Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1945, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.11.1945, Blaðsíða 32
228 heimilisblaðið nánar um þetta, fann hann glöggt, að Mary Standish mundi hafa verið enn á lífi, ef liann hefði sagt annað við hana nóttina sælu um borð í skipinu. Hún hafði dáið af lians völdum, af því að hann hafði brugðizt vonum hennar, eyðilagt síðustu von hennar og lífstrú. Ef hann hefði ekki verið alveg svona blindur, og guð hefði gefið honum meiri skynsemi, þá hefði liún nú verið hér hjá honum í raun og veru, hlegið og talað við hann, sofið undir heiðum himni, hamingjusöm og óhrædd, og leitað til hans með alla hluti. Að minnsta kost dreymdi hann um það í einstæðingsskap sínum. Hann gat ekki þolað þá tilhugsun, að önnur öfl hefðu ráðið yfir'henni, ef hún hefði lifað, og liann hefði ekki átt hana til að verja og vernda. Hann krafðist hennar nú, er hún var dáin, og hann vissi, að liún hafði verið hans. Ekkert hefði getað komið í veg fyrir það. En hún var liorfin og liann bar ábyrgð á því, og fimmtu nóttina lá liann andvaka undir heiðum himninum og lirópaði á liana eins og barn. Og er hann hélt áfram daginn eftir, fannst honum heimurinn aldrei hafa ver- ið eins auður og tómur og þá. Andlit lians var fölt og liörkulegt, og liann virtist hafá elzt að mun. Hann gekk hægt, því að löngunin til að hitta fjölskyldu sína var að dofna í brjósti lians. Hann gæti ekki hlegið með Keok og Nawadlook, eða spjallað glaðlega við Amuk gamla og fjölskyldu hans, þótt þau mundu verða innilega glöð yfir að sjá hann aftur heim kominn. Fólkið heima elskaði hann, hann vissi það vel, og ást þess hafði verið hluti af lífi lians.. en nú var þetta allt orðð svo fjarlægt og óviðkomandi. Ömurleikinn læstist um hug hans og um kvöldið hafði hann litla matarlyst. Það var komið langt fram á kvöld, þegar hann kom auga á skógarlundinn við heitu lindimar skammt frá heimili hans. Oft liafði hann komið að þessum lundi, þessari vin í ríki sléttunnar, og hann hafði byggt sér þar ofurlítinn kofa. Hann unni þessum slað. Nafn föð- ur hans var grafið á stofn stærsta trésins og neðan við það dagsetningin, er Holt liinn eldri hafði fundið þenn- an einkennilega lund á þessu landssvæði, sem enginn hvítur maður hafði nokkurn tímann stígið á fæti sínum áður. Og undir nafni föður hans var nafn móður hans, og þar undir nafn hans sjálfs. Þetta var sælureitur Al- ans og draumalundur. 1 marga mánuði hafði Alan þráð þessa heimkomu og gert sér í hugarlund, hvernig hún mundi verða, en nú, þegar hann horfði á trjálundinn, fannst lionum lenzku í tveimur útgáfum á síðustu mau- uðum ársins, 6em nú er nýlokið. Er sli '1 næsta óvenjulegt hér. Þetta er ástarsaga, bersögul og hispurslaus, svo að sumutn hefur þótt nóg um, en listrænt gildi bók- arinnar er óvéfengjanlegt, enda mun liun ekki verða dómhærum mönnuin að ásteytingarsteini. — Þýðandi er J°n Helgason blaðamaður, og hefur hann leyst verk sitt vel af hendi, en útgef' andi Draupnisútgáfan. MinnisblöS Finns á Kjórseyn- Það var mörgum kunnugt, að fróð- leiksmaðurinn Finnur Jónsson á Kji>is‘ eyri hafði dregið saman mikinn og marg' víslegan fróðleik. Nefndi hann syrpu sina Minnisblöð. Nú hefur ritsafn Finns vcr- ið gefið út undir nafninu ÞjóShœttir og œvisögur jrá 19. öld, og er raunar vand- séð, hvað útgefendum liefur gengið ál nafnbreytingarinnar. I riti Finns kennir margra grasa góðra. Er þar að finna mikinn fróðleik um daglegt líf, starf og háttu manna o öldinni sem leið, þætti af einstökura mönnum og persónufróðleik ýmsan, °8 talsverða syrpu af þjóðsögum og skyldu efni. Útgáfu safnsins hafa annazt ar. Jón Guðnason á Prestshakka og Stcm- dór Steindórsson, en Bókaútgáfa Palms H. Jónssonar kostaði útgáfuna. Ofjarl liertogans. Svo nefnist skáldsaga eftir Alexandre Dumas, sem Draupnisútgáfan gaf út >lU fyrir jólin í þýðingu Jóns Helgasonar blaðamanns. Dumas er heimsþekklur ob ákaflega vinsæll skemmtisagnahöfundur, hugmyndaauðugur og stílisti mikill. ErU sögur hans viðburðaríkar og „spennandi , frásögnin fjörleg og snurðulaus. Er þa® skemmst af að segja um þessa sögu, hún her öll einkenni höfundarins og bt þá að sjálfsögðu bráðskennntileg a^‘ lestrar. Þrjár unglingabœkur. Af ölluin þemi sæg barna- og ungliug-1" bóka, er út komu síðustu mánuði ársí113’ skal aðeins þessara getið:

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.