Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 40

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 40
140 HEIMíILISBLAÐIÐ Hvað sem annars má Abatíum til for- áttu finna, þá eru þeir auðsjáanlega dug- legir bændur, eins og forfeður þeirra, hin- ir fornu Júdeu-bygg'jar. Og það þótti þeim varða mest. af öllu, að eiga. land til rækt- unar. Sá var mestur meðal þeir-ra, sem átti víðastar lendur. Sá, sem bjó á kotskækli var smábóndi, en sá sem enga jörð átti var blátt áfram þræll. Aðalþáttur laga þeirra var jarðeignaþátturinn. Metorðagirnd þeirra og glæpir þeirra voru í nánu sam- bandi við jarðeignir þeirra; lifðu þeir af afurðum jarða sinna og auðguðust á vöru- skiptum, því að peninga áttu þeir enga. Peir borg.uðu með ákveðnum mæli korns og annara afurða hesta, úlfalda, landspild- ur o. s. frv. Og þó er land þeirra, þótt furðu gegni, hið auðugasta, að gulli og' öðrum málmum, sem ég hefi heyrt getið um jafnvel í Afríku. Það er sva auðugt, að því er Higgs segir, að Forn-Egiptar unnu þar gull, svo að skipti milljónum gullstanga á ári hverju. En gullið hafði samt sem áður ekkert gildi í augum hinna gyðingættuðu landsbúa. Pegar við komum inn í úthverfi borgar- innar, þá kamu konur og' föðmuðu að sér eiginmenn sína eða unnusta; voru margar þeirra dáfríðar sýnum. Margar þeirra réttu að þeim kornbörn, sem þeir áttu að kyssa og litlu lengra burtu sáum við börn, sem áttu að strá rósum og granat- eplablómum fyrir fætur þessara sigurveg- ara. Og allt þetta kom til af því, að þeir höfðu riðið fjallskarðið á enda og síðan til baka aftur! »ö, þér guðir!« hrópaði Kvik, glettinn að vanda, er hann virti alla þessa sjón fyr- ir sér, »því að sjálfur er ég sannnefnd hetja líka! Takið eftir — ég kam aftur heim úr Búastríðinu, og var þó búinn að liggja sem örendur með kúlu gegnum lungun og mín var getið í hraðekeyti, já, ég', Kvik undir- foringi var nefndur í hraðskeyti — af hin- um heimskasta hershöfðingja, sem nokkurt auga hefir litið — fyrir viðvik nokkurt, sem ég vil ekki segja nánar frá — enginn virti mig minsta viðlits, þegar ég kom heim til feðrabargar minnar.* Og þó hafði ég skrifað hringjaranum þar, sem var mág- ur minn af tilviljun, og lét hann vita, með hvaða lest ég kæmi. Já, doktor, þvílíkt. og annað eins, enginn maður bauð mig eina vitund velkominn og því síður gáfu þeir mér í staupinu«, og um leið og hann sagði þetta benti hann á konu, sem rétti staup af víni að einum þessara hátttlofuðu her- manna. »0g s,ízt af öllu var ég faðmaður og kysstur«, sagði hann og benti á eitt- hvert parið, sem var að faðmast og kyssast. Þegar við vorum búnir að fara aðalgöt- una á enda í þessari heillandi borg og múg- urinn fylgdi okkur, æpandi af fögnuði, þá komum við inn i merkilegustu deild borg- arinnar. Þar blasti við okkur opið svæði alsett trjám og blómum í fegursta skrúði. Fyrir enda þessa svæðis lá löng húsaröð með hvítkölkuðum, veggjum og gylltum þakhjálmum. Húsalengja þessi lá beint undir hamraveggnum; lágu um hana tvö- faldir múrveggir og skotgrafir í kring. Þetta var höll drottningafinnar. Þegar ég var þar áður á ferðinni, fékk ég tvisvar áheyrn þar hjá drottningunni. I kringum þetta hallarsvæði lágu líka hús umgirt aldingarði hvert um sig og heyrðu þau til hinum tignustu fjölskyldum. Innan um þessi höfðingjabýli vcru líka opinberar byggingar, svo sem samkunduhúsið eða musterið; virtist það vera byggt í líkingu við musteri Salómcs í Jerúsalem, en auð- vitað miklu minna. Jósúa nam staðar við hallarhliðið og reið til Maquedu og spurði snúðugt, hvort hann ætti að fara með þessa »heiðingja« — eins og hann kallaði okkur -—'í pílagríma-her- bergin í vesturhluta borgarinnar. »Nei, frændi«, svaraði Maqueda, »þessir útlendingar eiga að búa í gestaálmunni í höll minni«. »Gestaálmunni í höllinni? Það er ómögu- legt«, sagði Jósúa andæfandi. »Mundu það, frænka, að þú ert ógift enn. Ég bý ekki enn í höllinni og get ekki varið þig«., »Nei, ég hefi nú komist að því fyrr í dag«, svaraði hún, »að þú getur ekki varið mig. Til allrar hamingju gelt. ég varið mig sjálf. Ég tel það óhjákvæmilegt, að [>essir gestir okkar séu þar, sem farangur þeirra er kominn á undan þeim, nefnilega á ör- uggasta staðnum í Múr. Og* þú frændi, sem ert svo dauðsærður, að þú færðist undan, er soldáninn sko.raði þig á hólm — farðu nú heim og' hvíldu þig. Góða nótt, kæri frændi. Og þegar þú ert aftur búinn að ná þér, þá munum við hittast og gera út um ýms mál. Nei, nei, það er einkar vin- samlegt af bér -— en ég vil ekki tefja þig einni mínútu lengur. Gaktu til rekkju og gleymdu s,vo ekki að þakka, Guði fyrir alí- ar þær hættur, sem þú hefir sloppið úr í dag«.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.