Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Síða 25

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Síða 25
HEIMII LISBLAÐIÐ 125 þar stendur nú allt í fullu skrúði og baðað í sól. Jafnvel húsveggirnir eru þaktir græn- um vafningsviði, allt upp undir þakskegg, þar sem fuglarnir eiga sér hreiður. Bæjar- flötin hefir verið slegin öðr.u sinni og hinn bláguli fáni blaktir við hún í hlýrri gol- unni. Allt er fágað og prýtt, utanhúss sem innan. Svíar eru miklir snyrtimenn og smekkvjsir. Pað er þeim eins fráleit hugs- un, að gleyma að taka til í kringum bæj- arhúsin sín, að loknu dagsverki, og það væri ungum manni, sem unnið hefir um daginn, að fara á skemmtisamkomu um kvöldið án þe6S að hafa þvegið sér í fram- an. Þess vegna er slíkur hreinlætisblær yf- ir flestum sænskum sveitabýlum. Fyrr á tímum var það siður strax þegar sól var hnigin til viðar daginn fyrir Jónsmessu, að gengið var í kringum hið svonefnda miðsumarstré eða majstöng, eins og það er einnig kallað. Tré þetta var reist í hlaðvarpanum og fagurlega skreytt græn- um laufsveigum, blómum, krönsum og fán- um. Var dansað umhverfis tréð og sungið — alveg eins og í kringum jólatré — en nú voru söngvarnir helgaðir gróðri, sumri og sól. Þessi tré eru nú að mestu lögð nið- ur heima á bæjunum, en á öllum skemmii- • stöðum eru þau vitanlega ómissandi. Þessi dans kringum majstöngina, söng- urinn, allt laufskrúðið og blómskrautið þyk- ir sumum benda til þess, að hér sé um að ræða leyfar gamals dýrkunarforms frá þeirri tíð er Norðurlandaþjóðirnar voru sóldýrkendur að trúarbrögðum. Og þykir heiti miðsumarstrésins — majstöng — styðja þá ályktpn manna. Ætti maj þá að vera dregið af latneska orðinu magi, sem getur þýtt galdur. En það er vitað, að sú trú var almenn, fyrr á öldum, að með því að klæða allt með grænu gætu menn laðað náttúruöflin til að gefa meiri jarðai’gróður en annars, og ríkulegri uppskeru. Það hef- ir og verið siður til skamms tíma í Sví- þjóð að setja vel laufgaðar hríslur í ölí horn akranna og því trúað, að það hefði heillavænleg áhrif á sprettuna og yfirleitt hefir það verið trú sænskrar alþýðu, að blessun sú, sem mönnum féll í skaut á kom- andi ári, færi nokkuð eftir því hversu mik- ið viðkomandi hefði í kringum sig af grænku og blómum á Jónsmessunni. Og eins lengi og sagnir fara af Jóns- messunni í Svíþjóð, hefir hún verið sólfagn- aðar- og gleðihátíð. Sá siður helzt enn að kirkjurnar eru skreyttar með blómum og grænum grein- um á Jónsmessunni og þá eru blómsveigar lagðir á grafir látinna ættingja og vina. Það var trú fólks að þessi dagur og ekki sízt aðfaranótt hans — Jónsmessunóttin — hefði meiri og varanlegri áhrif á líf þess. en aðrar sltundir árs, myndi velgengni martna a. m. k. næsta ár — og kannske allt lífið — nokkuð fara eftir því, sem fram við þá kæmi um miðsumarshelgina og þá mátti líka af ýmsu ráða. óorðna atburði. Dögg Jónsmessunæturinnar var heilög og hafði lækningakraft — og þótti hollt að hnoða hana í brauðdeigið. Líkami sjúkra var sveipaður döggvotu laki, sem legið hafði í kirkjugarðinum yfir nóttina, og brá þá skjótlega til hins betra með flesta sjúk- dóma. Ef einhver vildi gera nágranna sínum virkilegan óleik var nú tækifærið að stela af dögginni á akri hans. Það gerði sprett- una rírari. Mikil keppni var með unga fólkinu um að skreyta miðsumarstréð sem bezt. Eink- um lögðu menn metnað sinn í tpppskrautið. Hið versta ólán, sem nokkurn gat hent, var ef óvinveittum nágranna eða keppi- naut tókst að stela toppskrautinu á sjálfri Jónsmessunóttinni. Og þess voru dærni (og eitt ekki eldra en 20 ára), að tilraunir í þá át,t höfðu í för með sér blóðuga bardaga með hnífum, rnilli herskárra unglinga, er eldu saman grátt silfur, t. d. út af ásta- málum. Sá, sem bar sigur af hólmi í slík- um bardaga hafði hamingjuna með sér í öðrum viðskiftum ársins, hún fylgdi topp- skrautinu. Draumar Jónsmessunæturinnar höfðu

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.