Heimilisblaðið - 01.03.1947, Side 2
46
HEIMILISBLAÐIÐ
Útgef. og álim.: Jón Helgason.
Blaðið kenuir út mánaðarlega,
um 280 blaðsiður á ári. Verð
árgangsins er kr. 15.00. I lausa-
sölu kostar hvert blað kr. 1.50.
— Gjalddagi 14. april. — Af-
greiðslu annast Prentsmiðja
Jóns Helgasonar, Bergstaðastr.
27, sími 4200. Pósthólf 304.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar.
Kaupendur
HeimilisblaSsins,
gerið svo vel, að greiða götu
blaðsins með' því að sýna það ná-
grönnum yðar og vekja athygli
þeirra á þeim kostakjörum, sem
blaðið býður — árganginn 1946
ókeypis.
Ég býst lika við, að gamanmynda-
flokkurinn „Gvendur geispi og Láki
lati“ skemmti mörgum, því mörg
ævintýri rata þeir í. -— Þrátt fyrir
þetta hækkar árgjald blaðsins ekk-
ert. Það er bezta útbreiðslan, sem
blaðið getur fengið, ef allir kaup-
endur þcss leggjast á eitt að mæla
með því og kynna það.
n
Allmargir skulda ennþá síðasta
ár og einstaka fleiri ár. Nú verður
þeim kaupendum, sem skulda, send
tilkynning um hvað þeir skulda
mikið, og vænti ég þess þá, að þeir
bregðist fljótt og vel við og sendi
það, t. d. um leið og þeir greiða
þessa árs gjald, sein fellur í gjald-
daga 15. apríl.
Sendið peningana lielzt í póst-
ávísun.
J. H.
Hekla gýs — eftir 102 ára hvíld
LAUGARDAGSMORGUNINN 29.
marz hófst gos í Heklu. Fólk
á Iiæjum í nágrenni fjallsins vakn-
aði við drunur í fjallinu kl. 6,50 og
samtímis kom snarpur jarðskjálfta-
kippur. Þegar menn litu til fjalls-
ius stóð upp úr því 10 km. liár eld-
og reykjarstrókur, sem sást víða að,
in. a. liéðan úr hænuni, því veður
var bjart og skyggni gott. Öskufall
var mikið og barst yfir Fljótsblíð-
ina, Rangárvelli og sveitirnar undir
Eyjafjöllum og ollu þar miklu tjóni.
Þykkt lag af vikri og ösku þekur
alla Fljótshlíðina að innan verðu,
allt frá Hlíðarenda og innúr. Leit
fyrst út fyrir að 13—14 jarðir leggð-
ust í eyði. Gerðu bæudur fyrst ráð
fyrir að verða að skera niður fé
sitt, en munu nú vera liorfnir frá
því ráði. Á Rangárvöllum eru þrjár
jarðir í kafi undir vikri og ösku.
Eiunig hefur þykkt lag af vikri fall-
ið yfir alla lireppaua uudir Eyja-
fjöllum og telja bændur litlar líkur
til að hún spretti þar í sumar. Enn-
fremur telja þeir vafasamt að þeiin
takist að halda fénaði sínum lif-
andi. Á þessu svæði eru yfír liundr-
að byggð ból.
Vonandi rætist nú betur úr en á
horfist, enda gætir nú þegar, nokkr-
um döguiti síðar, talsvert meiri
bjartsýni ineðal bænda þar austur
frá. En nú, þegar menn hafa fyrir
augum afleiðingar þessa síðasta
Heklugoss, geta menn séð, hvílíkum
skelfingum slík gos ollu fyrr á öld-
um, er bændur flosnuðu upp af
jörðunum og lentu ó vergangi. Nú
býr þjóðin yfir tækni og fjármagni
og þessu hvoru tveggju verður að
beita bændum til hjólpar og þessum
fögru og búsældarlegu sveiium til
bjargar.
Frá því land byggðist liafa komið
upp 22 gos í Heklu og nágrenni
liennar. Fer hér ó eftir lýsing, nokk-
uð stytt, á þessum eldri gosum:
1104. „Eldsuppkoma hin fyrsta í
Heklufelli“. (Annales regii). „Anno
1106 sandfallsvetur hinn mikli .. .
Eldsuppkoina í Heklufjalli fyrsta
sinni“ (Oddverja annáll). Aniiálana
greinir á um ártalið.
1158. „Eldur annar í Heklufelli'
(A. regii). Aðrir annálar geta
Hekluelds 1157.
1206. „Eldur hinn þriðji í Heklu-
felli“ (A. regii).
1222. „Eldur hinn fjórði í Heklu-
felli“ (A. regii). „Sól rauð“ (Ann-
ales Reseniani).
1294. „Eldur hinn fimmti í Heklu-
felli með svo mikluni mætti og land-
sjálfta, að víða í Fljótshlíð og Rauð*
árvöllum og svo fyrir utan Þjórsa
sprakk jörð ...“
1300. „Eldsuppkoma í Heklufelh
með svo miklu afli, að fjallið rifn-
aði svo, að sjást mun mega mcðau
Island er byggt ...“ (Lögmanns
annáll).
1341. „Kom upp eldur í Heklu-
felli með óári og öskufalli, og eydd-
ust margar byggðir. Myrkur svo
niikið' um daga sem um nætur a
vetur“ (A. regii).
1389—90. „Eldsuppkoma í Heklu-
felli með svo miklum undruni, að
dunur og bresti heyrði um allt land-
Tók af tvo bæi, Skarð og Tjalda-
staði“ (Lögm. a.).
1434. Um þessar mundir er getið
Hcklugoss, er eytt liafi 18 bæi a
einurn morgni. — Aðrar heimildir
telja gos þetta hafa orðið 1439 og
enn aðrar 1440.
1510. 25. júlí hófst Heklugos með
landskjálfta og ægilegu grjótkasti
nm Landsveit, Rangárvelli, Holt og
langt út í Árnessýslu. Steinar koniU
niður á Vörðufelli á Skeiðum, °e
einn drap mann úti í Skálholti, 4$
km. frá Heklu. Ánnar inaður datið-
rotaðist austur í Landsveit, og enu
aðrir meiddust.
1554. í lok maímánaðar kom upp
eldur skanimt frá Heklu og stóð seX
vikur. Öskufall var ekki til skaða*
en snarpir og tíðir jarðskjálftar.
1578. Lítið Heklugos í nóveinber-
inánuði. Bæir hrundu af jarð-
skjálfta út í Ölfusi.
1597. 3. jan. kom upp eldur *
Frh. á bls. 81.