Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 44

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 44
144 HEIMiILISBLAÐIÐ Slríð I fjörutíu ár Framhald frá bls. 113. önnur hernaðartæki. Því að úrslit orrust- anna og örlög herkvíanna voru einmitt þessu háð og því aftur sigur eða ósigur. Þess vegna var heimsstyrjöldin ekki ein- ungis háð meðal herdeildanna í skotgröf'- unum og á herskipunum, heldur einnig rneðal bændanna á ökrunum, verkamann- anna í námunum og verksmiðjunum og húsínæðranna, sem þurftu að láta matvæl- in endast svo sem frekast var unnt. Ein- rnitt af því, að styrjöldin byggðist á efninu. sté það svo brjálæðislega í verði, bæði sem. peningar og mannslíf. Samkvæmt verð- gildi peninga fyrir stríð urðu bein útgjöld til hernaðar 400 milljarðar í krónutali, þó ekki sé reiknað verðmæti þess, sem var eyðilagt. Á vígvöllum og í sjúkrahúsum létu 8V4 milljónir manna lífið, en 20 milljónir sneru beim frá víglínunum limlestir og særðir. Einnig meðal hlutlausra þjóða krafðist styrjöldin sinna fórna bæði í mannslífum og öðrum verðmætum, raunar aðeins lítið samanborið við hernaðarlöndin, en þeim mun þýðingarlausara, þar sem um friðsam- ar þjóðir var aS ræða. Það var sérstaklega Sjóstyrjöldin, sem kom harðast við hlut- lausu löndin. Verst var það fyrir hinn mikla verzlunarflota Noregs. Af honum týndust 829 skip og með þeim 2005 norskir sjómenn. Svfþjóð missti 280 skip og 794 menn og Danmörk 305 skip og 607 manns- líf. — ★ »Og nú á ég að ríða út f. fyrsta skipti, er ekki svo. Komdu nú, Farao«, sagði hann við hundinn, sem allt af hafði legið hjá rúminu hans, meðan hann lá, svo að erfitt veitti, að þoka honum svo langt frá því, að hann gæti fengið mat. »Nú eigum við að fara, og ríða út, Farao! Heyrir þú það, tryggi förunauturinn minn«, Frh. Vonir skotgrafahermannanna um nýjan og betri heim eftir ragnarök styrjaldar- innar uppfylltust ekld meðal stjórnmála- mannanna á friðarráðstefnunni. Þeir voru valdasjúkir raunsæismcnn, sem litu meira á stundarhagsmuni landa sinna, en að lagfæra hlutfalliö og samband- ið milji þjóðanna, samkvæmt áeggjunum hugsjónamannanna. Því miður hafði stjórnvitringurinn, Smuts hershöfðingi frá Suöur-Afríku, rétt fyrir sér, þegar hann skrifar sama daginn, sem hann sjálfur var með að rita undir friðarsamninginn í Versaille: »Loforðið um hið nýja líf, sigur hinna miklu hugsjóna mannkynsins, stendur ekki skrifað í þess- um samningi«. Hálft fimmta ár hafði hið þrautpínda mannkyn séö Janusmusterið opið. Nú von- aði það, þótt samningarnir væru ófull- komnir, að það myndi veroa lokað, pótt ekki væri nema fáein ár, en jafnvel þessi hóg- væra von brást. Blekið var naumast þurrt á undirskrift- um hins hátíðlega samnings, þegar Pól- verjar réðust á hið bolsivikiska Rússland. Þeir höfðu samt vanmetið orku rúss- neska hersins. Hinar rauðu hersveitir lögðu Pólverja algerlega undir og ráku þá alla leið að hliðum Varsjár. Aðeins af því að Frakkar sendu Pólverj- um nokkra úrvalshershöfðingja, og rúss- neska herstjórnin gerði nokkur glappa- skot heppnaðist Pólverjum að snúa stríðs- gæfunni sér í hag. Þeir náðu ekki einungis því, sem þeir höfðu tapað, heldur náðu af Rússum stór- um landssvæðum, þar sem íbúarnir voru ekki pólskir. Það eru héruð Hvít-Rússa og Ukraine, sem Stalin náði aftur frá Pól- verjum í september 1939. Pólverjar höfðu ráðizt á Rússa, af þvi að þeir álitu, að bolsévikkar hefðu meira en nóg að gera við að verjast »hvíta hern- um«, sem síðan 1918 geistdst fram frá Svartahafi, með stuðningi Englendinga og Frakka. En Moskvastjórninni heppnaðist

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.