Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 14
114 HEIMILISBLAÐIÐ f MÓÐURSTARFIÐ--------------------------j I Ræða eftir séra Gunnar Árnason frá Skiitusttiðuin 1. Sam. 1, 21—28. Sag'an af Hönnu er einhver fegursta og hugstæðasta frásagan í Gamla Testament- inu, að mér finnst. Pað er sag'a móðurinn- ar. Saga góðrar móður eins og hún gerist bezt, en gerist þó svo óteljandi víða um allar jarðir. Ekkert hafði Hanna þráð heitar en aö eignast barn, enda liggur bæði sú þrá í eðli konunnar, og svo var það talin hin mesta smán giftrar konu meðal Gyðinga, að vera óbyrja. Því bað Hanna. Drottinn þess svo heitt og ákaft að gefa sér son. En þegar hún fékk þrá sinni fullnægt, og hún vafði sæl soninn að brjósti sér, þá sleit hún hann svo að segja jafnskjótt- frá sér aftur, til þess að gefa Guði hann. Hún hoirfði ekki í að fórna því, sem henni hlaut að vera kærast í heiminum, lífinu með syn- inum, til þess að hann gæti náð því hæsta marki, sem hún gat, hugsað sér — verið sannkallaður guðsmaður. Saga sannrar móður felst í þessum tveim setningum: Barnið er henni allt. Og það er ekkert til á hennar valdi, sem hún vill ekki fórna fyrir barnið. Þaðan 'er líka kominn hinn mikli mátt- ur móðurinnar yfir barnmu — vald kær- leikans, sterkasta aflið í heimi. Og þess vegna er svo mikilsvert hvernig því er beitt. Það er um þetta — móðuráhrifin, sem ég ætla að tala að þessu sinni. Síðasta öld og byrjun þessarar var hin mikla frelsisöld. Ein af þeim frelsishreyf- ingum sem þá hófust, og ruddu sér braut til sigurs var kvenfrelsishreyfingin, Því má nú að vísu ekki gleyma að krist- *indómurinn hefir þegar frá fornu fari vald- ið aldahvörfum að því er snertir afstöðu konunnar í þjóðfélaginu, eins og í flestum öðrum efnum. Andi kristindómsins felur það í sér, að hinn heiðinglegi hugsunarhátt- ur, að konan sé að einhverju leyti óæðri vera en karlmaðurinn, er útilokuð í kristnu landi. Sál konunnar er jafn dýrmæt og hæf til eilífs lífs og' sál mannslns. En þrátt fyr- ir það hefir það lengst af viðgengist inn- an kristninnar, að verksvið konunnar hefir verið all takmarkað, og óneitanlega al- mennt verið lögð áherzla á að maðurinn væri höfuð konunnar. Þeim dómi hafa kvenfrelsiskonurnar viljað af sér hrinda, og krafizt fulls þjóðfélagsiegs jafnréttis við karlmenn og þar á meðal þess að kon- ur mættu skipa allar stöður. Vér íslend- ingar eigum heiðurinn af því frjálslyndi, að hafa þjóða fyrstir látið undan slíkum kröfum kvenþjóðarinnar, en annars má fullyrða, að heimsstyrjöldin síðasta hafi hér algerlega tekið steininn úr. Þá knúði neyðin stjórnirnar beinlínis til að fela kon- um öll möguleg störf í hendur, er karlmenn höfðu áður farið með. Og er reynslan sýndi að þær voru yfirleitt engu síður til þess fallnar, þá hefir síðan fæstum komið til hugar, að svipta þær réttinum til þeirra — þ. e. a. s. hér í álfu. Nú er það f jarri mér að harma að svona er komið, að við karlmennirnir verðum að sætta okkur við, að líta á konurnar sem jafningja okkar, og hlutgengar til hvers sem vera skal. En hinsvegar er ég, ásamt mörgum, enn þeirrar skoðunar, að verka- skifting karla og kvenna sé jafnvel eðli- legri og sjálfsagðari en sumir gera sér nu grein fyrir — og því líkindi til að hún hald- ist að miklu leyti um allar aldir. Annað ætla, ég þó sérstaklega að taka fram og leggja áherzlu á í þessu sambandi. Vinningur konunnar, að því er snertir áhrifavald í þjóðfélaginu er ekki eins mik- ill og sýnist í fyrstu, þó þeim standi nú opin leið til allra iðna og embætta — vegna þess, að þær hafa raunar allt af haft miklu

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.