Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 41

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 41
HBIMILISBLAÐIÐ 141 Þeasari kurteislegu glettni hennar reidd- isft Jdsúa svo, að hann fölnaði upp. En ád- ur en hann kæmi upp orði, var Maqueda horfin. inn undir hlið-hvelfinguna., Hann hafði þá ekki annað ráð en að láta skamm- irnar dynja yfir okkur og þá einkum Kvik, sem var valdur að því, að hann datt af baki. Til allrar óhamingju skildi Kvik s.vo mikið í arabisku, að hann gat gripið þráð- inn í skömmum Jósúa, og lét hann hafa það aftur óþvegið. »Og haltu þér saman, skjaldbakan þín«, hrópaði hann upp, »og reyndu að halda glyrnunum þar sem eiga heima af náttúr- unnar hendi, annars detta þær bráðum út úr hausnum á þér!« »Hvað segir heiðinginn?« spurði Jósúa æfur. Þá vaknaði Orme af dválanum og svaraði á arabisku: »Hann beiðist þess af þér, þú prins, allra prinsa, að þú lokir hágöfugum munni þín- um, og haldir þfnum háeðlu glyrnum í sín- um réttu tóftum, svo þú týnir þeim ekki«. Þá skellihlóu allir viðstaddir, því Abatí- ar hafa ágætt skyn á fyndni. Eftir þetta vissi ég ekki almennilega hvað gerðist, þvi að Orme lá við svima svo greinilega, að ég mátti til að taka hann að mér, þegar ég svo aftur leit upp, þá sá ég að hliðið var lokað og hópur þjóna í marglitum búning- um var á leið til gestaálmunnar með okkur. Þeir fóru með okkur til herbergja okkar; þau voru svöl og loftgóð. Veggir cg þak var klætt glerjuðum steinum í mörgum lit ■ um og myndum. Annars var fátt um her- bergisgögn, en þau voru úr tré og öll út- skorin. Þessi gestaálma hallarinnar var hús út af fyrir sig, með sérstökum inngangi, og að svo miklu leyti sem við gátum séð, þá stóð þessi bygging ekki í neinu sam- bandi við höllina sjálfa. Fram undan henni lá lítill aldingarður og á bak við var húsa- gayður og í honum smáhýsi og þar voru úlfaldar okkar geymdir, að því er okkur var sagt. Svo sáum við ekki meira að sinni því að nóttin var að detta á og svo vorum við líka allt of þreyttir til að gera fleiri rannsóknir að sinni. Við þetta bættist svo, að Orme var sjúk- ur, svo af sér genginn, að hann gat varla á fótunum staðið. En samt sem áður var ómögulegt að fá hann til að vera rólegan fyrr en hann vissi, að allt sem okkur snerti væri komið í lag. Og ekki gátum við fengið hann til að ganga til rekkju fyrr en við værum búnir að hjálpa honum að hvelf- ingu nokkurri með eirslegnum hurðum fyr- ir, sem hermennirnir opnuðu fyrir okkur. Þar sáum við farangurinn, sem úlfaldar okkar höfðu borið. »Teldu það allt, Kvik«, sagði Orme. Og Kvik gerði það við skímu frá smálampa, sem herforinginn hélt. á í dyragættinni. »Allt í lagi, að svo miklu leyti sem ég get séð«, sagði Kvik. »Gott og vel, lokaðu svo dyrunum og hafðu lykilinn með þér«, mælti Orme í skip- unarrómi. Kvik hlýddi á ný. En er herforinginn var tregur til að fá honum lykilinn, leit Kvik svo reiðilega á hann, að hann þorði ekki annað en afhenda honum lykilinn, en yppti þó öxlum um leið. Ég hygg að hann hafi svo. farið til yfirmanna sinna til að skýra þeim frá þessu. Að svo mæltu fengurn við svo Orme loks- insi til að ganga til náða. Hann kvartaði um óþolandi kvalir í höfðinu o.g vildi einsk- is neyta, nema lítils eins af mjólk og vatni. En þegar ég var búinn að ganga úr skugga um, að honum var einskis vant alvarlega að öðru, leyti, þá gaf ég honum bara kröft- ugt svefnlyf. Og áður en tuttugu mínútur voru liðnar, hafði það verkað. og' var það okkur öllum mikill léttir. — Hann féll í djúpan dvala, og vaknaði ekki aftur fyrr en eftir margar stundir. Tvisvar þá nótt og snemma morguninn eftir sendi Maqueda til að vita, hvernig honum liði. Og þar eð hún var ekki ánægð með þær fregnir, sem hún fékk af honum, þá kom hún sjálf kl. 10 árdegis og tvær þernur með henni og gamall karl siðskeggj- aður, og þóttist ég þegar vita, að það væri líflæknir hennar. »Má ég fá að sjá hann«, spurði hún kvíða- full. Ég leyfði henni það, með því skilyrði þó, að ekkert þeirra yrði hið minnsta órólegt. Eg vísaði þeim svo inn í hálfrökkvað her- bergi; þar stóð Kvik eins og líkneski við annan endann á rúminu og tók þegjandi kveðju þeirra. Hún starði á ásjónu Olivers rjóða af hitasótt og sá hversu gasið frá sprengjunni hafði sett sín merki á enni hans. Og er hún starði á hann, sá ég að fjólubláu, yndislegu augun hennar fylltust. tárum. Síðan sneri hún bráðlega. við og gekk út úr herberginu. Fyrir dyrum úti gaf hún förunautum sínum bendingu. um að fara, og spurði mig í hljóði-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.