Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1947, Page 38

Heimilisblaðið - 01.03.1947, Page 38
82 heimilisblaðið undirbúnings hinu málinu, viðgerðum á vatnsbólunum. Það leynir sér ekki, á öðru eins og þessu, að það var meira en lítill glæpur að vilja fá héraðslækninn inn i bæjarstjórnina í vetur! Isafold, 27. febr. 1897. BOTN V ÖRPU VEIÐAMÁLIÐ. Svo skrifar áreiðanlegur maður í Kbh. og þeim hlutum kunnugur, að utanríkisstjórnin danska sæki fast að fá Faxaflóa friðaðan fyrir botnverpingum. Til þess þarf lög frá þinginu enska (parlamentinu), og tekst það auðvitað, svo framarlega sem stjórnin í Lundúnutn fylgir því fram. En hvort hún ætlar sér að gera það eða ekki, mun ekki fengin vitneskja uni enn. FRÉTTAÞRÁÐUR TIL ÍSLANDS. Mr. John M. Mitchell kom til Kbh. í vetur að leita liófanna við stjórnina þar um það mál. Hugmynd lians er að ríkisþingið veiti 10.000 pd. ársstyrk, er auðmenn í Lundúnum hafa áskilið sér til að byrja á fyrirtækinu. Nafnkenndur hæstaréttarmflm. einn Shaw, hefur tekið málstað hans að sér til sutðnings og þykir nú ekki ólíklegt, að honum verði nokkur gaumur gefinn. ísafold 2. febr. 1897. „ÞRENNT ER KYNLEGT, ÞYKIR MÉR“, sagði meyprestur aUkvekaraflokki- í prédikunarstól í Philadelphia í vetur. „Það fyrst, að börn skuli vera svo heimsk, að henda grjóti upp í aldini á trjám, til þess að þau detti, þar sem aldinin hvort sem er detta af sjálfum sér, þegar þau eru fullþroskuð. Annað er það, að menn skuli vera að fara í hcrnað og drepa hver annan, þar sem þeir mundu þó deyja af sjálfum sér, þó að þeir gerðu það ekki. Þriðja er, að karlmennirnir skuli vera að elta ungu stúlkurnar, þar sem þær mundu koma af sjálfum sér ef þeir gerðu það ekki“. ísafold 10. febr. 1897. „SLAGVERK" OG GOTT NEYZLUVATN. Tvö nauðsynja- og velferðamál fyrir höfuðstaðinn hafa keppt um fyrirrúmið á siðustu bæjarstjórnar- fundum. Annað var að fá „slagverk“ svo kallað í klukkuna á dónikirkjuturninum, þ. e. umbúnað til að láta hana slá. Gizkað á, að það muni kosta 700 krónur, en hefði sjálfsagt komizt upp í 1000 kr. Hitt var að fá gert svo við brunnana hér í bænum, eftir tillögu héraðslæknis, að úr þeim fengizt nýtilegt neyzluvatn og hættulítið fyrir heilsu bæjarmanna. Mátti eigi á milli sjá lengi vel, livort málið fengi meiri byr, klukkuglingrið eða hitt. Svo lauk þó, að hringingartólið hlaut ekki nema 4 atkvæði (Magn. Benjamínss., Halldór Jónsson, H. Kr. Friðrikss. og dr. J. Jónassen), en marin fram ofurlítil fjárveiting til RÁÐVÖND STJÓRN! Það er kunnugt, að yngsta stórveldinu, konungsrík- inu Ítalíu, liggur við gjaldþroti. En ekki er það allt með felldu. Ríkið hefur árum saman eða tugum ara haft þá stórþjófa við stjórnarvöld og embætti, að sum- ir segja, að ríkið inundi skuldlítið og álögur á þjóó- inni ekki þyngri en hófi gegndi, ef þeir hefðu ekki verið. Ríkissjóður hefur verið látinn greiða tvöl- og þref. fyrir járnbrautarlagning, brúargerð og önn- ur meiri háttar alþjóðleg mannvirki heldur en þaU hafa kostað og mismunurinn runnið í vasa þeirra, sem fyrir þeim hafa staðið. Algengt er að vísu, að kostnaður til þess konar fyrirtækja fer eitthvað frain úr áætlun, og það til muna stundum, en á Ítalíu kvað inega kalla það fasta reglu, að þar skakki um helming eða meir, og höfðu menn lengi vitað vel, að það var eigi einleikið. Hið nýja ráðuneyti konungs, þeir RudiW og hans félagar, liafa tekið sér fyrir hendur að ganga almennilega milli bols og höfuðs á þeim ósóma, hefur margt ófagurt komizt upp, síðan þeir tóku við völdum. Járnbraut ein, milli Eboli of Potensa, aem átti að kosta 23 millj. franka liafði kostað 38 milljónir- Önnur braut, milli Parma og Spezia, átti að kosta 46 millj., en kostaði 119! Þá hafði verið áætlað og veiú til 12 járnbrautarstúfa með nýjustu gerð 255 miUj-’ en látnar kosta 579 millj. Ráðgjafarnir og skrifstofn- lýður þeirra léku sér að því að láta ríkissj. borga fyrir sig hérumbil hvað seni þá fýsti, jafnvel giW' steina þá, sem þeir gáfu fylgikonum sínum. EiW* sinni fékk einn ráðgjafinn sér ávísaða 30.000 franka fyrir ný salcrni; þau voru aldrei útveguð, heldur fér féð til hinna mörgu lagskvenna lians. Um kennsli*' málaráðhcrrann er sagt, að hann liafi varið fjárveit- ingu, sem ætlað var til ellistyrks fátækum kennara- ekkjum, til leikhússdanskvenna. Þá reiknaði verzlun- arráðuneytið sér 20.000 fr. á ári, fyrir penna og 5000 fr. fyrir nálar! 1500 fr. fyrir gólfsófla og 100.000 fr- einu sinni fyrir nýjar gólfábreiður í híbýli sín og skrifstofur. Isafold 6. marz 1897. PÓSTUR FARIZT. Hinn 15. f. m. týndist aukapósturinn milli Akur- eyrar og Þönglabakka, Ólafur að nafni Þorsteinss°n’ hrapaði fyrir björg á Svalbarðsströnd, þar sem heitir Faxafall, ásamt hesti, er liann reiddi á póstflutning- inn, fannst örendur þar í fjörunni daginn eftir ásanit hestinum dauðum, en farangur sjóvotur. tsafold 15. marz 1897.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.