Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1945, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.11.1945, Blaðsíða 2
198 HEIMILISBLAÐlP MEÐ þessu blaði lýkur 34. árg. Heimilisblaðsins. Er það- síð- búnara eu skyldi, og tjáir raunar ekki að hafa ]>ar um mörg afsök- unarorð. En geta má þess, sem flest- ir munu að vísu renna grun í, að hið óvenjulega aniiríki, sem nú er í öllum prentsmiðjum landsins, hef- ur bitnað á Heimilisblaðinu ekki síður en nálega öllum ritum öðr- um. Má að vísu segja, að slikt séu léttvægar afsakanir gagnvart kaup- endum ldaðsins, sem eigi þá kröfu á hendur útgefendunum, að þeir tryggi fulla reglu á útkomu blaðs ins. En geta skal þess, að útgefendur hafa fullan hug á bót og betrun i þessu efni. Er þess að vænta, að starfsskilyrði og afköst í prent- smiðju hlaðsins batni svo í byrjun þessa árs, að unnt muni reynast að liafa útkomu blaðsins miklu rcglu- bundnari á nýja árinu en verið hef ur að undanförnu. Mun einskis verða látið ófreistað til að ná því sjálfsagða marki að full regla sé á útkomu blaðsins. Er ekki því að leyna, að útgefendurnir liafá feng- ið margt óánægjuorö í eyra yfir því, hve blaðið hefur verið síðbú- ið oft og einatt, enda ekki nema mjög að vonum. En þrátt fyrir það verður ekki annað sagt en að kaup- endur liafi sýnt blaðinu fyllsta uin- burðarlyndi og ekki á neinn liátt látið það gjalda þessara örðugleika. Kann blaðið þeim miklar þakkir fyrir. EN Heimilisblaðið hefur engan veginn tómra örðugleika að ininnast frá árinu, scm nú er lokið. Það hefur fært því mjög verulega áskrifendufjölgún og atiknar vin- sældir og tryggð kaupendunna. Nv- mælum í efnisflutningi, sem blaðið er nú smám sumun uð fika sig upp á skaftið með eftir því sem efni og ástæður leyfa, hefur verið mjög vel tekið og blaðið fengið margt þakkarorð fyrir. Skal lesendunum hér með heitið því, að lögð veröur sívaxandi áherzla á að gera blað- ið svo úr garði sem þeir kjósa lielzt, og ættu lcsendurnir að láta sem oftast frá sér heyra um vilju sinn og óskir í þeim efnum. En hins er ekki að dyljast, að fjár- skortur steudur mjög í vegi fyrir því, að hægt sé að gera blaðið svo úr garði, sem útgefendur kysu helzt, enda mun ölluni ljóst, að raun- verulega er alls ekki liægt að gefa blaðið út fyrir það verð, sem þaö nú er selt við. Verður óhjákvæmi- legt að gera þar á einhverjar breyt- ingar með byrjun næsta árgangs. En því mega lesendur treysta, að þar verður farið eins vægt í sak- irnar og framast er unnt. Að svo mæltu þakkar Heimilis blaðið lesendum sínuin samstarfiö á liðna árinu og óskar þeim alls velfarnaðar á því nýja. ENN einu sinni gefur Heimilis- blaðið lesenduin 'sínum lcost á að skyggnast inn í liðna tímann. Eiga þeir að þessu sinni kost á að hlýta leiðsögn danskrar sýslumanns- konu, er hér dvaldist árin 1801— 1815, liafði ijáin kynni af þjóðlíf- inu og varð á margan hált að sæta svipuðum kostum og alþýða manna. Gætir þó að sjálfsögðu nokkurrar vanþekkingar á lands- og jijóðar- liögum í bók frú Thorlacius, sem annars hefur ýmsan fróðleik að geyma og er víða skemmtileg af- lestrar. Verða valdir til þýðingar aðgengilegustu kaflarnir úr bók frú- arinnar, þannig að heild fáist í frásögnina, en sleppt mörgum atrið- um, einkum langdregnum og orð- Útgefcndnr: Jón Hcl"ason Valdimar Jóhannsson (ábm-) Blaðið kemur út mánaðarlegJ> um 240 lilaðsíður á ári. Verð árgangsins er kr. 10.00. I laus e sölu kostar hvert blað kr. 1,25- — Gjalddagi 14. apríl. — Af* greiðslu annast Prentsmiðj11 Jóns Helgasonar, Bergstaðastr- 27, sími 4200. Pósthólf 304- Prentsiniðja Jóns Helgasonar- mörgum lýsingum á persónuleg11111 raunum hennar, er einkum stöfuð11 af þrálátri og langvarandi vanheilsU' Væntir blaðið þess, að þessi fra^ sögn sæti ekki lakari viðtökum ‘ hálfu lesendanna en hliðstætt ef>' blaðsins liefur gert til þessa, °S 11111 þá vel við una. innlenda f tæk1' EN fyrst minnzt var fróðleikinn, sem blaðið fl)111 lesendum sínum, vill það nota ^ færið og árétta þau tihnæli si», ^ lesendurnir sendi því frásagnif lífi síiiu og annan fróðleik, 6111,1 þeir kunna að búa yfir. Því fer 8 , fjarri, að slíkar frásagnir þurfi úhJ kvæmilega að vera frá löngu 1 um líina. Frásagnir, er lýsa að el hverju leyti lífi og starfi þjóð^ innar á líðandi stund eru ekki s ur vel þegnar og-verða fúslega ar. Verða ritlaun greidd fyrir P efni eins og frá var skýrt í S1 blaði. Tímaritid Dvöl flytur að aðalefni þýddar úrvalssmásögur, en auK > ^ margvíslegt efni annað til fróðleiks og skemnit'11^ Kynnió yiiur hina nýstárlegu veriilaunasamkepl>nl> ‘ ^ Dvöl hejur ejnt til, og standa mun a. m. k. allt þe,la Dvöl Póstliólf 561 -r- ReykjaV,k'

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.