Heimilisblaðið - 01.11.1945, Qupperneq 8
204
HEIMILISBLAÐIÐ
* STUTT GAMANSAGA
ÞEGAR ÉG IF
EFTIR STEPHEN LEACOCK
T HVERT SKIPTI, sera ég kem inn í banka,
Jt tapa ég mér. Starfsfólkið ruglar mig, af-
greiðsluborðin rugla mig; allt ruglar mig.
Á sama augnabliki og ég stíg inn fyrir tlyr
banka í einhverjum erindagerðum verð ég
alger fábjáni.
Þetta vissi ég fyrirfram, en launin min
höfðu verið hækkuð upp í fimmtíu dali á mán-
uði, og mér fannst þess vegna, að ég gæti
ekki án þess verið að opna bankareikning.
Ég brokkaði þess vegna inn í banka og
horfði óttasleginn á starfsfólkið. Ég hafði
óljósa hugmynd um það, að maður, sem
ætlar að opna reikning í banka, yrði að tala
við bankastjórann.
Ég gekk að afgreiðsluborði, þar sem á var
letrað „Bókhald“. Bókhaldarinn var bávax-
inn, viðskotaillur náungi. Ég þurfti ekki ann-
að en að líta á liann til að tapa mér. Ég tal-
aði með grafarraust.
„Get ég náð tali af bankastjóranum?“
spurði ég og bætti liátíðlega við: „einslega“.
Ég veit ekki, livers vegna ég sagði „emslega“.
„Sjálfsagt“, sagði bóklialdarinn og sótti
hann.
Bankastjórinn var stillilegur maður og al-
vörugefinn í útliti. Ég kreisti fimmtíu og sex
dollarana, sem voru samanvafðir í vasa mín-
um.
„Það er kannski bankastjórinn?“ sagði ég,
og var þó sannarlega ekki í vafa urn, að svo
væri.
„Já“, svaraði liann.
„Get ég fengið að tala við yður?“ spurði
ég, „einslega“. Ég ætlaði ekki að segja aftur
„einslega".
Bankastjórinn leit ofurlítið bikandi á mig.
Hann var bersýnilega þeirrar skoðunar, að
ég byggist til að opinbera eitthvert liræði'
legt leyndarmál.
„Komið með mér hér inn“, sagði hann °g
vísaði mér inn í einkaskrifstofu sína. Haön
sneri lyklinum í skránni.
„Hér verðum við ekki truflaðir“, sagði
hann. „Fáið yður sæti“.
Við settumst báðir og liorfðum hvor a
annan. Ég gat engu orði komið upp.
„Ég geri ráð fyrir, að þér séuð frá Pinker-
ton“, sagði hann.
Af binni dularfullu framkomu minni bafði
bann dregið þá ályktun, að ég væri leytU'
lögreglumaður. Ég vissi, livað liann hugsað'1
og varð enn vandræðalegri fyrir bragðið.
„Nei, ekki frá Pinkerton“, svaraði ég, °S
raddblærinn gaf til kynna, að ég væri fra
annarri leynilögregluskrifstofu.
„Ef satt skal segja“, sagði ég, eins og CS
liefði látið leiðast til að fara með ósannindb
„þá er ég alls ekki leynilögreglumaður. &S
er hingað kominn til að opna reikning. Ég
hef í hyggju að leggja allt mitt fé í þennan
banka“.
Bankastjóranum létti, en var þó enn mj0S
alvörugefinn. Nú áleit liann, að ég væri s0ll‘
ur' einbvers auðkóngs.
„Stóran reikning, geri ég ráð fyrir“, sagði
hann.
„Allstóran“, livíslaði ég. „Ég hef í hyggju
að leggja inn fimmtíu og sex dollara og g1^’
an fimmtíu dollara mánaðarlega“
Bankastjórinn reis á fætur og opnaði dyrö'
ar. Hann kallaði á bókhaldarann.
„Hr. Montgomery“, sagði liann óþarfleg3
hátt. „Þessi herra ætlar að opna reikniög’
liann ætlar að leggja inn fimmtíu og seX
dollara. Verið þér sælir“.