Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 14
58 heimilisblaðið stjórnarúrum sínum, áður en stjórn hans vakti þann óþokka, að leikhúsið hóf alvarlega röd(l sína gegn henni. Skáldið Davis kveður til hans um þessar mundir: „Kæri Will, sumir segja, að það sem ég nú kveð í gamni, að hefðir þú ekki leikið konunga — í gamni, þá værir þú orðinn kon- ungsmaður og konungur meðal smákonunga. Aðrir spotta, en spotti þeir, eins og þeir vilja; þú hefur enga spottandi, einvalda snilli. Og ráðvendni sáir þú og þeir skera hana upp, til að auka birgðir sínar, svo að þeir fyrna“. Þetta ávarp ætla menn að lúti að því, að Jakobi konungi hafi ekki líkað sýningar sumra konunga, sem Shakespeare lék, og að Shakespeare hafi staðið opinn vegur til kon- unglegs eftirlætis, ef hann hefði viljað færa sér það í nyt. , Meðan Shakespeare óx þannig að frægð í Lundúnum, þá virðist hugur hans jafnan hafa verið í átthögum lians í Stratford; bera nátt- úrulýsingar lians jafnan blæ af því í leikrit- um lians. Því, sem lionum íénaðist, eyddi liann ekki í svalli, eins og fyrirrennarar lians, lieldur liélt ávallt vel á efnum sínum, eins og aðalsmanni sómdi og auðgaðist ár frá ári. Á dögum Sliakespeares voru leikliús og leikendur undir liendi hinna auðugri aðals- manna; en enginn samtíða leikari liafði kom- ið sér jafnvel og Sliakespeare hjá þessum háu húsbændum, þótt bersögull væri. Shakespeare liætti leikarastörfum 1604—6 og gaf sig úr því eingöngu við leikritastörf- um fyrir leikhúsið. Hann keypti sér nú marg- ar fasteignir í Stratford, og um 1613 mun hann liafa tekið sér þar fastan bólstað og var þar siðan, það sem eftir var ævinnar. Hann átti líka fasteignir í Lundúnum og þar á meðal hluti í leikhúsinu. Nú geymir einfaldur steinn grafar hans minningu lians og á lionum stendur fátækleg baga í f jórum línum, sem blessar hvern, er láti steininn í friði, og bölvar þeim, sem lireyfi við dufti grafarbúa. Shakespeare dó á afmæl- isdaginn sinn 23. apríl 1616. Shakespeare var einkar fríður sýnum, svip- hreinn og opineygur og ennið óvenjulega liátt og breitt (og miunir mjög á Björn Gunlögsen). Ben Jonson, vinur Shakespeare, segir hisp- urslaust að honum látnum, að leikhúsið hafi glatað ljósi og lampa, leið'oga og refsara, og lýsir honum á ]>essa lund' „Hann vai' sannlieiðvirður maður, hreiniyndur og °r" lyndur, ímyndunarafl hans var frábært, hug* myndirnar fagrar og málfarið Ijúft og la a því liraðbergi hjá lionum, að stundum var þörf á að stöðva liann. Hann bætti fyrir yfir' sjónir sínar með kostnm sínum; hjá honuiU var alltaf meira er lofa mætti en fyrirgefa þyrfti. Og aldrei dró liann út eina línu í þvl> sem hann ritaði“. Yinir Shakespeares Henninge og Condelk sem gáfu út öll rit Shakespeares í arkarbroti (1623), segja í formálanum: „Hugur lians og hönd fóru jafnau sainan, og það, sem hann hugsaði, féll honum sv0 létt til orða, að við höfum varla fengið eina klessu frá honum í skrifum lians“. II. Þá er eftir að minnast í fám orðum á skáld- skap Shakespeare. Hann er fortakslaust tal' inn mesta leikritaskáld heimsins. Engin skáld* rit í heimi eru jafnvíða lesin og leikin í heinu og leikrit hans. Ekki er það þó af því, að hann væri manna lærðasur eða víðförlastur- Aldrei ferðaðist hann land úr landi né for frá einum liáskóla til annars til náms frama, eins og þá tíðkaðist. Hann var sjálf' sagt frábær vitmunamaður og hvass í skilH' ingi, og var skáldskapurinn svo tiltækur, aö hann gat ort af munni frain. En þetta hafa fleiri verið og getað, en þó ekki orðið skáld alls heimsins. Nei, það dylzt engum, sem les beztu leik' ritin hans, að höfundurinn er sannur trU' maður eða týndur sonur endurfundinn. ÞV1 fer að sönnu fjarri, að allur kveðskapur hanS sé strangkristilegur; en séu beztu leikritu) hans brotin til mergjar, þá er auðsætt, að alstaðar dylzt í djúpinu trúarleg og siðferði- leg alvara. Hann talar svo víða í spakmael' um, sem eru algild sannindi, og lýstur seiu leiftrum inn í sálir manna og varðveitast sv° þar mann fram af manni. Þessi spakmæli lif® á vörum ensku þjóðarinnar. Þúsundir manna hafa iðulega orð lians á vörunum, án þess þeir viti, og hafi, ef til vill, nokkurn tíma lesið ritin hans. Margir kunna söguna um manB'

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.