhrifarikari en flesta óraði fyrir.. »Fyrirbænir föður míns voru mér ætíð sem varnarmúr«, er haft eftir merkum erlendum manni. Mundu það, móðir — ef þér eru allar aðr- ar leiðir lokaðar til að leiða. barnið þitt á Guðs vegum, þá er þessi leið opin —- fyr- irbænin — og hún er líka sigurleið. Eg hefi haldið þessa ræðu til að minna yður, börn, á þakkarskuldir yðar við mæð- urnar. Og til að sýna yður, mæður, hvílíkt

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.