Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 48

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 48
148 HEIMILISBLAÐIÐ arinnar í þessum héruðum tóku Japanir sem ógnun gegn heimsyfirráðaætlunum sínum. Og 18. sept. 1931 natuðu þeir sér einskisverðan atburð, sem þeir höfðu sjálf- ir orsakað í Mukden, höfuðborg Mansjúríu, til þess að setjast um allmargar helztu borgir landsins. Þegar íbúar Kína svöruðu m«ð því að neita viðskiptum með japansk- ar vörur réðist japanskur her á Shanghai í ársbyrjun 1932. 1 Mansjúríu náði japanski herinn til- gangi sínum. Landið breyttist úr kínversku skattlandi i keisaradæmið Mansjúkuo, sem er formlega séð sjálfstætt, en í raun og veru jaþanskt undirríki. 1 herferð sinni til Mansjúríu ægðu Japanir öllum heiminum með hraða þeim, sem her þeirra viðhafði í framgöngu sinni. Það sem þar kom í ljós er fyi’sta dæmi þess hraða, sem nú er svo sér-kennilegur fyrir seinni tíma hertækni. Japanir völdu stundina með nákvæmni fyrir sókn sína.. Nú þegar haustið 1929 hafði hið ameríska kauphallarbrjálæöi or- sakaö viðskiptakreppuna, sem nú sumarið 1931 náði hámarki sínu með hruninu i Austurríki, hinu yfirvofandi gjaldþroti Þýzkalands og' gengis- og fjármálakreppu Englands. Samtxmis herjaði deyfðin í viðskiptum Bandaríkjanna með stöðugt auknurn ógn- um. Hið viðskiftalega neyðarástand jók ekki einungis pólitíska togstreitu milli ríkjanna, heldur lamaði það starfsþol hinna »hvítu velda« út á við. Þess vegna beittw þau sér ekki alvarlega gegn Japan. Áköfust voru Bandaríkin, en Bretland og- Frakkland horfðu í rauninni á það með ánægju, aö Japan drægi úr valdi miðstjórnarinnar Uínversku og hindraði hana, i að gerast of volduga og freka gagnvart áhugamálum útlendinga í Kína. Þegar stórveldin tóku þannig á málunum og sýndu Japönum sam- úð, þá er það auðsætt, að Þjóðabandalag- ið gat ekki stöðvað Japani. Þau smáríki, sem töldu nauðsynlegt að halda fast fram þeim hluta laganna, að meðlimir banda- lagsins. ættu að vernda hvern annan gegn árásum, héldu ákaft með kröftugri fram- göngu. En þær ákvarðanir, sem teknar voru, verkuðu lítt og lögðu engar hindr- anir í veg Japana, en urðu einungis þess valdandi, að þeir brutu gegn Þjóðabanda- laginu. Atburðirnir 1931 til 1932 höfðu mjög víðtækar afleiðingar. Það hafði sýnt sig, að árásir gátu borgað sig, aðeins ef árás- araðilinn var nógu öflugur. Það var því deginum ljósara, að Þjóðabandalagið veitti ekki smáþjóðunum neina vernd gegn stór- veldaárásum. Þjóðabandalagið brást líka á öðruxn svið- um þessi ár. Á sama tíma 1932, þegar Japanir réð- ust á Shanghai var hin mikla afvopnunar- ráðstefna opnuð í Genf. En atbui’ðir Aust- urlanda gerðu strax samningana harla þýðingarlausa. Og þegar Hitler ásamt þjóðernisjafnaðarstefnunni komst til valda í Þýzkalandi 1933, með hina framtakssömu utanríkispólitík á stefnuskrá sinni, var því lokið að Frakkland legði hömlur á vígbún- að sinn, þegar Þýzkaland hervæddist í leyni. Þvert á móti þutu. nív hernaðarút- gjöldin upp, eftir að nazistar höfðu tekið völdin, sérstaklega eftir að Hitler hafði lýst því yfir opinberlega í marz 1935, að Þýzkaland væri mótfallið vígbúnaðai’banni Versala-samningsins og það vildi mynda sér voldugan varnarher. Það sem skeði í Þýzkalandi um vorið var ekki áhrifalaust gagnvart ákvörðun Musso- linis, þegar hann sendi her til Abessiníu um haustiö. Hann reiknaði með því, aö Frakkland og Bi’etland hefðu meiri áhuga en svo fyrir því, sem gerðist handan Rínar og Norðursjávar, að þau færu að skipta sér af því, hvað hann tæki sér fyi’ir suð- ur í Afríku. Nú vildi Italía bæði hefna hins smánarlega ósigurs við Adua 1896 og skapa italskt keisaradæmi. Með flugvélum, sprengjum og eiturgasi, framúrskarandi tækni verkfræðinga og óviðjafnanlegum hernaðardugnaði tókst Itölum að bæla nið-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.