Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 20
120 HEIMILISBLAÐIÐ Segðu1 rnér hvernig þú drapst hann, og hve miklum peningum þú stalst!« Aksionov sór, að hann hefði ekki gert það. Að hann hefði ekki litið kaupmann- inn augum, eftir að þeir drukku teið sam- an. Að hann hefði enga peninga meðferðis, nema átta þúsund rúblur, sem hann ætti sjálfur, og að hann hefði ekkert. með þenn- an hníf að gera. En rödd hans skalf, and- lit hans var náfölt, og hann titraði af ótta, eins og hann væri sekur. Lögreglustjórinn bauð hermönnunum að binda Aksionov og setja hann í sleðann. Þegar þeir bundu fætur hans saman og köstuðu honum í sleðann, gerði Aksionov krossmark fyrir sér og brast í grát. Hanri var sviptur peningum sínum og vörum. Síðan var hann sendur til næstu borgar og varpað þar í fangelsi. Það var spurzt fyrir um mannorð hans í Vladimir. Kaup- mennirnir Oig aðrir íbúar borgarinnar sögðu, að áður fyrr hefði hann verið drykk- felldur og eytt tímanum til ónýtis, en að hann væri góður maður. Síðan hófust rétt- arhöldin. Hann var ákærður fyrir að hafa myrt kaupmann frá Ryazan og rænt hann tuttugu þúsund rúblum. Kona hans, var yfirbuguð af örvæntingu og vissi ekki, hverju hún átti að trúa. Börn hennar voru öll mjög ung, eitt þeirra var enn á brjósti. Hún tók þau öll með sér og ferðaðist, til borgarinnar, þar sem maður hennar dvaldi í fangelsi. — I fyrstu fékk hún ekki leyfi til að sjá hann. En eftir að hafa biðið óaflátanlega langan tíma var henni veitt leyfið og farið með hana á fund hans. Þegar hún sá mann sinn í fanga- búningi og í hlekkjum, meðal þjófa og glæpamanna, hneig hún til jarðar og var frávita um hríð. Þá kallaði hún börnin til sín og settist skammt frá honum. Hún sagði honum fréttir að heiman og spurði hann, hvað fyrir hann hefði komið. Hann sagði henni allt af létta og hún spurði: »Hvað getum við nú gert?« »Við verðum að senda bænaskrá til keis- arans um þao, að saklausum manni verði ekki varpað í glötun«. Kona hans kvaðst hafa sent keisaran- um bænarskrá, en að henni hefði ekki ver- ið gaumur gefinn. Aksionov svaraði eigi, en horfði aöeins til jarðar. Þá sagði kona hans: »Það hlaut að verða fyrir einhverju, að mig dreymdi, að hár þitt hefði gerzt grátt. Þú manst eftir því? Þú hefðir ekki átt'að leggja af stað þenn- an dag«. Og hún sagði um leið og hún strauk fingrum sínum um hár hans: »Elsku Vanya, segðu konunni þinni sannleikann. Var það ekki þú, sem gerðir það?« »Svo að þú grunaðir mig líka!« sagði Aksionov. Og hann fól andlitið í höndum sér og brast í grát. Þá kom hermaður og sagði, að konan og börnin yrðu að fara. Og Aksionov kvaddi fjölskyldu sína í hinzta sinni. Þegar þau voru farin, rifjaði Aksionov upp fyrir sér það, sem sagt hafði verið. Og þegar hann minntist þess, að kona hans hafði einnig grunað hann, sagði hann við sjálfan sig: »Það virðist sva sem Guð einn geti vitað sannleikann. Til hans eins getum við skírskotað málum vorum og af hon- um einum vænzt miskunnar«. Og Aksionov ritaði engar fleiri bæna- skrár. Hann gaf frá sér alla von og gerði aðeins Drottni bæn sína. Aksionov var dæmdur til húðstrýkingar og námuþrælkunar. Síðan var hann húð- strýktur með refsisvipu. Og þegar sárin eftir refsisvipuna voru gróin, var hann sendur til Síberíu með öðrum glæpamönn- um. I tuttugu og sex ár dvaldi Aksionov í Síberíu, sem glæpamaður. Hár hans gerð- ist hvítt sem snær, og skegg hans varð sítt, þunnt og grátt. öll glaðværð hans hvarf. Hann varð álútur, gekk hægum skrefum og sást aldrei hlæja. En hann gerði oft bæn sina Drottni. I fangelsinu lærði Aksionov að smíða stígvél. Með þeirri iðju sinni aflaði hann sér smám saman örlítillar fjárhæðar. Fyr- ir hana keypti hann »Líf dýrðlinganna«. Hann las bók þessa, þegar birtan í fang- elsinu leyfði. Á sunnudögum hlýddi hann á guðsþjónustur í fangelsiskirkjunni og söng í söngflokknum, því að rödd hans var enn fögur. Fangavörðunum féll vel við Aksionov, vegna auðmýktar hans, og meðfangar hans báru virðingu fyrir honum. Þeir kölluðu hann »afa« og »dýrðlinginn«. Þegar þeir vildu biðjast einhvers af vörðunum, gerðu þeir Aksionov ávallt að talsmanni sínum. Og þegar deilur risu meðal fanganna komu þeir til hans til að fá hann til að miðla málum. Aksionov bárust engar fréttir að heim- an. Hann vissi ekki einu sinni hvort kona hans og börn væru enn á lífi.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.