Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÐ 113 ríkiserfing'jann, Franz Ferdinand c.g konu hans í Serajevo, höfuðborg hinnar innlim- uðu Bosníu. Þau voru á eftirlitsferð í skatt- landinu. Valdhafarnir í Wien tryggðu sér samhykki bandamanna sinna til öflugra andmæla gegn Serbíu. Land þetta skyldi annað hvart lag't undir eða auðmýkjast. svo gersamlega, að það legði niður alla valdadrauma. Annars reiknuðu Austur- ríkismenn með því að styrjöld yrði tak- mörkuð aðeins milli þeirra og Serbíu, nokk- urskonar reikningsskil, ef þeir aðeins gengju fram með nægilegri festu og Þýzka- land héldi Rússum í skefjum. En útreikn- ingarnir brugðust. Rússar voru nú sterk- ari en 1908, þegar innlimun Bosníu fór fram. Þeir vildu ekki láta hina serbnesku frændþjóð vei’ða að lúta, c.g Austurríki ná yfirtökum á Balkan. Þegar Austurríki sagði Serbum stríð á hendur, buðu Rússar út hinum óviðjafn- anlega her sínum. Þetta áleit Þýzkaland ógnun gagnvart sér og orsök til styrjaldar. Sem svar lýsti það yfir stríði á hendur Rússum 1. ágúst 1914 og 3. ágúst Frakk- landi sömuleiðis, sem bandalagsþjóð Rússa. Af því að þýzka herforingjaráðið áleit, að einasti möguleiki Þýzkalands, í styrjöld á tvo vegu, væri að það fyrst um sinn héldi sér í varnaraðstöðu að austan, meðan það slægi Frakkland niður með leiftursókn á vesturvígstöðvunum, brauzt þýzki herinn á tvo vegu VEéri, að það fyrst um sinn héldi hátt norðurlandamærum Frakklands, sem voru ver víggirt. Þessi beina ógnun gegn öryggi Englands og hið augljósa brot á samningstrygg'ðu hlutleysi Belgíu, fékk að síðustu hina hik- andi ensku stjórn til þess að taka ákvörð- un. Nóttina milli 4. og 5. ágúst kastaði brezka heimsveldið sverði sínu á hinar óvissu metaskálar örlaganna. Striðið var orðið heimsstyrjöld. ★ I meira en 4í ár geisaði styrjöldin. Land eftir land var dregið inn í hinn blóðuga hildarleik, sum með miðveldunum, önnur með bandamönnum. Samt réði það úrslit- um, að Bandaríki Norður-Ameríku gengu í lið með óvinum Þýzkalands 6. apríl 1917. Milljónaher Bandaríkjanna, hinn mikli flc.ti og yfirfljótanlegu birgðir, færðu bandamönnum slíkan styrk og siðferðilegt sjálfstraust, að þeim tókst að koma Þjóð- verjum á kné. Eh áður en það tækist hafði styrjöldin geisað í þremur heimshlutum og' á sjö höfum. í Þýzkalandi höfðu þrettán milljónir verið kallaðar í herinn, í Austur- ríki og Ung-verjalandi níu milljónir, en 9i milljón Englendinga. og 8 milljónir Frakka, 19 milljónir Rússa, 5.1 millj. Itaia o.g nærri 4 millj. Ameríkumanna. Þar við bættust mörg hundruð þúsund manna, sem önnur lönd höfðu smátt og smátt látið af mörk- um. Heimsstyrjöldin er hvorki lengsta stríðið né það, sem mest hefir eyðilagt, af þeim styrjöldum, sem mannkynssagan get- ur um. Á báðum þessum sviðum stenzt þrjátíu ára stríðið fyllilega. samkeppnina. En aldrei fyrr hefir nokkurt stríð haft slík áhrif á daglegt líf þjóðanna. Það var ekki einungis að kenna þeim skorti, sem hafn- bann Englendinga og hinn ótakmarkaði kafbátahernaður Þjóðverja olli, en fyrst og' fremst því, að þörf hernaðarvélanna, sem aldrei varð fullnægt, knúði allt. vinnu- fært fólk hernaðarlandanna til starfa við framleiðslu eða styrjaldariðnað. Sérstak- lega urðu konurnar að hverfa frá heimil- unum meira en nokkru sinni fyrr. Það varð ekki sízt ástæða. til framfara í jafnrétti karla o.g kvenna bæði félagslega og menn- ingarlega. Heimsstyrjöldin var frábrugðin öðrum styrjöldum á næstum öllum sviðum. Þær urðu sem ekkert miðað við þau öfl, sem nú voru sett að verki. Aldrei íyrr hafði hin efnislega tækni haft svo voldugt hlutverk að rækja. Hin ægilega barátta varð jafnframt einvígi u.m, hvor aðilinn yrði slyngari í að framleiða skothylki, flugvélar, fallbyssur, sprengi- kúlur, verzlunarskip, neðansjávarbáta og Frh. á bls. 144.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.