Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 22
122 HEIMILISBLAÐIÐ strýktur, böðulinn, og fólkið, s.em umhverf- is stóð. Hann sá fyrir sér hlekkina, glæpa- mennina, öU hin tuttugu og sex fangelsis- ár sín, og elli sína, er hafði vitjað hans, um aldur fram. Umhugsun alls þessa olli hon- um þvílíks nugarangurs, að hann var reiðu- búinn til að fremja sjálfsmorð. Og allt er þetta meðferð, sem varmenn- um er ætluð! hugsaði Aksionov. Og reiði hans gegn Makar Semyonich varð svo mik- il, að hann þyrsti eftir hefnd, jafnvel þótt hún yrði þess valdandi, að varpa, lionum sjálfum í glötun. Hann endurtók bænir sín- ar sifellt alla nóttina, en gat ekki hlotið neinn frið. Á daginn forðaðist hann Makar Semyonich sem mestí hann mátti og leit ekki einu sinni við honum. Þannig leið hálfur mánuður. Aksionov gat: ekki fest svefn um nætur. Hann var svo vesæll, að hann vissi eigi, hvað hann átti af sér að gera. Nótt eina, þegar hann var á ferli um fangelsið, veitti hann athygli mold undir einni hillunni, er fangarnir sváfu á. Hann nam staðar til að aðgæ'ta þetta. Skyndilega skreið Makar Semyonich undan hillunni og leit skelfdur á Aksionov. Aksionov freisti þess að halda för sinni áfram, án þess að líta við honum, en Makar greip hendi hans. Hann kvaðst hafa grafið göng undir vegg- inn. Moldina sagðist hann láta í hástígvéi sín og losa hana daglega á veginum,, þegar fangarnir færu til vinnu sinnar., »Halt.u þessu bara leyndu, og þú munt líka komast burtu. Ef þú ljóstrar þessu upp, munu þeir húðstrýkja mig til bana, en ég mun clrepa þig fyrri. Aksionov skalf af reiði, þegar hann leit á óvin sinn. Hann dró hendina að sér og mælti: »Eg hefi enga löngun til að flýja. Og þú munt ekki hafa nein not þess að sviíta mig lífinu. Þú drapst mig fyrir löngu síð- an! Og hvort ég segi ’til þín eða ekki fer eftir boðun Guðs«. Daginn eftjr, þegar fangarnir héldu tii vinnu sinnar, veittu hermennirnir, sem fylgdust með þeim, því athygli, að einhver þeirra losaði molcl úr stígvélum sínum. Fangelsið var rannsakað, og göngin fund- ust. Fangelsiisstjórinn kom og yfirheyrði alla fangana til þess að komast (að því, hver hefði grafið göngin. Allir neituðu því, að þeir væru neitt, við þau riðnir. Sá eini, sem var sannleikanum kunnur, vildi ekki koma upp um Makar Semyonich, þar er hann vissi, að hann myndi verða húðstrýkt- ur nær því til bana. Að lokum sneri fang- elsisstjórinn sér að Aksionov, sem hann vissi að var vandaður maður, og mælti: »Þú ert sannorður og gamall maður. — Segðu mér fyrir augliti Guðs, hver gróf göngin«. Makar Semyonich stóð álengdar og virt- ist ekki búa yfir neinum kvíða. Hann horfði á fangelsisstjórann og virti Aksionov ekki einu sinni viðlits. Varir og hendur Aksioi- novs, titruðu, og um hríð gat hann ekki komið upp orði. Hann hugsaði með sjálf- um sér: »Hví skyldi ég halda hlífðarskildi yfir honum, sem eyðilagði líf mitt — Hví ekki að láta hann gjalda þess, sem ég hefi orðið að þola? En ef ég ljóstra upp um hann, munu þeir sennilega húðstrýkja hann til bana. Og ef til vill hefi ég hann fyrir rangri sök. Og hvaða gagn yrði mér að því, þegar allt kemur til alls?« »Jæja, gamli maður«, endurtók fangels- isstjórinn. »Segðu mér sannleikann. Hver liefir verið að grafa undir vegginn?« Aksionov leit. á Makar Semyonich og mælti: »Eg get ekki leyst úr þessari spurn- ingu yðar. Það er ekki vilji Guðs, að ég segi yður það. Gerið við mig, hvað sem yður sýnist, Ég er á yðar valcli«. Hvernig sem fangelsisstjórinn reyndi, var Aksionov ófáanlegur til að s,egja neitt frekar. Þar með varð málið að falla niður. Þessa nótt, þegar Aksic>nov lá í rúmfleti sínu og var einmitt í þa,nn veginn að festa blund, kom einhver hljóðlega og settist, hjá honum. Hann starði gegnum myrkrið og sá, að aðkomumaðurinn var Makar. »Hvers ætlast, þú af mér?« s,purði Aksi- onov. »Hvers vegna hefir þú komið?« Makar Semyonich var hljcður. Þá leit Aksionov upp og mælti: »Hvað vilt þú? Farðu burtu, eða ég kalla á vörðinn«. Makar Semyonich laut yfir Aksionov og hvíslaði: »Ivan Dmitrich, fyrirgefðu mér!« »Fyrirgefa þér hvað?« spurði Aksionov. »Það var ég, sem myrti kaupmanninn og faldi hnífinn meðal hluta þinna. Ég ætlaði einnig að ráða þér bana. En ég heyrði háreysti að utan, svoi að ég faldi hnífinn í poka þínum og flýði út urn glugg- ann«. Aksionov var hljóður og vissi eigi, hvað segja skyldi. Makar Semyonich féll á kné. »Ivan Dmit,rich«, sagði hann, »fyrirgefðu ‘ mér! — Fyrirgefðu mér í Guðs nafni! Ég skal meðganga það, að ég hafi myrt kaup-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.