Heimilisblaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 22
66
HEIMILISBLAÐIÐ
Antonio de Trueba
Spádómurinn
Nl.
jHFTIR að Altos-humos greifi hafði beðið
Carmenar, tók liún og ráðgjafi hennar,
uhgfrú Ciriaca, að vænta þess á liverjum
degi, að konunglegur sendiboði greiddi ferð
sína til bústaðar sóknarprestsins til að liefja
bónorð fyrir einhvern prins. En mánuðir
liðu og ár, og Carmen var að verða tuttugu
og fimm ára gömul, en enginn biðill kom,
ekki einu sinni ráðherra án stjórnardeildar.
Allt það liugarvíl, sem þetta olli, varð til
þess, að fegurð Carmenar tók að fölna nokk-
uð, og hún varð þess vör, með kvíða í hjarta,
að' aðdáendunum tók líka að fækka. Ung-
frú Ciriaca tók að missa trúna á sígauna-
kerlinguna, en reyndi samt að hughreysta
Carmen.
— Hafðu engar áhyggjur, sagði liún, því
að ennþá ertu engin herfa.
Dag nokkurn, þegar presturinn var í óvenju
góði skapi, kom Carmen til lians og var
mjög mjúk í máli.
— Frændi, sagði hún, er langt síðan þú
hefur Iiitt Altos-humos greifa?
— Ég heimsótti hann fyrir nokkrum dög-
um, sagði presturinn.
— Og er greifinn ennþá ókvæntur?
— Já. .
— Dæmalaust gat ég verið heimsk, að gift-
ast lionum ekki!
— Minnstu ekki á það, stúlka, því að ég
fyllist örvæntingu, þegar mér verður liugs-
að til þess.
— Og befur greifinn aldrei minnzt á mig
síðan?
— Ekki einu orði. Hann lítur of stórt á
sjálfan sig til j)ess, að honurn hafi ekki gram-
izt stórlega við þig fyrir lítilsvirðingu þá,
sem þú sýndir lionum.
— Ég get vel skilið það, frændi. Þetta var
illa gert af mér.
— Áttu við, að nú mundirðu ekki neita
bónorði lians?
— Já, það mundi ég ekki gera. Gætir þú
ANTONIO DE TRUEBA
hét fullu nafni Antonio de Trueba y de la Quintane.
Hann var Baski aS uppruna, fœddur 1819, en andaSist
1899. Hann ritaSi fjölda bóka, og er efni þeirra flestra
sótt til átthaga lians. Allar bera þær Ijósan votl tirn
átthagaást hans, ineS nœmum mannlýsingum, náttúru-
lýsingum og tilfinningasemi. De Trueba var líkn IjóS-
skáld og þjóSsagnaritari. MeSal þjóSsagnarita hans ma
nefna skáldrit urn þjóShetju Spánar, Cid, sem barSist
fyrir hinni kristnu trú upp úr aldamótunum 1000 gegn
heiSingjum, og, ef trúa má þjóSsögum þeim, senr
spunnizt hafa um hann, liefur hann veriS frábær ridd■
ari og göfugmenni. Sagan, sem hér er skráS, gerist hins
vegar í Madrid einhverntíma á stjórnarárum Isabellu
annarar, 1843—68.
nú ekki, frændi niinn góður, sem ert mer
svo eftirlátssamur og berð hamingju mína
svo mjög fyrir brjósti, fært mig í tal við greif"
ann — ég á við, með þeirri lipurð. og lagnn
sem |)ér er svo eiginleg?
— Hvað ertu að segja! Finnst þér sæmandn
að ég sé beinlínis að bjóða hönd þína?
— Nei, frændi, alls ekki. En gætirðu ekki
þreifað fyrir þér. til Jiess að ganga úr skugg3
um, livort greifinn endurnýjar ekki bónorð
sitt? Gerðu það, frændi, þú ert svo laginn,
að koma fyrir þig orði.
— Hamingjan góða! Þetta kvenfólk gæt1
fengið dýrling til að drýgja synd! En ég skal
samt gera þetta, barnið gott. Ég skal heim-
sækja greifaim og minnast á þig undir ein-
liverju yfirskyni, og svo skulum við sjá, hvern-
ig J)ví reiðir af.
Daginn eftir lagði presturinn leið sína til
greifans, sem tók mjög vel á móti honuni.
— Verið J)ér velkominn, prestur minn,
sagði liann. Mér er mikil ánægja, að J)er
skuluð hafa komið til mín. Ég er nýbúinn
að kaupa dýrmæta líkneskju af JesúbarninU
í kapellu mína, og mér þætti vænt um, ef þer
vilduð láta í ljós álit yðar á listagildi liennar.
— Það skal ég gera með mestu ánægju-
Þér vitið, að þegar urn dýrlingamyndir er
að ræða, eru kirkiunnar J)jónar betri dóm-
arar en nokkrir aðrir.
Presturinn liældi líkneskjunni á hvert reip1-