Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 111 um með væg’ðarlausri grimmd. Samt sem áður veitti þeim örðugast að ná fótfestu uppi í landinu og koma á yfirráðum sín- um. Þá komu atvikin annarsstaðar að, Itöl- um til hjálpar. Þreng-ingar tyrkneska soldánsins voru undir eins notaðar af kristnu Balkanþjóð- unum, sem á 19. öldinni höfðu brotizt und- an Tyrkjum og óskuðu nú að leysa trú- bræður sína undan okinu og kasta sínum fornu kúgurum út úr Evrópu. Driffjöður Balkanríkjasambandsins. var hinn kæni, gríski stjórnmálamaður Venizelos, en hinir raunverulegu upphafsmenn sambandsins sátu í Pétursborg. Rússar höfðu nefnilega mikil áhrif á frændur sina á Balkanskaganum og ósk- uðu ekki einungis eftir að verða hindrun í vegi Austurríkismanna, heldur höfðu einnig vonir um að fá yfirráð í Konstan- tinopel og' umhverfis Dardanellasundið. Þegar soldáninn skildi að Balkanlöndin hugðu til árásar samdi hann frið í skyndi við ítalíu, lét Tripolis af hendi og lýsti því næst yfir stríði-á hendur Búlgaríu og Serbíu í október 1912. ★ Gegn saldáninum börðust bæði Búlgarar og Serbar, Grikkir og Montenegromenn. Her þeirra var fjölmennari en her and- stæðinganna. Á öðrum sviðum gat tyrk- neski herinn ekki heldur jafnast við her óvinanna. Hann var illa útbúinn og illa skipulagður. Farangur liðsins samsvaraði ekki verkefnum þess. Viðurgerningur var ónógur. Stórskotaliðið, sem var myndað af ósamstæðum hópum var ekki eftir kröf- um tímans og vantaði auk þess skotfæri. Svo höfðu Tyrkir of fáa liðsfoiringja. Þenn- ar. skort var ekki hægt að bæta upp með hugdirfð og þoli hermannanna. Hinar kristnu herdeildir unnu einn sig'- urinn af öðrum með fádæma hraða. Serbar héldu suður. Búlgarar nálguðust Eyja- hafið, tóku Adrianopel og stóðu við múra Konstantinopel. Gríski herinn gerði áhlaup á hinn öfluga, kastala Janina við Epirus í vestri og lagði undir sig hina miklu verzl- unar- og hafnarborg Salo>niki í austri. Það gerði stórt skarð í sigurgleði Grikkja, að konungur þeirra, Georg I., var myrtur í hinni nýsigruðu borg' Salan- iki, meðan sigurhrósið stcð sem hæst, af geðveikum launmorðingja, aðeins nokkr- um vikum fyrir 50 ára stjórnarafmæli hans. Fyrsta Balkan- stríðinu lauk með málamiðlun stór- veldanna í Lo,ndon í maí 1913. Árangur- inn varð sá, að Tyrkir urðu að láta allt af hendi í Ev- rópu, nema Kon- stantinopel, sem ekkert af hinum kristnu ríkjum Balkanskagans gat unnt öðru að eign- ast. En áður en mán- uður væri liðinn Hermenn við vélbyssu.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.