Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1945, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.11.1945, Blaðsíða 18
214 HEIMILISBLAÐIÐ Hús hans í Antwerpen var sem höll aS fegurð og íburði, í renaissanse-stíl — gamalt stórhýsi endurbætt og stækkað eftir upp- drætti lians með tímafrekri og rándýrri vinnu. Húsið var í tveim álmum, sem tengdar voru saman með súlnagöngum og þaki yfir, en þar geymdi hann safn sitt af gömlum liögg- myndum og minni fornmunum. 1 annarri álmunni bjó liann með fjölskyldu sinni í herbergjum, sem voru skreytt málverkum, eigin myndum og þeim, sem hann liafði haft með sér frá Italíu. 1 liinni áhnunni var gríð- armikil vinnustofa, 46 feta löng, 36 feta breið og 30 feta liá, og lierbergi fyrir nemendur hans og aðstoðarmenn. Páfuglar og veiði- liundar gengu um á grasflötunum; dúfna- hús liafði liann, og hestliús fyrir spönsku hestana sína. Á einni af súlum millihússins var letruð tilvitnun eftir Juvenal, gömul fjöl- skylduvenja, letrið er nú að meslu horfið, en var skýrt á þeim góðu og liugljúfu dög- um, og lýsir lyndiseinkunn Rubens: „Bið þú um heilbrigðan liug og heilbrigð- an líkama, hugrakkt lijarta, sem þekkir ekki óttan og lítilmennskuna, og kynnist aldrei skelfingu dauðans“. Skólamenn, málarar, stjómmálamenn og lærðir menn alls staðar að frá Evrópu lieim- sóttu hann. Hin mikla vinnustofa hans var miðdepillinn í list veraldarinnar og sendi frá sér nærri 3000 myndir; og meistarinn, eftir því sem auður hans og lieiður jókst, kaus að lifa óbrotnara lífi með fjölskyldu sinni. Óbrotnu má segja, því hann var hófsamur í verunni, þótt kringumstæðurnar gerðu hann oft öðm vísi. Maður gæti lialdið — og það mun almenn og útbreidd skoðun — byggð á íburði klæða hans og lífsvenjum, margbreyti- leik matarins, sem liann neytti, og eins því að hann dvaldi níu ár við óhófssamt hirðlíf á Ítalíu, og live holduga hann málaði líkami kvennanna, að Rubens liafi hlotið að vera mathákur og sællífur fram úr hófi. En við skulum kynna okkur málið. Árið um kring fór hann á fætur klukkan fjögur á morgnana, og eftir að liafa hlýtt heimilisguðsþjónustu fór hann til vinnustofu sinnar og vann allan daginn meðan birtan leyfði, og lét engan ónáða sig og málaði með slíkri ákefð og hraða að vart þekktist í vinnu- afköstum listamanna nú á dögum. Síðar nm daginn dvaldi liann um klukkustund við að rannsaka gimsteina sína, myndir og niarm- arastyttur, og brá sér síðan í reiðtúr á uppa‘ haldshestum sínum. Hann borðaði mjög lítið og drakk og forðaðist algerlega áfenga drykki og gætti þess að liafa loftið heilnæmt í hus- um sínum með næstum hlægilegri smámuna- semi. Kvöldunum eyddi hann í hóp mennt- aðra vina og í það að rannsaka fornar rúmr og varð liami meðal fróðustu manna í Evrópu á því sviði. Hann liafði, eins og sagt liefur verið, „liið undraverðasta jafnvægi hvað gáf' ur hæfileika snertir, sem þekkzt hefur 1 nokkrum heila“. Hann liafði engan tíma og enga löngun til að sleppa sér lausumi þótt hann væri aðdáandi nakinnar fegurðari þá liefur ekki hinum tortryggnasta ævisogu- ritara tekizt að sanna á hann lauslæti eða daður. Árið 1612, á þrítugasta og fimmta arl sínu, gerði Rubens sitt fyrsta óumdeilau- lega meistaraverk „Kristur tekinn niður af krossinum“ fyrir dómkirkju Antwerpen, a engu leyti sérstæða mynd livað snerti hti- En málaða með þeirri fullkomnun, 60111 hann hafði áunnið sér, að geta „teikuað með penslinum“, en vissulega eina af mestu og fullkomnustu verkum listasögunnar. Hauu varð liéðan frá viðurkenndur leiðtogi nýrral stefnu, og málarar heimsins sáu að þesS gerðist ekki lengur þörf að fara til Italú' til náms og fullkomnunar í listinni. I ÞesS stað flykktust þeir að Rubens, og hanU neyddist til að snúa aftur meira en hundra nemenduin og meðal þeirra frændum °£ vinum. Forusta hans var viðurkennd ekki einungis sem listamanns, heldur sein afburða persónuleika. Hann átti enga óvini né ha ursmenn, og glöggt dæmi um vinsældir haU« og ægivald er það að keppinautar hans urðu aðstoðarmenn á vinnustofu hans, og hagnytt*1 sjálfir hugmyndir lians og stældu bygginí?11 mynda lians og tækni.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.