Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 46

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 46
146 HEIMíILISBLAÐIÐ nauðsynleg, ef búskapur Evrópu átti aft- ur að komast á réttan kjöl.. Næstu árin eftir 1923 urðu j)á hin frið- sömu í sögu Evrópu, mótuð af heiðarleg- um vilja til skilnings og sátta meðal þjóö- anna. Árið 1924 heppnaðist í London að koma bráðabirgðaskipulagi á skaðabótagreiðslu Þýzkalands. Árið eftir komu þremenning- arnir Briand, Chamberlain og Stresemann saman í borginni Locarno og urðu ásáttir um hinn svonefnda Rínarsamning. Þar með var brautin rudd fyrir upptöku Þýzkalands í Þjóðabandalagið haustið 1926. Það var þegar Briand bauð Strese- mann velkominn með hinum frægu oi'ðum: »Friður fyrir Þýzkaland og Frakkland, það þýðir að vér höfum lokið hinni löngu braut blóðugrar baráttu, sem hefur flekk- að blöð sögunnar. Vér erum lausir við svarta sorgarblæju jjjáninganna, sem aldr- ei er hægt að afplána og þau stríð, þar sem blóðugar grimmdaraðferðir hafa skor- ið úr þrætum vorum«. I þessum anda var gengið skref fyrir skref. Árið 1930 var dregið úr upphæðum þeim, sem Þjóðverjar áttu að greiða í skaðabætur, og sama ár hurfu síðustu fylk- ingar bandamanna fimm árum áður en ákveðið hafði verið, af þeim stöðvum í Þýzkalandi, sem setulið hafði aðsetur sið- an 1919^ Sættirnar milli Þýzkalands og andstæðinganna náðu stöðugt dýpri tök- um og meiri árangri. Sömuleiðis óx Þjóðabandalagið að áhrif- um og virðingu. Því heppnaðist árið 1925 að koma í veg fytir stríð það, sem hafiö var á Balkan- skaganum. 1 landamæraskærum var grískur lög- regluþjónn drepinn á búlgörsku landsvæði. Til hefndar fóru grískar hersveitir inn í Búlgaríu, skutu á þorp og særðu og drápu um 50 Búlgara. Allt var nú undirbúið til styrjaldar milli hinna keppandi valdhafa. En Þjóðabandalagið lét til sín taka, rann- sakaði máliö og úrskurðaði Grikkland hið seka. Það varð að greiða Búlgörum 30 millj- ónir leva í skaðabætur. öll þessi viðleitni, til þess að tryggja friðinn og auka öryggið meðal þjóðanna náði hátindi sínum með Kelloggs-samningnum, sem nefndur er eftir þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Samningur þessi var undirritaður í París 1928 af utanríkismálaráðherrum stórveldanna, og á næstu árum samþykktu meira en 60 þjóðir jarðarinnar j)etta merki- lega skjal. Með hátíðlegu oröalagi for- dæmdi Kelloggs-samningurinn allan árás- arhernað og skuldbatt undirritaða til |)ess, að nota einungis friðsamlegar aðferðir, tjl j)ess að jafna deilur þær, sem upp kynnu að koma. Það var þannig mikið, sem gaf bjartsýn- ismönnum trú á að nýir tímar væru í vænd- um. En þeir höfðu tilhneigingu til að láta sér sjást yfir, að jafnvel á þessum blóma- tíma Þjóðabandalagsins, j)egar utanríkis- málaráðherrar stórveldanna set-tvu innsigli sín á haglega skráða friðarsamninga stóðu dyr Janusmusterisins allt af opnar, sem egg'jun til allra bjartsýnismanna og hug- sjónamanna. Sannleikurinn var sá, að meðan Evrópa var komin í kyrrð eftir umrót heimsstyrj- aldarinnar, stóðu aðrir heimshlutar í ófrið- arloga, jafnvel við bakdyr Norðurálfunn- ar. í Marokko hafði hinn hrausti Berba- höfðingi, Abdel-Krim, fært Spánverjum nokkra ægilega ósigra skömrnu eftir 1920. Hvattur af sigursæld sinni snerist hann gegn franska Marokko og komst raunveru- lega langt inn í landið áður en hægt var að senda hjálparlið, sem nægði. Jafnvel hinir stríðsvönu Frakkar áttu fullt í fangi með að vinna bug á Abdel-Krim, en það tókst þó að lokum. Og hann var fluttur til heiðarlegrar dvalar á einni af frönsku eyj- unum í Indlandshafi. Parísarbúar gátu því haldið Bastilledaginn 1926 hátíðlegan, sem sigurhátíð herferðarinnar í Marokko. Meðan Abdel-Krim olli Frökkum alvar- legrar umhugsunar 1925 við vesturhluta Miðjarðarhafs fundu heiðnu Drusa-ætt-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.