Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 8
108 HEIMILISBLAÐIÐ Hinn 15. október 1904 lagði Roschdetch- wensky sjóliðsforingi af stað frá Kronstadt. Viku síðar hafði floti hans næstum því flækt Rússlandi í stríð við Stóra-Bretland, vegna þess að rússnesku herskipin skutu á enskan togaraflota á Dog'germiðunum í þeirri trú, að það væru japanskir tundur- bátar. Meðan stjórnmálamennirnir sömdu um þetta slysalega atvik héldu Rússar lengra suður og austur. Flotinn skipti sér. Ein flotadeildin fór um Miðjarðarhaf og Suez-skurð. Aðalherinn lagði leið sína suð- ur fyrir Afríku. Að síðustu söfnuðust skip- in aftur saman í Singapore og stefndu svo norður.. Meðan á þessu stóð var Port Arthur unn- in og Vladivostok varð takmark flotans. En í Tsu-shima-sundinu milli Japan og Koreu lá japanski flotinn undir stjórn Togo sjóliðsforingja, og beið þar rússneska hers- ins. 1 hræðilegri orrustu 27. maí 1905 biðu Rússar algeran ósigur fyrir hinum nýtízku hernaðaraðferðum Japana, enda var út- búnaður Rússa að ýmsu leyti úreltur, skip- in gömul og herinn þreyttur eftjr þennan langa leiðangur. Hinn eyðileggjandi ósigur við Tsu-shima slökkti síðasta vonarneist- ann hjá Rússum, um að snúa hernaðar- heppninni sér í hag. En Japanir voru nú líka ákveðnir í því, að fá stríðið á enda kljáð. Fjármál þeirra voru á heljarþröminni og máttu ekki viö áframhaldandi hernaðarútgjöldum. Gert var ráð fyrir að stríðið hefði kostað þá 2.2 milljarða í krónutali og 255 þús. fif hermönnum þeirra voru fallnir, særðir eða horfnir. Mannfall Rússa var nokkru minna, eða 218 þús., en kostnaður þeirra nam 2,9 milljarða. Þegar nú báðir aðilar vildu þannig hætta að berjast hepnaðist Theodor Roosevelt for- seta, Bandaríkja Norður-Ameríku, að semja frið í ágúst 1905 í litlu borginni Ports- mouth, sem er á Atlanzhafsströndinni. Rússar urðu nú að undirskrifa samning um að hverfa brott úr Mansjúríu og gefa hana aftur undir ótakmörkuð umráð Kína. Pó héldu Japanir Port Arthur og fengu viðurkennd aðalumráð sín í Koreu, sem varð aðsetur þeirra raunverulega áður en langt um leið. ★ Pegar samning- ur þessi hafði ver- ið undirritaður sumarið 1905 og aftur var hægt að loka hliðum Janus- musterisins urðu það allmörg ár í röð, sem það rnát-ti vera lokað. Eftir því sem þjóðirnar sáu leng- ur friðartáknið, hinn starfsama bónda meö orfið sitt standa við musterið og hvetja til starfa, vaknaði ný von og þær tók að dreyma nm Kínverskí sjúkrahús eflir sprengjuárás.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.