Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 30
74 HEIMILISBLAÐIÐ veginum. Faðirinn stýrði hestinum, og þegar liann sá Helgu, nam liann staðar. — Ég lief beðið eftir ykkur, af því að ég vildi óska Guðmundi til liamingju í dag, sagði Helga. Guðmundur teygði sig út úr vagninum og rétti Helgu hendina. Honum fannst hún vera orðin mögur og rauðeygð. Hún grét áreiðanlega á næturnar og þráði að komast að Nærlundi. Nú lagði liún sig í líma með að vera glaðleg og brosti vin- gjamlega til. hans. Hann komst líka mjög við, en gat ekkert sagt. En faðir lians, sem ekki fékk þó orð fyrir að taka til máls, nema í ýtmstu nauðsyn, sagði: — Ég held, að Guðmundi þyki vænna um þessa hamingjuósk, en nokkra aðra. — Já, það er áreiðanlegt, sagði Guðmund- ur. Þau réttu livort öðru liöndina, og svo ók faðir hans áfram. Þegar liún hvarf á bak við nokkur tré, kippti hann snöggt upp leð- urvagnsskýlinu og stóð upp, eins og liann ætlaði að stökkva út úr vagninum. — Er það meira, sem þú ætlar að tala við Helgu? — 0, nei, nei, sagði Guðmundur og hag- ræddi sér aftur í sæti sínu. Aftur óku þeir dálítinn spöl. Faðir hans ók mjög lxægt. Það var eins og lionum þætti ánægjulegt að sitja þarna og aka með son- inn við hlið sér. Hann var ekkert að reyna að liraða förinni. Allt í einu hallaði Guðmundur liöfði á öxl föðúr síns og Fór óstjórnlega að gráta. — Hvað gengur að þér? spurði Erlendur, og kippti svo fast í taumana, að hesturinn nam staðar. — Jú, allir eru svo góðir við mig, og ég á það alls ekki skilið. — Hefur þú gert nokkuð illt? — Já, faðir minn, það lief ég- — Því get ég ekki trúað. — Jú, ég lief drepið mann. Faðir lians stundi þungan. Það var nærri því eins og þungu fargi væri af lionum létt við það andvarp, og Guðmundur leit undr- andi upp og horfði á liann. Faðir lians lét hestinn aftur fara af stað, því næst sagði hann stillilega: — Ég gleðst yfir því, að þú sagðir sjálfur frá því. — Varst þú þegar búinn að komast að því? faðir minn? — Já, laugardagskvöldið sá ég áreiðanlega, að eitthvað var öðru vísi, en það átti að vera. Og svo fann ég linífinn þinn niðri í forinni- — Nú, svo það varst þú, sem fannst hníf* inn ? — Já, ég fann hann, og sá, a& eitt blaðið var brotið. — Já, faðir minn, ég veit, að hnífsblaðið var brotið, en ég get samt sem áður ekki skilið í því, að ég liafi gert það. — Það liefur að líkindum verið í ölæði? — Ég veit ekkert, ég get ekkert munað. Ég get séð það á fötunum mínum, að ég hef verið í áflogum, og ég veit, að hnífsblaðið er liorfið. — Það liefur þá eftir því verið ætlun þío að þegja yfir þvi? sagði faðir hans. — Ég hélt, að liinir karlmennirnir liafi ef til vill verið jafn mikið kenndir og ég, og gætu ekkert rnunað. Það væru ef til vill eng" ar aðrar sannanir gegn mér en hnífurinn, og því fleygði ég honum burtu“. — Mér datt reyndar í hug, að þú liefðir ályktað þannig. — Líttu nú á, faðir minn, ég veit ékki liver það er, sem drepinn hefur verið. Ég lief ef til vill aldrei séð liann. Ég get ekki munað, að ég liafi gert það. Mér fannst, að ég þyrfti ekki að taka út hegningu fyrir það, sem eg liefði ekki gert viljandi, svo mér datt hrátt í hug, að það liafi verið vitlaust, að fleygj3 hnífnum út í forina. Hún þornar, sem se, þegar líður á sumar, og þá liefði hver, sein vera skyldi, getað fundið, og svo reyndi ég að finna liann, bæði í fyrrinótt og í nótt. — Datt þér ekki í hug, að það væri -skylda þín að meðganga það? — Nei, í gær hugsaði ég ekki um annað, en hvernig ég gæti haldið því leyndu, og gerði mér far um að dansa og vera kátur, til þess að enginn skyldi neitt gruna mig- 1— Hafðir þú í liyggju að kvongast í dag án þess að meðganga? Það var mikil ábyrgð, sem þú tókst þar á hendur. Hugsaðirðu ekki • út í það, að ef upp um þig kæmist, mundir þú draga Hildi og ættingja liennar með þér út í ógæfuna? — Mér fannst, að ég lilífði þeim mest með því að þegja.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.