Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 39

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 39
HEIMILISBLAÐIÐ 139 -----.i- - -.-.- Hringur drottningarinnar af Saba Skáidsaga eftir H. Rider Haggard 8. kap. Þyngir í lof ti. Vér vorum lengi að ríða yfir skarðið, sem liggur upp að Múr-hásléttunni, og sú för var að sínu leyti næsta furðuleg. Eg efast annars úm, að nokkursstaðar sé mannabyggð í víðri veröld dásamlegar var- in af náttúrunnar hendi. Vegurinn, sem vér riðum upp eftir var sýnilega ekki gerð- ur af mannahöndum, heldui’ árfarvegur frá fyrri öldum. Pær ár höfðu ef til vili fallið úr hinu afarvíða vatni, sem vafalaust hefir legið yfir allri slétjfcunni innan fjalla^ girðingarinnar, þótt nú sé það orðið smá- vatn edtt, þrjár mílur enskar á lengd og ein á breidd. En hvað sem um þetta er, þá hafa þó fyrri tíma menn unnið að þeim vegi; merkin eftir verkfærin þeirra má sjá á klettunum. Fyrstu kílómetrana er vegurinn breiður og svoi aflíðandi, að hesturinn minn gat brokkað þar á þeirri skelfingarnótt, er ég flýði og komst undan Fúngum, eftir það er ég hafði hitt son minn. En er þangaö er komið, sem ljónin rifu í sig veslings klár- inn minn, þá breytir hann útliti. Sumstað- ar er hann þá svo þröngur, að ferðamenn verða. að ganga hver á eftir öðrum, milli mörg hundruð feta hárra hamraveggja. Himininn er þá eins. og blátt band yfir höfði manns, og niðdimmt á veginum um hábjartan daginn. Auk þessara tálmana eru líka hlið, ram- ger mjög, með ákveðnu millibili og varð- turn hjá hverju þeirra; er þar vörður hald- inn daga og nætur; þar eru líka kastala- díki, sem eigi verður komist yfir, nema á vindubrúm. Af þessu má skilja, að 1» að Abatíar séu heiglar, þá tókst Fungum ekki, þó að þeir sæktu á árum saman, að ná þessu gamla hamravígi aftur úr höndum þeirra. En oss er sagt, að þessu vígi hafi Abatíar séu heiglar, þá tókst Fúngum ekki, með austurlenzkum brögðum. Það er ekki hægt að segja, að vér sem riðum í miðið, værum kátt föruneyti. Pó að Orme hefði haldið sér uppi til þessa, þá var hann þó allt af veill eftir spreng- inguna; urðu tveir að ríða, sinn til hvorr- ar handar honum, til að gæta þess að hann félli ekki af baki. Hann var líka mjög nið- urdreginn út. af því, að vér höfðum orðið að skilja Higgins eftir, og eigi annað fyrir að sjá, en að hans biði óhjákvæmilega grimmilegur dauðdagi. Og hafi hann tekið sér það svo nærri, þá má geta nærri hvern- ig mér hafi verið innanbrjósts; ég hafði ekki aðeins gefið þenna vin minn, heldur og son minn í hendur þessara viltu heið- ingja. Vér gátum ekki séð framan í Maquedu, sakir slæðunnar; en af yfirbragði hennar mátti ráða, að inni fyrir byggi sneypa og örvænting. Hún hengdi höfuðið niður og var bogin í baki. Ég hygg líka, að hún hafi verið kvíðafullust út af Orme, því að hún sneri sér margsinnis. við til að gá að hvern- ig honum liði. Ég er líka viss um, að hún var sárgröm við Jósúa og fleiri herforingja sína, því að ef þeir yrtu á hana, svaraði hún ekki, eða lét sem hún sæi þá ekki, held- ur reisti sig í söðlinum í hvert skipti. En af prinsinum er það að segja, að hann virt- ist vera æstur í skapi, þótt hann hefði aug- sýnilega náð sér eftir hryggjarmeiðslið, sem hamlaði hcvnum frá að taka hólmstefnu soldánsins. Hann steig sem sé af baki á einum stað, þar sem vegurinn var klungr- óttur og hljóp í spretti spottakorn. Og ef einhver undirmanna hans yrti á hann, þá bölvaði hann í hljóði. Og framkoma hans við okkur Englendingana, rar Kvik sérstak- lega, var ekki næsta elskuleg. Ef öndótt augu hefðu getað drepið, þá er ég viss um að hann hefði verið búinn að drepa okkur alla, áður en við kæmum að hliði Múr- borgar. Og loks komum við að þessu svo nefnda hliði; vqru það hinar efri dyr að skarðinu, og þaðan sáum við svo fjallkringda slétt- una undir fótum okkar. Hún var fögur yf- ir að líta. Næstum því beint niður undar fótum okkar sáum við borgina með flat- þekjuhúsum, og var þó að hálíu leyti hul- in af pálmatrjám ag öðrum trjám. Bórgin var allstór ummáls, því að aldingarður var umhverfis öll hin meiri háttar hús. Bak við borgina að norðan lá hin hugnæma strönd hins blikandi stöðuvatns svo langt sem augað eygði, og blómlegir akrar og' sum- ar&ústaðir og Ix»rp á strjálingi.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.