Heimilisblaðið - 01.03.1947, Qupperneq 12
56
HEIMILISBLAÐIÐ
hann mundi verð'a frábær leikari og leikrita-
höfundur. Bezt sást þetta við öll hin þjóð-
legu liátíðahöld á stórliátíðum ársins og sér-
staklega á fyrsta maídegi. Þá var mikið um
dýrðir í sveitinni, líkt og á fyrsta sumardegi
hjá oss, nema hvað þar var fylgt föstum veizlu-
siðum. Oft var stofnað til smásjónleika og tók
liann snemma þátt í þeim af allri sál og huga.
En auk þess sem hann tók þátt í öllum þess-
um skemmtunum skógarbændanna, þá lagði
hann mjög stund á dýraveiðar og fuglaveiðar
í skógunum, og þar sem liann var sonur borg-
arstjórans í Stratford, þá átti hann greiðan
aðgang að öllum slíkum veiðum.»
Þegar liann var sjö ára, var hann sendur
til latínuskólans í Stratford. Kunnátta í lat-
ínu þótti þá óhjákvæmileg, livaða stöðu sem
menn tækju að loknu námi, enda væri latína
svo algeng í bókmenntunum, að allir þeir,
sem fvlgjast vildu með í þeim, yrðu að kunna
góða grein á lienni; áttu nemendur að læra
að lesa liana, skrifa og tala. En lítið varð
úr latínunámi Shakespeares í skólanum og
enn minna úr grískunáminu, sem sagt er að
hafi verið þar líka. Þó má greinilega sjá af
ritum Shakespeares, að liann hefur borið
kennsl á báðar þær tungur. En liins vegar
þykir mega fullyrða, að latínuglósur lærðra
manna, er þá tíðkuðust líkt og liér, liafi verið
liégómi í augum hans — langt fyrir neðan
liann, sem var svo yfirlætislaus, að liann læt-
ur hvergi sjálfs síns getið í leikritum sínum,
að minnsta kosti ekki beinlínis. En frönsku
og ítölsku nam liann síðar af stúdentum að
loknu námi þeirra við enska háskóla.
Shakespeare naut eigi lengi námsvistar í
skólanum; varð faðir hans að kalla liann
heim sér til hjálpar í hinni margþættu kaup-
sýslu sinni, því að nú var óreiða lians í fjár-
málum orðin mögnuð; voru þá eftir eitt eða
tvö ár af námsskeiði því, er drengir urðu
að ljúka, áður en þeir væri útskrifaðir, annað
livort til kaupsýslu eða til háskólanna. Þá var
hann 14 ára. Hann sá brátt, hve illa var komið
fyrir föður hans og ei<d sýndist jafnvel ann-
að liggja fyrir honum en skuldafangelsi; svo
var hann þá orðinn skuldunum vafinn (1578).
En kröggur föður lians voru orðnar meiri
en svo, að liann gæti bjargað honum frá gjald-
þroti og lét hann þó einskis ófreistað um það.
Nú varð líf hins unga manns ærið óskáld-
legt um hríð; hann varð nú slátrari lijá föð-
ur sínurn í 7 eða jafnvel 9 ár eða allt til þess
er liann fór alfarinn frá Stratford til Lundúna
(1585. eða 1587).
Á þessum árum gerðist afdrifamikill at-
burður í lífi Sliakespeares. Einliverjir ungir
og ófyrirleitnir lagsbræður Sliakespeares,
leiknir að því að skjóta dýr í landi annarra
manna, fengu Shakespeare, ungan og gjarnan
til veiðifara, út í þetta með sér oftar en einu
sinni. Voru það dádýr, er þeir skutu. Það
var á veiðimörk afgirtri, sem lieyrði til lávarð-
inum Thomas Lucy af Charlecote. Lávarð-
urinn stefndi Shakespeare fyrir dýradrápið
og lék hann hart; sá hann sér þá þann kost
vænztan, þótt þungur væri, að flýja frá Strat-
ford til Lundúna og komast þar í samfélag við
bræður sína í leiklistinni, enda bárust lion-
um þær fregnir úr höfuðborginni, að þar
væri mikil eftirspurn eftir leikurum og gæti
þeir grætt stórfé á skömmum tíma.
Á þessum árum (1582) kvæntist Shakes-
peare, 18 ára gamall; konuefni hans liét Anne
Hathaway; urðu samfarir þeirra liinar beztu,
enda voru þau bernskuvinir. Súsanna hét hið
fyrsta barn þeirra (f. 1583), en næst ól kona
lians honum tvíbura, dreng og stúlku, og
nefndi Sliakespeare þau Hamnet og Judith
eftir tveimur ævivinum sínum í Stratford.
Þyngdist nú lieldur róðurinn heima fyrir, eins
og liögum föður lians var þá farið; lierti það
mjög á Shakespeare að framkvæma þá fyrir-
ætlun sína að liverfa til Lundúna og freista
þar hamingjunnar með íþrótt sinni á leik-
sviðinu. Hann var þá þegar oftsimiis búinn
að prófa hæfileika sína í þeirri grein á leik-
sviðinu lieima fyrir; þóttist hann nú sjá fyr-
ir, að í Lundúnum gæti liann fengið að njóta
liinna miklu liæfileika sinna, þar sem þar
væri sí og æ þörf á nýjum leikritum.
Það er talið, að liann liafi farið til Lundúna
einhverntíma á árunum 1585—87. Og til
Lundúna átti hann það erindi, eins og kunn-
ugt er, að hann gerðist á skömmum tíina
andlegur liöfðingi aldar sinnar og meira en
það — hann komst í það öndvegi, sem lianu
lieldur enn í dag og það svo liátt, að enginn
liefur komizt nálægt lionum. — Honum var
ætlað æðra starf fyrir þjóð sína og mannkyn-
ið en að lifa veiðimannalífi. Og Tliomas lá-
varður varð óbeinlínis til þess að knýja hanu