Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 9
HEIMILISBLAÐIÐ 109 betri tíma, sem nú væru að renna upp yfir heiminn. En ljóminn brást þátíðarmönn- unum. Vér, sem þekkjum síðari atburði og lítum til baka yfir árin, vitum að tákn ófriðarins, sem duldist innan luktra dyra, var ekki aðgerðalaust. Hinn frægi, þýzki hernaðarsöguritari Clausewitz hefir skrifað, að styrjaldir séu framhald stjórnmálanna. Það er eins hægt að snúa þessu við og segja, að þar sem starfi hershöfðingjanna lýkur taki stjórn- málamennirnir við. Tækin eru önnur, en takmarkið hið sama: Að auka eigin veldi og draga úr þrótti andstæðingsins. Og það, sem skeði hið styrjaldarlausa tímabil, frá 1905—1911, var í rauninni ein- ungis togstreitan í samkeppni stórveld- anna, sem birtist í athöfnum stjórnmála- manna, sem allan tímann höfðu hershöfð- ingjana bíðandi bak við sæti sitt; reiðu- búna til þess að láta sverðið gefa orðunum gildi. í stað þess að öryggi friðarins hefði átt að vaxa ár frá ári, óx togstreitan milli ríkjanna og varð stöðugt hættulegri. Það var raunar friður, en vopnaður friður. Stríðið milli Japana og Rússa fékk geysi- lega þýðingu fyrir sögu næstu ára. Sigur Japana færði þeim ekki einungis Koreu, Port Arthur og áhrif í Mansjúríu, heldur jafnframt foryztuna í Austur-Asíu. Ösigur Rússa leiddi af sér breytingar og byltingar í hinu mikla ríki, en þó heppnaðist að síðustu að bæla allar þessar óeirðir niður. En nú þegar 1905 hafði maður að nafni Trotzky verið einn af foringjum bylt- ingamanna í Péturs- borg og það eldsneyti, sem hrúgað var sam- an á þessum árum, bálaðist síðar upp í þann loga, sem keisaravaldið megnaði ekki að slökkva. , ★ Stjórnmálalega séð hafcfi ósigur Rúss- lands mikil áhrif á framtíðarþróun Ev- rópu. Rússland var í sambandi við Frakk- land og ósigur Rússa þýddi því í rauninni ósigur Frakklands og aukningu á veldi Þjóðverja. Miðveldin, Þýzkaland, Austurríki og Ungverjaland notuðu þess vegna 1905 og næstu ár, til þess að auka veldi sitt og styrkleika með pólitískum framkvæmdum. Þýzkaland leitaðist því við að hindra, hin frönsku áhrif í Marokko og eyðileggja hina vaxandi samvinnu milli Frakklands og Englands, sem árið 1904 var orðið að bandalagi. Austurríki og Ungverjaland noituðu magnleysi Rússa til þess að auka •framgang sinn í hinni arfgengu Balkan- pólitík, sem birtist í því að vinna sér auk- in áhrif í löndunum sunnan ríkja Habs- borgaranna. Árið 1908 voru Bosnia og Herzegovina innlimuð, sem áður höfðu loitið Tyrkjum, og meiri hluti íbúanna voru Slavar. fCínvrrslt liðsforingjaefni á hergöngu.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.