Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 36
136 HEIMILISBLAÐIÐ konu hans. Þykir M. Þ. mega ráoa þetta af letri á fótstalli krcssins. Á norðurvegg kirkjunnar gegnt fi'úar- dyrum hangir annað krossmark. Líkneaki Krists er þar í fullri líkamsstærð. Krists- myndin ber þyrnikórónu og mittisskýlu grænni er rnyndin sveipuð. Úr síðusári, naglaförum og undan þyrnikórónu Krists er sem streymi blóð. Mynd þessi þykir ágætlega gerð og hefir mörgum þótt hún áhrifamikil, er séð bafa hana í fyrsta sinn, enda þarf skamma fjarlægð til þess að tæp- lega verði annað greint, en að þar-na sé deyjandi maður. Á prédikunarstólinn eru málaðar mynd- ir guðspjallamannanna. Öhætt mun að full- yrða, að stóll þessi hafi verið í kirkjunni frá upphafi. Á hann að hafa. verið sendur frá Kaupmannahöfn, er kirkjan var reist. Á kórveggnum hanga tvær myndir, gerð- ar af tré. Myndin á syðri veggnum er af Kristjáni konungi VI. og drottningu hans. En á norðurveggnum er stórt spjald málað og útskorið. Á spjaldið er letruð grafskrift Ingibjargar Benediktsdóttur, miðkonu Gísla biskups Þorlákssonar. Þrjár myndir fylgja spjaldinu. Eru tvær þeirra engla- myndir, sín til hvorrar hliðar, en undir spjaldinu virðist vera. konumynd. Ljósa- hjálmar þrír eru í kirkjunni úr kopar, forn- ir gripir og allmerkir. Stærsti hjálmurinn er í kórnum og ber 20 kerti. Á honum er nafn Jóns Vigfússonar biskups. Ekkja hans gaf kirkjunni hjálminn. Hann er því síð- an í lok 17. aldar. Kirkjan á silfurkaleik gylltan og silfur- dósir. Gripir þessir eru allveglegir, en ekki verður sagt með vissu, hve gamlir þeir eru. Steinaltari mikið er í Hólakirkju og hefir eflaust verið þar síðan hún var byggð, en vera má að það sé miklu eldra. Dr. G. J. telur ekki ólíklegt, að þetta geti verið altari Auðunar biskups rauða. Ljósastjakar 4 eru á altarinu, úr kopar. Á þeim stjakanum, sem mestur er og veglegastur, er .rituð sögr. um það, að Gísli biskup Þorláksson hafi gefið hann kirkjunni árið 1679. 1 kórnum, framan við gráturnar, er skírnarfóntur, höggvinn úr steini. Hann stendur á steinfæti, er gerður hefir verið, þá er skírnarfonturinn var færður 1886. Áður stóð hann í framkirkju, við norður- vegg, gegnt frúardyrum. Skírnarfontur þessi er gerðui' af Guðmundi Guðmunds- syni, bónda í Bjarnarstaðahlíö. Nafn smiðs- ins er letrað á steininn og sagt, aö hann hafi verið höggvinn eftir ósk Gísla Þorláks- sonar biskups. Þar er og ártalið 1674. Á skírnarskálina er höggvið upphleypt letur, rósir og myndir. Þar er mynd af umskurði Krists og skírn hans. Kristur er að stíga upp úr vatninu og geislar af persónu hans, en tákn heilags anda, í líki dúfunnar, svíf- ur yfir höfði meistarans. Þar er mynd Jó- hannesar skírara til annarar handar, en hinsvegar engilmynd. Fleiri myndir eru á skírnarskálinni. En á börmum hennar er skráð: »Leyfið börnunum til mín að koma og' bannið þeim það eigi, því að þvílíkra er guðs ríki«. Skírnarfontur þessi þykir prýði- lega gerður og ,má því kallast hinn merki- legasti gripur«. »Altarisbrík mikil og merk er í kirkjunni. Hún er í þremur hlutum. Miðhlutinn tek- ur yfir helming af stærð hennar, en væng- ir tveir eru tengdir við miðhlulta töflunnar og mynda þeir samanlagt helming af flat- armáli hennar. Vængir þessir leika á hjör- um og má því hafa töfluna hvort er vill opna eða lokaða. Ef taflan er lokuð, verð- ur hún hæst í miðjunni og hæð hennar þar 23|4 álnar. En sé taflan opnuð, svo sem verða má, er breidd hennar 5i alin. Á miðhluta töflunnar er sýnd krossfest- ingin á Gclgata. Efst ber krossinn Krists, en krossar ræningjanna eru lítið eitt lægri. Englamyndir 3 fylgja krossfestingunni og halda þeir allir á bikurum. Englarnir eru sinn til hvorrar handar Kristi, en sá þriðji við fætur hans. Er sem drjúpi blóð af lík- ama Krists í bikar engilsins. Kristur er liðinn, en handleggir og fótleg'gir ræningj- anna brotnir og styeymir blóð úr sárum þeirra. Yfir höfðum ræningjanna sjást barnamyndir, örlitlar, er misfagrar verur halda á. Talið er, að barnamyndirnar eigi að tákna sálir ræningjanna, er verur þess- ar taka á móti. Undir krossfestingunni eru ríðandi hermenn. Þeir eru í skrautklæðum undir brynjum sinum og sverðum girtir. Einn þeirra heldur á longu spjóti og nem- ur oddur þess, upp á móts við brjóst Krists. Konumyndirnar fjórar sjást við kroesinn, ein þeirra krýpur og heldur um krosstréð. Hjá henni stendur kona, og er hún studd af karlmanni, virðist hann varna því, að hún hnígi niður. Bak við krossfestinguna sjást mynda- flokkar, sem ekki er talið að heyri henni til. Þykir sennilega til getið, að riddarar

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.